Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, átti mjög góðan leik í dag á Cambia Portland Classic mótinu í golfi. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni.
Ólafía lék hringinn í dag samtals á þremur höggum undir pari og er því samtals á fimm höggum undir pari.
Eins og staðan er núna er Ólafía í 37. - 49. sæti, en enn eiga fjölmargir kylfingar eftir að klára sína hringi og eru efstu konur ekki farnar af stað.
Ólafía setti niður fyrir fimm fuglum í dag, en fékk einnig tvo skolla.
Efstu konur eru eins og er á tíu höggum undir pari og því gæti Ólafía vel blandað sér í toppbaráttuna nái hún góðri spilamennsku á lokahringnum á morgun.
