Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 11:10 Frá geðdeild Landspítalans. vísir/eyþór Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hefur hrakað á undanförnum árum ef miðað er við gögn frá heilsugæslustöðvum, heilbrigðisstofnunum og úr Lyfjagagnagrunni. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni, fréttabréfi Embættis landlæknis, en þar segir til dæmis að skráðum samskiptum á heilsugæslustöðvum vegna tiltekinna geðrænna sjúkdóma hjá einstaklingum sem eru 20 ára og yngri hefur fjölgað þó nokkuð frá árinu 2011. Nokkuð hefur verið fjallað um geðheilbrigði ungs fólks undanfarið, ekki síst í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans á tveggja vikna tímabili í ágúst.Samskipti vegna kvíðaraskana fjórfölduðust Til skráðra samskipta teljast til að mynda komur, símtöl og vitjanir. Árið voru þau um 3000 talsins hjá þessum aldurshópi en ári 2015 voru þau orðin tæplega 8000. Má rekja þessa aukningu til fjölgunar á samskiptum vegna kvíðaraskana þar sem fjöldi samskipta vegna þeirra fjórfaldaðist á milli áranna 2011 og 2015, að því er segir í Talnabrunninum. Þá fjölgaði sjúkrahúslegum hjá einstaklingum 20 ára og yngri á milli áranna 2011 og 2015 en árið 2016 dró verulega úr sjúkrahúslegum vegna geðraskana hjá þessum hópi. „Mögulega má rekja þessa lækkun á innlagnartíðni á síðastliðnu ári til þess að samtímis var sálfræðiþjónusta aukin í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þótt ekki sé hægt að staðhæfa það með vissu. Eins er mögulegt að aukin sérhæfð úrræði í bráða- og göngudeildarþjónustu, ásamt auknu samráði milli heilsugæslu og sérhæfðra sjúkrastofnana, eigi þátt í þessari lækkun,“ segir í Talnabrunninum.Hátt í 40 prósent mátu andlega heilsu sæmilega eða lélega Auk þess sem tölur frá heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum voru skoðaðar var einni litið til kannana sem gerðar hafa verið á vegum Embættis landlæknis. Þær gefa jafnframt til kynna að ungmennum líði almennt verr nú en áður. „Spurt hefur verið um mat á andlegri heilsu í rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga en hún var lögð fyrir landsmenn á árunum 2007, 2009 og 2012. Árið 2007 mátu 16,8% einstaklinga á aldrinum 18-24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega, árið 2009 var þetta hlutfall 15,8% en 22,3% árið 2012. Undanfarin ár hefur embættið einnig staðið fyrir vöktun á nokkrum áhrifaþáttum heilbrigðis þar sem haft er samband við 8.000 manna úrtak af landinu öllu, 18 ára og eldri, sem valdir eru af handahófi úr viðhorfahópi Gallup og þjóðskrá. Í þessari vöktun hefur andleg líðan verið metin með sömu spurningu og í rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga og benda niðurstöður til áframhaldandi hnignunar. Árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18-24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. [...] Vert er að hafa í huga að þessar tölur byggja á sjálfsmati en ekki á greiningu hjá meðferðaraðila,“ segir í Talnabrunninum.Mikilvægt að varpa skýrara ljósi á umfang vandans Þá hafi svipuð þróun komið fram í gögnum þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Breiðholti. Þar hefur verið skimað fyrir einkennum kvíða og þunglyndis á meðal unglinga í efstu bekkjum grunnskóla frá árinu 2009. „Þau gögn sýna hækkun á hlutfalli þeirra sem mælast yfir viðmiðunarmörkum á skimunarlista fyrir kvíða og þunglyndi, einkum meðal stúlkna. Hlutfall stúlkna sem var yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi meira en tvöfaldaðist á árunum 2009 til 2015 og hlutfall þeirra sem reyndust yfir viðmiðunarmörkum fyrir kvíða nær fjórfaldaðist á sama tímabili (2). Ekki er gott að segja til um ástæðu þessarar neikvæðu þróunar og að öllum líkindum er um marga samverkandi þætti að ræða. Það kann að vera að hluta þessarar aukningar megi rekja til viðhorfsbreytingar sem orðið hefur í samfélaginu gagnvart geðrænum vanda. Slík viðhorfsbreyting getur leitt til þess að fólk eigi auðveldara með að gera sér grein fyrir og tjá sig um andlega vanlíðan og þannig valdið því að fleiri virðast eiga við andlega erfiðleika að stríða þegar í raun er um að ræða bætta skráningu á vandamálum. Þó má ekki loka augum fyrir því að þessar tölur geti endurspeglað raunverulega hnignun í andlegri heilsu ungs fólks sem brýnt er að skoða nánar,“ segir í Talnabrunninum. Því sé mikilvægt að fara yfir öll tiltæk gögn svo hægt sé að varpa skýrara ljósi á umfang vandamálsins. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hefur hrakað á undanförnum árum ef miðað er við gögn frá heilsugæslustöðvum, heilbrigðisstofnunum og úr Lyfjagagnagrunni. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni, fréttabréfi Embættis landlæknis, en þar segir til dæmis að skráðum samskiptum á heilsugæslustöðvum vegna tiltekinna geðrænna sjúkdóma hjá einstaklingum sem eru 20 ára og yngri hefur fjölgað þó nokkuð frá árinu 2011. Nokkuð hefur verið fjallað um geðheilbrigði ungs fólks undanfarið, ekki síst í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans á tveggja vikna tímabili í ágúst.Samskipti vegna kvíðaraskana fjórfölduðust Til skráðra samskipta teljast til að mynda komur, símtöl og vitjanir. Árið voru þau um 3000 talsins hjá þessum aldurshópi en ári 2015 voru þau orðin tæplega 8000. Má rekja þessa aukningu til fjölgunar á samskiptum vegna kvíðaraskana þar sem fjöldi samskipta vegna þeirra fjórfaldaðist á milli áranna 2011 og 2015, að því er segir í Talnabrunninum. Þá fjölgaði sjúkrahúslegum hjá einstaklingum 20 ára og yngri á milli áranna 2011 og 2015 en árið 2016 dró verulega úr sjúkrahúslegum vegna geðraskana hjá þessum hópi. „Mögulega má rekja þessa lækkun á innlagnartíðni á síðastliðnu ári til þess að samtímis var sálfræðiþjónusta aukin í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þótt ekki sé hægt að staðhæfa það með vissu. Eins er mögulegt að aukin sérhæfð úrræði í bráða- og göngudeildarþjónustu, ásamt auknu samráði milli heilsugæslu og sérhæfðra sjúkrastofnana, eigi þátt í þessari lækkun,“ segir í Talnabrunninum.Hátt í 40 prósent mátu andlega heilsu sæmilega eða lélega Auk þess sem tölur frá heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum voru skoðaðar var einni litið til kannana sem gerðar hafa verið á vegum Embættis landlæknis. Þær gefa jafnframt til kynna að ungmennum líði almennt verr nú en áður. „Spurt hefur verið um mat á andlegri heilsu í rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga en hún var lögð fyrir landsmenn á árunum 2007, 2009 og 2012. Árið 2007 mátu 16,8% einstaklinga á aldrinum 18-24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega, árið 2009 var þetta hlutfall 15,8% en 22,3% árið 2012. Undanfarin ár hefur embættið einnig staðið fyrir vöktun á nokkrum áhrifaþáttum heilbrigðis þar sem haft er samband við 8.000 manna úrtak af landinu öllu, 18 ára og eldri, sem valdir eru af handahófi úr viðhorfahópi Gallup og þjóðskrá. Í þessari vöktun hefur andleg líðan verið metin með sömu spurningu og í rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga og benda niðurstöður til áframhaldandi hnignunar. Árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18-24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. [...] Vert er að hafa í huga að þessar tölur byggja á sjálfsmati en ekki á greiningu hjá meðferðaraðila,“ segir í Talnabrunninum.Mikilvægt að varpa skýrara ljósi á umfang vandans Þá hafi svipuð þróun komið fram í gögnum þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Breiðholti. Þar hefur verið skimað fyrir einkennum kvíða og þunglyndis á meðal unglinga í efstu bekkjum grunnskóla frá árinu 2009. „Þau gögn sýna hækkun á hlutfalli þeirra sem mælast yfir viðmiðunarmörkum á skimunarlista fyrir kvíða og þunglyndi, einkum meðal stúlkna. Hlutfall stúlkna sem var yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi meira en tvöfaldaðist á árunum 2009 til 2015 og hlutfall þeirra sem reyndust yfir viðmiðunarmörkum fyrir kvíða nær fjórfaldaðist á sama tímabili (2). Ekki er gott að segja til um ástæðu þessarar neikvæðu þróunar og að öllum líkindum er um marga samverkandi þætti að ræða. Það kann að vera að hluta þessarar aukningar megi rekja til viðhorfsbreytingar sem orðið hefur í samfélaginu gagnvart geðrænum vanda. Slík viðhorfsbreyting getur leitt til þess að fólk eigi auðveldara með að gera sér grein fyrir og tjá sig um andlega vanlíðan og þannig valdið því að fleiri virðast eiga við andlega erfiðleika að stríða þegar í raun er um að ræða bætta skráningu á vandamálum. Þó má ekki loka augum fyrir því að þessar tölur geti endurspeglað raunverulega hnignun í andlegri heilsu ungs fólks sem brýnt er að skoða nánar,“ segir í Talnabrunninum. Því sé mikilvægt að fara yfir öll tiltæk gögn svo hægt sé að varpa skýrara ljósi á umfang vandamálsins.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53