Björn Borg segir Sverri mega vera stoltan af frammistöðunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2017 06:41 Sverrir Guðnason og Björn Borg hittust í fyrsta sinn í gærkvöldi. Nöjesbladet Það var ekki fyrr en við frumsýningu kvikmyndarinnar Borg, þar sem Sverrir Guðnason fer með hlutverk tennisgoðsagnarinnar Björn Borg, sem þeir tveir hittust í fyrsta sinn. Kvikmyndin var frumsýnd í Stokkhólmi í gærkvöldi en hún verður tekin til sýninga í 150 löndum á næstu vikum og mánuðum. Aðalleikarinn Sverrir var miðpunktur athyglinnar á rauða dreglinum og var hann spurður spjörunum úr af fjölmiðlamönnum sem hópast höfðu að kvikmyndahúsinu Sergel í sænsku höfuðborginni. Sverrir sagðist fyrir sýningu myndarinnar vera stressaður og fullur eftirvæntingar enda væri mikið undir. Hann hafi helgað sig hlutverkinu síðastliðið eitt og hálft ár og fært miklar fórnir. Að baki væru gríðarlegar tennisæfingar og strangt mataræði þar sem hann lét hvorki sykur né glúten inn fyrir sínar varir. „Ég hef undirbúið mig af kappi og borðað rétt en andlegi þátturinn er samt mikilvægastur,“ sagði Sverrir í samtali við Nöjesbladed fyrir sýningu myndarinnar í gærkvöldi.Hér að neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni.Dúndrandi lófatak Eftir myndina var Sverrir ólíkt afslappaðari og brosti hann allan hringinn. „Það var gaman að sjá myndina með svona marga áhorfendur viðstadda. Ég er mjög hamingjusamur. Það voru standandi fagnaðarlæti. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sverrir í samtali við fjölmiðlamenn. Það var við frumsýningu myndarinnar sem hann hitti fyrirmyndina, Björn Borg, í fyrsta skipti. Sverrir segir hann vera dásamlegan. „Við töluðum örlítið, hann var mjög kátur og sagði að ég mætti vera stoltur. Þá bætti ég við að hann gæti sjálfur verið stoltur, því sonur hann er frábær í myndinni,“ en hann leikur Björn Borg á unglingsárunum. Sverrir ætlar sér að halda áfram að spila tennis en fyrst þurfti hann að læra á trompet fyrir næsta hlutverk.Ekki auðvelt að leika migSjálfur sagðist Björn Borg viljað hafa koma meira að gerð myndarinnar en að öðru leiti væri hann mjög hamingjusamur með útkomuna. „Það getur ekki verið auðvelt að leika mig,“ sagði tenniskappinn við frumsýninguna í gær. Tengdar fréttir Sjáðu Sverri Guðna í fyrstu stiklunni úr myndinni um Björn Borg Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd í september næstkomandi. 18. maí 2017 10:32 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Það var ekki fyrr en við frumsýningu kvikmyndarinnar Borg, þar sem Sverrir Guðnason fer með hlutverk tennisgoðsagnarinnar Björn Borg, sem þeir tveir hittust í fyrsta sinn. Kvikmyndin var frumsýnd í Stokkhólmi í gærkvöldi en hún verður tekin til sýninga í 150 löndum á næstu vikum og mánuðum. Aðalleikarinn Sverrir var miðpunktur athyglinnar á rauða dreglinum og var hann spurður spjörunum úr af fjölmiðlamönnum sem hópast höfðu að kvikmyndahúsinu Sergel í sænsku höfuðborginni. Sverrir sagðist fyrir sýningu myndarinnar vera stressaður og fullur eftirvæntingar enda væri mikið undir. Hann hafi helgað sig hlutverkinu síðastliðið eitt og hálft ár og fært miklar fórnir. Að baki væru gríðarlegar tennisæfingar og strangt mataræði þar sem hann lét hvorki sykur né glúten inn fyrir sínar varir. „Ég hef undirbúið mig af kappi og borðað rétt en andlegi þátturinn er samt mikilvægastur,“ sagði Sverrir í samtali við Nöjesbladed fyrir sýningu myndarinnar í gærkvöldi.Hér að neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni.Dúndrandi lófatak Eftir myndina var Sverrir ólíkt afslappaðari og brosti hann allan hringinn. „Það var gaman að sjá myndina með svona marga áhorfendur viðstadda. Ég er mjög hamingjusamur. Það voru standandi fagnaðarlæti. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sverrir í samtali við fjölmiðlamenn. Það var við frumsýningu myndarinnar sem hann hitti fyrirmyndina, Björn Borg, í fyrsta skipti. Sverrir segir hann vera dásamlegan. „Við töluðum örlítið, hann var mjög kátur og sagði að ég mætti vera stoltur. Þá bætti ég við að hann gæti sjálfur verið stoltur, því sonur hann er frábær í myndinni,“ en hann leikur Björn Borg á unglingsárunum. Sverrir ætlar sér að halda áfram að spila tennis en fyrst þurfti hann að læra á trompet fyrir næsta hlutverk.Ekki auðvelt að leika migSjálfur sagðist Björn Borg viljað hafa koma meira að gerð myndarinnar en að öðru leiti væri hann mjög hamingjusamur með útkomuna. „Það getur ekki verið auðvelt að leika mig,“ sagði tenniskappinn við frumsýninguna í gær.
Tengdar fréttir Sjáðu Sverri Guðna í fyrstu stiklunni úr myndinni um Björn Borg Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd í september næstkomandi. 18. maí 2017 10:32 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Sjáðu Sverri Guðna í fyrstu stiklunni úr myndinni um Björn Borg Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd í september næstkomandi. 18. maí 2017 10:32