Ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, segir að kostnaðurinn við að lagfæra tjónið af völdum fellibylsins Harvey gæti náð 180 milljörðum Bandaríkjadala. Það jafngildir um 19.000 milljarða króna á núverandi gengi.
Abbott segir tjónið vera meira en það sem hlaust af fellibylnum Katrínu þegar hann lagði stóra hluta New Orleans borgar í rúst árið 2005.
Nokkrar deilur virðast vera að rísa um hver eigi að borga reikninginn því yfirmaður náttúruhamfarastofnunar Bandaríkjanna segir að þau ríki sem hafi orðið fyrir Harvey geti ekki búist við því að alríkisstjórnin í Washington borgi þann reikning.
Fjörutíu og sjö fórust í veðurhamnum og um 43 þúsund manns hafast enn við í neyðarskýlum.
Deilt um hver eigi að borga reikninginn vegna Harvey

Tengdar fréttir

Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey
Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey.

Trump heimsækir hamfarasvæði á ný
Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki.

7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana