Óttast að þau verði send í opinn dauðann Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. september 2017 06:00 Hundruð manns fögnuðu með Haniye þegar hún hélt upp á afmæli sitt í byrjun ágúst. Hún verður tólf ára í október en fékk afmælisveisluna fyrr svo tryggt væri að haldið yrði upp á afmælið á Íslandi. vísir/laufey „Ég er mjög leiður. Ég veit ekki hvað ég á að gera núna. Mér líður mjög illa núna og ég hef ekki sagt dóttur minni neitt. Ég spyr mig hvort við höfum ekki mannréttindi á Íslandi. Ef við getum ekki dvalið hérna, hverjir geta það?“ spyr Abrahim Maleki, hælisleitandi frá Afganistan, sem dvelur hér ásamt Hanyie, ellefu ára gamalli dóttur sinni. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim verði vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Abrahim segir í tölvupóstsvari við fyrirspurn Fréttablaðsins að hann hafi ekki hugmynd um hvenær honum verði vísað burt. „En þau munu senda okkur aftur til Þýskalands og þýsk stjórnvöld vilja senda okkur aftur til Afganistans. Þetta þýðir bara að íslensk stjórnvöld ætla að senda okkur í opinn dauðann,“ segir Abrahim. Hann segir að sér líði eins og þau feðginin eigi enga framtíð fyrir sér. „Það er mjög mikilvægt fyrir dóttur mína að stunda nám og lifa góðu lífi og við viljum búa á meðal Íslendinga,“ segir hann. „Ég er meiddur í fætinum og þarfnast sjálfur meðferðar. Hvernig í ósköpunum á ég að geta aðstoðað dóttur mína þannig á mig kominn?“ segir Abrahim. Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf. Hún hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Guðmundur Karl Karlsson tekur þátt í starfi samtakanna og er vinur feðginanna. Hann segir íslensk yfirvöld halda því fram að vel muni fara um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur sagði í samtali við Vísi í gær að sagan sýndi annað en það að Abrahim og Haniye myndu eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ sagði Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
„Ég er mjög leiður. Ég veit ekki hvað ég á að gera núna. Mér líður mjög illa núna og ég hef ekki sagt dóttur minni neitt. Ég spyr mig hvort við höfum ekki mannréttindi á Íslandi. Ef við getum ekki dvalið hérna, hverjir geta það?“ spyr Abrahim Maleki, hælisleitandi frá Afganistan, sem dvelur hér ásamt Hanyie, ellefu ára gamalli dóttur sinni. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim verði vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Abrahim segir í tölvupóstsvari við fyrirspurn Fréttablaðsins að hann hafi ekki hugmynd um hvenær honum verði vísað burt. „En þau munu senda okkur aftur til Þýskalands og þýsk stjórnvöld vilja senda okkur aftur til Afganistans. Þetta þýðir bara að íslensk stjórnvöld ætla að senda okkur í opinn dauðann,“ segir Abrahim. Hann segir að sér líði eins og þau feðginin eigi enga framtíð fyrir sér. „Það er mjög mikilvægt fyrir dóttur mína að stunda nám og lifa góðu lífi og við viljum búa á meðal Íslendinga,“ segir hann. „Ég er meiddur í fætinum og þarfnast sjálfur meðferðar. Hvernig í ósköpunum á ég að geta aðstoðað dóttur mína þannig á mig kominn?“ segir Abrahim. Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf. Hún hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Guðmundur Karl Karlsson tekur þátt í starfi samtakanna og er vinur feðginanna. Hann segir íslensk yfirvöld halda því fram að vel muni fara um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur sagði í samtali við Vísi í gær að sagan sýndi annað en það að Abrahim og Haniye myndu eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ sagði Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00