14 pör hjá Ólafíu í dag Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2017 21:00 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía var fyrir daginn á 5 höggum undir pari. Ólafía lagði af stað um klukkan fjögur í dag, byrjaði fyrstu níu holurnar ágætlega. Hún fór fyrstu fjórar á pari, en fékk svo skolla á fimmtu holu. Okkar kona var þó ekki lengi að bæta fyrir það og fékk fugl strax á næstu holu. Næsti fugl kom svo strax á sjöundu holu, og Ólafía því komin sex högg undir parið. Næst fylgdu tvö pör og var Ólafía því á sex höggum undir eftir 9 holur. Seinni níu holurnar fóru ekki alveg eins vel, en Ólafía fékk einn skolla og átta pör. Samtals lék Ólafía fyrir 14 pörum í dag, og lék allan hringinn á 72 höggum, eða pari vallarins. Þegar þessi frétt var skrifuð var Ólafía í 39.-40. sæti og enn þó nokkuð af kylfingum sem áttu eftir að ljúka leik. Vísir var með beina textalýsingu af seinni níu holum Ólafíu og má lesa hana hér að neðan. Mótið er enn í gangi og má sjá beina útsendingu frá mótinu á Stöð 2 Sport 4.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía var fyrir daginn á 5 höggum undir pari. Ólafía lagði af stað um klukkan fjögur í dag, byrjaði fyrstu níu holurnar ágætlega. Hún fór fyrstu fjórar á pari, en fékk svo skolla á fimmtu holu. Okkar kona var þó ekki lengi að bæta fyrir það og fékk fugl strax á næstu holu. Næsti fugl kom svo strax á sjöundu holu, og Ólafía því komin sex högg undir parið. Næst fylgdu tvö pör og var Ólafía því á sex höggum undir eftir 9 holur. Seinni níu holurnar fóru ekki alveg eins vel, en Ólafía fékk einn skolla og átta pör. Samtals lék Ólafía fyrir 14 pörum í dag, og lék allan hringinn á 72 höggum, eða pari vallarins. Þegar þessi frétt var skrifuð var Ólafía í 39.-40. sæti og enn þó nokkuð af kylfingum sem áttu eftir að ljúka leik. Vísir var með beina textalýsingu af seinni níu holum Ólafíu og má lesa hana hér að neðan. Mótið er enn í gangi og má sjá beina útsendingu frá mótinu á Stöð 2 Sport 4.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira