Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bjarki Ármannsson skrifar 3. september 2017 12:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti segir áframhaldandi kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna ógn við Bandaríkin. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir áframhaldandi kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna ógn við Bandaríkin og gefur í skyn að bregðast þurfi við þeim með hernaðaraðgerðum. Þetta segir forsetinn á Twitter-síðu sinni rétt í þessu. Um er að ræða fyrstu viðbrögð Trump við þeim tíðindum að Norður-Kóreumenn hafi í nótt sprengt vetnissprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa og sú fyrsta frá því að Trump tók við embætti í ársbyrjun. Yfirvöld í Kína, Rússlandi og Bretlandi hafa í morgun fordæmt tilraunina. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Norður-Kóreu og leiðtoga landsins, Kim Jong-un, sagt að friðarviðræður muni ekki ná að draga úr spennu á Kóreuskaga og hótað að Bandaríkin muni mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ láti síðarnefnda ríkið ekki af kjarnorkutilraunum sínum. „Norður-Kóreumenn hafa framkvæmt meiriháttar kjarnorkutilraun,“ segir í Twitter-færslum Trump nú í morgun. „Orð þeirra og gjörðir eru áfram fjandsamleg og ógn í garð Bandaríkjanna.“ Hann segir að hegðun Norður-Kóreu sé ríkisstjórn Kína til skammar og að Suður-Kóreumenn séu nú að komast að því að friðarviðræður við nágrannaríki þeirra muni ekki bera árangur.South Korea is finding, as I have told them, that their talk of appeasement with North Korea will not work, they only understand one thing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2017 „Þeir skilja bara eitt,“ segir Trump í lok síðustu færslu sinnar og má gera því skóna að hann eigi við hernaðaraðgerðir af einhverju tagi. Ríkisfréttaveita Norður-Kóreu hefur í morgun hreykt sér af tilrauninni og sagt hana hafa heppnast fullkomlega. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir áframhaldandi kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna ógn við Bandaríkin og gefur í skyn að bregðast þurfi við þeim með hernaðaraðgerðum. Þetta segir forsetinn á Twitter-síðu sinni rétt í þessu. Um er að ræða fyrstu viðbrögð Trump við þeim tíðindum að Norður-Kóreumenn hafi í nótt sprengt vetnissprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa og sú fyrsta frá því að Trump tók við embætti í ársbyrjun. Yfirvöld í Kína, Rússlandi og Bretlandi hafa í morgun fordæmt tilraunina. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Norður-Kóreu og leiðtoga landsins, Kim Jong-un, sagt að friðarviðræður muni ekki ná að draga úr spennu á Kóreuskaga og hótað að Bandaríkin muni mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ láti síðarnefnda ríkið ekki af kjarnorkutilraunum sínum. „Norður-Kóreumenn hafa framkvæmt meiriháttar kjarnorkutilraun,“ segir í Twitter-færslum Trump nú í morgun. „Orð þeirra og gjörðir eru áfram fjandsamleg og ógn í garð Bandaríkjanna.“ Hann segir að hegðun Norður-Kóreu sé ríkisstjórn Kína til skammar og að Suður-Kóreumenn séu nú að komast að því að friðarviðræður við nágrannaríki þeirra muni ekki bera árangur.South Korea is finding, as I have told them, that their talk of appeasement with North Korea will not work, they only understand one thing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2017 „Þeir skilja bara eitt,“ segir Trump í lok síðustu færslu sinnar og má gera því skóna að hann eigi við hernaðaraðgerðir af einhverju tagi. Ríkisfréttaveita Norður-Kóreu hefur í morgun hreykt sér af tilrauninni og sagt hana hafa heppnast fullkomlega.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19
Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12