Óttast að þau verði send í opinn dauðann Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. september 2017 06:00 Hundruð manns fögnuðu með Haniye þegar hún hélt upp á afmæli sitt í byrjun ágúst. Hún verður tólf ára í október en fékk afmælisveisluna fyrr svo tryggt væri að haldið yrði upp á afmælið á Íslandi. vísir/laufey „Ég er mjög leiður. Ég veit ekki hvað ég á að gera núna. Mér líður mjög illa núna og ég hef ekki sagt dóttur minni neitt. Ég spyr mig hvort við höfum ekki mannréttindi á Íslandi. Ef við getum ekki dvalið hérna, hverjir geta það?“ spyr Abrahim Maleki, hælisleitandi frá Afganistan, sem dvelur hér ásamt Hanyie, ellefu ára gamalli dóttur sinni. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim verði vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Abrahim segir í tölvupóstsvari við fyrirspurn Fréttablaðsins að hann hafi ekki hugmynd um hvenær honum verði vísað burt. „En þau munu senda okkur aftur til Þýskalands og þýsk stjórnvöld vilja senda okkur aftur til Afganistans. Þetta þýðir bara að íslensk stjórnvöld ætla að senda okkur í opinn dauðann,“ segir Abrahim. Hann segir að sér líði eins og þau feðginin eigi enga framtíð fyrir sér. „Það er mjög mikilvægt fyrir dóttur mína að stunda nám og lifa góðu lífi og við viljum búa á meðal Íslendinga,“ segir hann. „Ég er meiddur í fætinum og þarfnast sjálfur meðferðar. Hvernig í ósköpunum á ég að geta aðstoðað dóttur mína þannig á mig kominn?“ segir Abrahim. Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf. Hún hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Guðmundur Karl Karlsson tekur þátt í starfi samtakanna og er vinur feðginanna. Hann segir íslensk yfirvöld halda því fram að vel muni fara um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur sagði í samtali við Vísi í gær að sagan sýndi annað en það að Abrahim og Haniye myndu eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ sagði Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
„Ég er mjög leiður. Ég veit ekki hvað ég á að gera núna. Mér líður mjög illa núna og ég hef ekki sagt dóttur minni neitt. Ég spyr mig hvort við höfum ekki mannréttindi á Íslandi. Ef við getum ekki dvalið hérna, hverjir geta það?“ spyr Abrahim Maleki, hælisleitandi frá Afganistan, sem dvelur hér ásamt Hanyie, ellefu ára gamalli dóttur sinni. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að Haniye og Abrahim verði vísað aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Abrahim segir í tölvupóstsvari við fyrirspurn Fréttablaðsins að hann hafi ekki hugmynd um hvenær honum verði vísað burt. „En þau munu senda okkur aftur til Þýskalands og þýsk stjórnvöld vilja senda okkur aftur til Afganistans. Þetta þýðir bara að íslensk stjórnvöld ætla að senda okkur í opinn dauðann,“ segir Abrahim. Hann segir að sér líði eins og þau feðginin eigi enga framtíð fyrir sér. „Það er mjög mikilvægt fyrir dóttur mína að stunda nám og lifa góðu lífi og við viljum búa á meðal Íslendinga,“ segir hann. „Ég er meiddur í fætinum og þarfnast sjálfur meðferðar. Hvernig í ósköpunum á ég að geta aðstoðað dóttur mína þannig á mig kominn?“ segir Abrahim. Móðir Haniye yfirgaf hana ári eftir að hún fæddist og hefur hún verið á flótta með föður sínum allt sitt líf. Hún hefur búið í Íran, Tyrklandi, Grikklandi, Þýskalandi og á Íslandi, en þau hafa verið hér á landi frá því í desember. Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Guðmundur Karl Karlsson tekur þátt í starfi samtakanna og er vinur feðginanna. Hann segir íslensk yfirvöld halda því fram að vel muni fara um þau í Þýskalandi. Yfirvöld þar í landi verði látin vita af viðkvæmri stöðu feðginanna en Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye ríkisfangslaus. Guðmundur sagði í samtali við Vísi í gær að sagan sýndi annað en það að Abrahim og Haniye myndu eiga gott líf í Þýskalandi. „Við þekkjum fólk sem er í Þýskalandi í sömu stöðu og það er mjög erfitt. Það er mjög líklegt að þau muni ekki fá hæli og verði einfaldlega utan kerfisins,“ sagði Guðmundur sem gagnrýnir málsmeðferð yfirvalda.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00