Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. september 2017 06:00 Norðurá í Borgarfirði er gjöful á og vinsæl meðal laxveiðimanna. Vísir/GVA Þrátt fyrir að vera nú að fullu í eigu ríkisins breytir Íslandsbanki ekki út af þeirri venju að bjóða völdum viðskiptavinum í laxveiði. Arion banki bauð viðskiptavinum í tvær veiðiferðir en Landsbankinn gerir ekki slíkt. Viðskiptabankarnir, að Landsbankanum undanskildum, hófu að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði á ný árið 2014. Höfðu boðsferðirnar verið aflagðar frá hruni. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka bauð bankinn, líkt og síðustu ár, viðskiptavinum í eina boðsferð í laxveiði í Norðurá. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, segir það hafa verið sólarhringsferð. Bankinn vill ekki upplýsa hversu mörgum var boðið í veiði né hver kostnaðurinn var. Íslandsbanki komst að fullu í eign íslenska ríkisins vorið 2016 er kröfuhafar Glitnis afhentu ríkinu 95 prósent eignarhlut í bankanum sem hluta af stöðugleikaframlagi.Eins og besta hótel Norðurá í Borgarfirði er ein af bestu laxveiðiám landsins en samkvæmt upplýsingum af vef hennar er meðalveiði síðustu 10 ára rúmlega tvö þúsund laxar á ári. Við Norðurá eru tvö veiðihús en í aðalveiðihúsinu njóta gestir árinnar fullrar þjónustu „eins og best gerist á bestu hótelum,“ segir á vefnum.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/ErnirVerð á hverja stöng er mjög breytilegt í laxveiðiám almennt eftir tímabilum yfir sumarið og því erfitt að finna út hver kostnaðurinn kann að hafa verið við þessar boðsferðir. Hann getur numið frá 30 til 150 þúsund krónum á stöng eftir því hvenær farið er í veiði. Landsbankinn, sem sömuleiðis er í eigu ríkisins, segir að þar á bæ sé viðskiptavinum hvorki boðið í veiði né aðrar slíkar ferðir. Þannig hefur það verið frá hruni. Arion banki, sem íslenska ríkið á 13 prósent hlut í, hóf að bjóða viðskiptavinum sínum í laxveiði sumarið 2014 og voru það fyrstu boðsferðir bankans frá hruni. Það sumar var farið í tvær veiðiferðir en þrjár árið 2015.Algengt fyrir hrun Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, segir að bankinn telji ekki rétt að upplýsa um samskipti við viðskiptavini sína. Hins vegar hafi bankinn áður veitt upplýsingar um fjölda ferða og í ár hafi verið farnar tvær slíkar ferðir. Boðsferðir voru íburðarmiklar og algengar hjá bönkunum fyrir hrun. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að þegar allur risnukostnaður Glitnis, Kaupþings og Landsbankans vegna boðsferða, gestamóttöku, veiði, íþróttaviðburða og gjafa á árinum 2004 til 2008 var tekinn saman nam hann rúmlega þremur milljörðum króna. Boðsferðir voru birtingarmynd óhófs, samkvæmt skýrslunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira
Þrátt fyrir að vera nú að fullu í eigu ríkisins breytir Íslandsbanki ekki út af þeirri venju að bjóða völdum viðskiptavinum í laxveiði. Arion banki bauð viðskiptavinum í tvær veiðiferðir en Landsbankinn gerir ekki slíkt. Viðskiptabankarnir, að Landsbankanum undanskildum, hófu að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði á ný árið 2014. Höfðu boðsferðirnar verið aflagðar frá hruni. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka bauð bankinn, líkt og síðustu ár, viðskiptavinum í eina boðsferð í laxveiði í Norðurá. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, segir það hafa verið sólarhringsferð. Bankinn vill ekki upplýsa hversu mörgum var boðið í veiði né hver kostnaðurinn var. Íslandsbanki komst að fullu í eign íslenska ríkisins vorið 2016 er kröfuhafar Glitnis afhentu ríkinu 95 prósent eignarhlut í bankanum sem hluta af stöðugleikaframlagi.Eins og besta hótel Norðurá í Borgarfirði er ein af bestu laxveiðiám landsins en samkvæmt upplýsingum af vef hennar er meðalveiði síðustu 10 ára rúmlega tvö þúsund laxar á ári. Við Norðurá eru tvö veiðihús en í aðalveiðihúsinu njóta gestir árinnar fullrar þjónustu „eins og best gerist á bestu hótelum,“ segir á vefnum.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/ErnirVerð á hverja stöng er mjög breytilegt í laxveiðiám almennt eftir tímabilum yfir sumarið og því erfitt að finna út hver kostnaðurinn kann að hafa verið við þessar boðsferðir. Hann getur numið frá 30 til 150 þúsund krónum á stöng eftir því hvenær farið er í veiði. Landsbankinn, sem sömuleiðis er í eigu ríkisins, segir að þar á bæ sé viðskiptavinum hvorki boðið í veiði né aðrar slíkar ferðir. Þannig hefur það verið frá hruni. Arion banki, sem íslenska ríkið á 13 prósent hlut í, hóf að bjóða viðskiptavinum sínum í laxveiði sumarið 2014 og voru það fyrstu boðsferðir bankans frá hruni. Það sumar var farið í tvær veiðiferðir en þrjár árið 2015.Algengt fyrir hrun Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, segir að bankinn telji ekki rétt að upplýsa um samskipti við viðskiptavini sína. Hins vegar hafi bankinn áður veitt upplýsingar um fjölda ferða og í ár hafi verið farnar tvær slíkar ferðir. Boðsferðir voru íburðarmiklar og algengar hjá bönkunum fyrir hrun. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að þegar allur risnukostnaður Glitnis, Kaupþings og Landsbankans vegna boðsferða, gestamóttöku, veiði, íþróttaviðburða og gjafa á árinum 2004 til 2008 var tekinn saman nam hann rúmlega þremur milljörðum króna. Boðsferðir voru birtingarmynd óhófs, samkvæmt skýrslunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira