Plastlaus september Elsa Þórey Eysteinsdóttir skrifar 4. september 2017 09:30 Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. Allir sjá að það fer ekki saman. Plastlaus september er árvekniátak sem hvetur fólk til að draga úr notkun á einnota plasti og bendir á leiðir til þess á vefsíðu sinni og Facebook síðu. Einnota plast er einungis notað í nokkrar mínútur, rétt á meðan drukkið er úr glasi eða borðað af diski, svo fer það í ruslið, eða í besta falli í endurvinnslu. Allt plast sem einhvern tíma hefur verið framleitt er þó enn til, það brotnar niður í minni einingar en eyðist ekki. Sum ríki hafa markað sér stefnu til að minnka plastnotkun enda er um að ræða vaxandi vandamál. Við getum sjálf ákveðið að minnka notkun á einnota plasti í okkar daglega lífi. Við getum valið vörur sem pakkað er í annars konar umbúðir, sleppt rörum og lokum þegar við kaupum drykki, farið með eigin ílát í verslanir sem það bjóða, keypt sápustykki í staðinn fyrir brúsa, valið grænmeti sem ekki er pakkað í plast. Áherslan er á einnota plast, engin ástæða er til að henda því plasti sem til er, reynum að nota minna en endurnotum og endurvinnum það plast sem fer um hendur okkar. Fjölmörg ráð er að finna á heimasíðunni plastlausseptember.is Plastlaus september hvetur okkur til að kaupa minna af einnota plasti í september. Við veljum verkefni við hæfi og hvort við tökum þátt í einn dag, eina viku, allan mánuðinn eða til frambúðar. Öll skref í átt að hreinni jörð eru mikilvæg skref hversu stór sem þau eru. Höfundur er líffræðingur, í stjórn plastlauss september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. Allir sjá að það fer ekki saman. Plastlaus september er árvekniátak sem hvetur fólk til að draga úr notkun á einnota plasti og bendir á leiðir til þess á vefsíðu sinni og Facebook síðu. Einnota plast er einungis notað í nokkrar mínútur, rétt á meðan drukkið er úr glasi eða borðað af diski, svo fer það í ruslið, eða í besta falli í endurvinnslu. Allt plast sem einhvern tíma hefur verið framleitt er þó enn til, það brotnar niður í minni einingar en eyðist ekki. Sum ríki hafa markað sér stefnu til að minnka plastnotkun enda er um að ræða vaxandi vandamál. Við getum sjálf ákveðið að minnka notkun á einnota plasti í okkar daglega lífi. Við getum valið vörur sem pakkað er í annars konar umbúðir, sleppt rörum og lokum þegar við kaupum drykki, farið með eigin ílát í verslanir sem það bjóða, keypt sápustykki í staðinn fyrir brúsa, valið grænmeti sem ekki er pakkað í plast. Áherslan er á einnota plast, engin ástæða er til að henda því plasti sem til er, reynum að nota minna en endurnotum og endurvinnum það plast sem fer um hendur okkar. Fjölmörg ráð er að finna á heimasíðunni plastlausseptember.is Plastlaus september hvetur okkur til að kaupa minna af einnota plasti í september. Við veljum verkefni við hæfi og hvort við tökum þátt í einn dag, eina viku, allan mánuðinn eða til frambúðar. Öll skref í átt að hreinni jörð eru mikilvæg skref hversu stór sem þau eru. Höfundur er líffræðingur, í stjórn plastlauss september.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar