Kristófer: Reyni að koma með orku og sprengja þetta aðeins upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2017 08:00 Kristófer Acox. Vísir/Ernir Kristófer Acox sýndi á sér tvær hliðar í síðasta leik á móti Frökkum. Hann var magnaður í fyrri hálfleiknum en tókst ekki alveg að fylgja því eftir í þeim síðari. Framundan er leikur við Slóvena í dag. Kristófer fékk að byrja seinni hálfleikinn á móti Frökkum eftir að hafa verið með 10 stig og 7 fráköst inn af bekknum í þeim fyrri. „Það var mjög gaman. Ég náði ekki alveg að halda dampinu frá því í fyrri hálfleik og það situr mest í mér að hafa ekki hjálpað liðinu með því að koma áfram með sömu orku. Við hefðum þá getað byrjað þennan þriðja leikhluta öðruvísi en við höfum verið að gera. Þetta var bara saman sagan því miður,“ segir Kristófer. „Það var mjög gaman að byrja seinni hálfleikinn á gólfinu en það fór ekki eins og við ætluðum okkur þannig að það skiptir kannski ekki öllu máli,“ segir Kristófer. Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleiknum við Frakka og er að reyna að lengja góðu kaflana sína. „Við náðum nú allavega heilum hálfleik þar sem við erum að spila vel en ekki bara einum leikhluta. Eins og er búið að segja aftur og aftur þá eru þetta 40 mínútur og við þurfum að reyna að vera inn í leiknum þegar við förum inn í fjórða leikhluta,“ segir Kristófer. „Við þurfum kannski ekki að vera yfir en ekki vera undir með 15 eða 20 stigum fyrir fjórða leikhlutann. Það er svo erfitt því þá er svo langt í land. Við verðum að reyna að rífa okkur í gang í byrjun þriðja leikhluta. Við þurfum að byrja sterkt og ná að vera í þessum leikjum þangað til í lokin. Þá eigum við alveg að gera stolið einum sigri,“ segir Kristófer. Gerir hann sér vonir um að koma inn í byrjunarliðið fyrir lokaleikina á Eurobasket. „Ég held að það sé ekkert að fara að breytast. Ég er alveg sáttur með mitt hlutverk sem er að koma inn af bekknum, koma með þessa orku og reyna að sprengja þetta aðeins upp. Ég er búinn að stilla hugann fyrir það. Ég er því ekki að óska eftir neinum breytingum,“ segir Kristófer. „Ég á nóg eftir og byrjunarliðssætið er ekkert eitthvað sem ég er að stressa mig yfir,“ segir Kristófer að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Sjá meira
Kristófer Acox sýndi á sér tvær hliðar í síðasta leik á móti Frökkum. Hann var magnaður í fyrri hálfleiknum en tókst ekki alveg að fylgja því eftir í þeim síðari. Framundan er leikur við Slóvena í dag. Kristófer fékk að byrja seinni hálfleikinn á móti Frökkum eftir að hafa verið með 10 stig og 7 fráköst inn af bekknum í þeim fyrri. „Það var mjög gaman. Ég náði ekki alveg að halda dampinu frá því í fyrri hálfleik og það situr mest í mér að hafa ekki hjálpað liðinu með því að koma áfram með sömu orku. Við hefðum þá getað byrjað þennan þriðja leikhluta öðruvísi en við höfum verið að gera. Þetta var bara saman sagan því miður,“ segir Kristófer. „Það var mjög gaman að byrja seinni hálfleikinn á gólfinu en það fór ekki eins og við ætluðum okkur þannig að það skiptir kannski ekki öllu máli,“ segir Kristófer. Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleiknum við Frakka og er að reyna að lengja góðu kaflana sína. „Við náðum nú allavega heilum hálfleik þar sem við erum að spila vel en ekki bara einum leikhluta. Eins og er búið að segja aftur og aftur þá eru þetta 40 mínútur og við þurfum að reyna að vera inn í leiknum þegar við förum inn í fjórða leikhluta,“ segir Kristófer. „Við þurfum kannski ekki að vera yfir en ekki vera undir með 15 eða 20 stigum fyrir fjórða leikhlutann. Það er svo erfitt því þá er svo langt í land. Við verðum að reyna að rífa okkur í gang í byrjun þriðja leikhluta. Við þurfum að byrja sterkt og ná að vera í þessum leikjum þangað til í lokin. Þá eigum við alveg að gera stolið einum sigri,“ segir Kristófer. Gerir hann sér vonir um að koma inn í byrjunarliðið fyrir lokaleikina á Eurobasket. „Ég held að það sé ekkert að fara að breytast. Ég er alveg sáttur með mitt hlutverk sem er að koma inn af bekknum, koma með þessa orku og reyna að sprengja þetta aðeins upp. Ég er búinn að stilla hugann fyrir það. Ég er því ekki að óska eftir neinum breytingum,“ segir Kristófer. „Ég á nóg eftir og byrjunarliðssætið er ekkert eitthvað sem ég er að stressa mig yfir,“ segir Kristófer að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Sjá meira
Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00
Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30