Óttast að þau verði send í opinn dauðann Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. september 2017 06:00 Hundruð manns fögnuðu með Haniye þegar hún hélt upp á afmæli sitt í byrjun ágúst. Hún verður tólf ára í október en fékk afmælisveisluna fyrr svo tryggt væri að haldið yrði upp á afmælið á Íslandi. vísir/laufey „Ég er mjög leiður. Ég veit ekki hvað ég á að gera núna. Mér líður mjög illa núna og ég hef ekki sagt dóttur minni neitt. Ég spyr mig hvort við höfum ekki mannréttindi á Íslandi. Ef við getum ekki dvalið hérna, hverjir geta það?“ spyr Abrahim Maleki, hælisleitandi frá Afganistan, sem dvelur hér ásamt Hanyie, ellefu ára gamalli dóttur sinni. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim verði vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Abrahim segir í tölvupóstsvari við fyrirspurn Fréttablaðsins að hann hafi ekki hugmynd um hvenær honum verði vísað burt. „En þau munu senda okkur aftur til Þýskalands og þýsk stjórnvöld vilja senda okkur aftur til Afganistans. Þetta þýðir bara að íslensk stjórnvöld ætla að senda okkur í opinn dauðann,“ segir Abrahim. Hann segir að sér líði eins og þau feðginin eigi enga framtíð fyrir sér. „Það er mjög mikilvægt fyrir dóttur mína að stunda nám og lifa góðu lífi og við viljum búa á meðal Íslendinga,“ segir hann. „Ég er meiddur í fætinum og þarfnast sjálfur meðferðar. Hvernig í ósköpunum á ég að geta aðstoðað dóttur mína þannig á mig kominn?“ segir Abrahim. Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf. Hún hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Guðmundur Karl Karlsson tekur þátt í starfi samtakanna og er vinur feðginanna. Hann segir íslensk yfirvöld halda því fram að vel muni fara um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur sagði í samtali við Vísi í gær að sagan sýndi annað en það að Abrahim og Haniye myndu eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ sagði Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
„Ég er mjög leiður. Ég veit ekki hvað ég á að gera núna. Mér líður mjög illa núna og ég hef ekki sagt dóttur minni neitt. Ég spyr mig hvort við höfum ekki mannréttindi á Íslandi. Ef við getum ekki dvalið hérna, hverjir geta það?“ spyr Abrahim Maleki, hælisleitandi frá Afganistan, sem dvelur hér ásamt Hanyie, ellefu ára gamalli dóttur sinni. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim verði vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Abrahim segir í tölvupóstsvari við fyrirspurn Fréttablaðsins að hann hafi ekki hugmynd um hvenær honum verði vísað burt. „En þau munu senda okkur aftur til Þýskalands og þýsk stjórnvöld vilja senda okkur aftur til Afganistans. Þetta þýðir bara að íslensk stjórnvöld ætla að senda okkur í opinn dauðann,“ segir Abrahim. Hann segir að sér líði eins og þau feðginin eigi enga framtíð fyrir sér. „Það er mjög mikilvægt fyrir dóttur mína að stunda nám og lifa góðu lífi og við viljum búa á meðal Íslendinga,“ segir hann. „Ég er meiddur í fætinum og þarfnast sjálfur meðferðar. Hvernig í ósköpunum á ég að geta aðstoðað dóttur mína þannig á mig kominn?“ segir Abrahim. Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf. Hún hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Guðmundur Karl Karlsson tekur þátt í starfi samtakanna og er vinur feðginanna. Hann segir íslensk yfirvöld halda því fram að vel muni fara um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur sagði í samtali við Vísi í gær að sagan sýndi annað en það að Abrahim og Haniye myndu eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ sagði Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00