Vettel: Ég veit ekki hvað klikkaði hjá okkur í dag Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. september 2017 23:00 Daniel Ricciardo, Lewis Hamilton og Max Verstappen voru fljótustu menn dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton náði sínum 69. ráspól á Formúlu1 ferlinum í dag í erfiðum aðstæðum á Monza brautinni á Ítalíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég er mjög spenntur yfir þessum hring. Ég elska ítalska aðdáendur, þó þeir séu flestir á bak við Ferrari. Það verður víst þurrt á morgun og það verður vonandi fallegur ítalskur dagur. Ég trúi því ekki að ég hafi náð ráspól númer 69,“ sagði Hamilton. „Þetta var flókin tímataka og erfitt að reikna út aðstæður. Það var erfitt að halda dekkjunum köldum. Í lokaatlögu minni gekk allt upp og ég er ánægður með annað sæti,“ sagði Max Verstappen sem átti annan besta tíma dagsins en þarf að sæta refsingu vegna nýrra vélaríhluta og verður því aftar á ráslínu þegar ræst verður á morgun. Verstappen ræsir 14. á morgun að öllu óbreyttu. „Þetta var gaman, í fyrstu og annarri lotu voru aðstæður erfiðar. Í þriðju lotunni var ég búinn að ná taktinum á dekkjunum og við gátum sett kraft í þetta. Það er frábært að við náðum að klára tímatökuna fyrir þá áhorfendur sem eru hér,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji í dag en þarf að sætta sig við að færast aftar sökum nýrra vélaríhluta í bíl hans. Ricciardo ræsir 17. á morgun að öllu óbreyttu. „Ég veit ekki hvað klikkaði hjá okkur í dag. Það var mikilvægt að standa sig í dag en okkur tókst það ekki. Við erum með góðan bíl og það er hægt að taka fram úr svo keppnina á morgun verður skemmtileg,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir sjötti á morgun.Lance Stroll kom öllum á óvart í dag og sennilega sjálfum sér þar með töldum.Vísir/Getty„Við vorum ekki nógu fljótir í dag. Við gátum ekki látið dekkin virka eins vel og aðrir í dag. Þetta eru langt frá því bestu aðstæður að ræsa svona aftarlega en vonandi veðrum við betri í þurru á morgun.,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir fimmti á morgun. „Við vissum að í dag væri tækifæri til að slá í gegn. Ég ólst upp við að keppa í rigningu og það er gaman að sjá það skila sér í Formúlu 1 bílnum. Það er eitt markmið á mortun, það er að landa verðlaunasæti,“ sagði Esteban Ocon sem mun ræsa þriðji á morgun á Force India bílnum. „Bíllinn var góður í dag og ég skemmti mér vel. Ég hef aldrei ekið Formúlu 1 bíl í rigningu áður. Ég er stoltur af þessum hring og ég veit að liðið þurfti á þessu að halda,“ sagði Lance Stroll sem ræsir annar á Williams bílnum á morgun. Hann er sá yngsti frá upphafi til að ræsa af fremstu rásröð. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Baráttan harðnaði í Belgíu Lewis Hamilton vann belgíska kappaksturinn um helgina. Með því saxaði hann forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður um helming. 30. ágúst 2017 10:30 Lewis Hamilton á ráspól á Monza Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól á morgun. Hann eignaði sér metið um fjölda ráspóla á ferlinum og er nú einn með 69 og hættur að deila metinu með Michael Schumacher. 2. september 2017 15:29 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum á Monza Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Monza brautinni. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas varð annar á fyrri æfingunni og fljótastur á þeirri seinni. 1. september 2017 17:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton náði sínum 69. ráspól á Formúlu1 ferlinum í dag í erfiðum aðstæðum á Monza brautinni á Ítalíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég er mjög spenntur yfir þessum hring. Ég elska ítalska aðdáendur, þó þeir séu flestir á bak við Ferrari. Það verður víst þurrt á morgun og það verður vonandi fallegur ítalskur dagur. Ég trúi því ekki að ég hafi náð ráspól númer 69,“ sagði Hamilton. „Þetta var flókin tímataka og erfitt að reikna út aðstæður. Það var erfitt að halda dekkjunum köldum. Í lokaatlögu minni gekk allt upp og ég er ánægður með annað sæti,“ sagði Max Verstappen sem átti annan besta tíma dagsins en þarf að sæta refsingu vegna nýrra vélaríhluta og verður því aftar á ráslínu þegar ræst verður á morgun. Verstappen ræsir 14. á morgun að öllu óbreyttu. „Þetta var gaman, í fyrstu og annarri lotu voru aðstæður erfiðar. Í þriðju lotunni var ég búinn að ná taktinum á dekkjunum og við gátum sett kraft í þetta. Það er frábært að við náðum að klára tímatökuna fyrir þá áhorfendur sem eru hér,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji í dag en þarf að sætta sig við að færast aftar sökum nýrra vélaríhluta í bíl hans. Ricciardo ræsir 17. á morgun að öllu óbreyttu. „Ég veit ekki hvað klikkaði hjá okkur í dag. Það var mikilvægt að standa sig í dag en okkur tókst það ekki. Við erum með góðan bíl og það er hægt að taka fram úr svo keppnina á morgun verður skemmtileg,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir sjötti á morgun.Lance Stroll kom öllum á óvart í dag og sennilega sjálfum sér þar með töldum.Vísir/Getty„Við vorum ekki nógu fljótir í dag. Við gátum ekki látið dekkin virka eins vel og aðrir í dag. Þetta eru langt frá því bestu aðstæður að ræsa svona aftarlega en vonandi veðrum við betri í þurru á morgun.,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir fimmti á morgun. „Við vissum að í dag væri tækifæri til að slá í gegn. Ég ólst upp við að keppa í rigningu og það er gaman að sjá það skila sér í Formúlu 1 bílnum. Það er eitt markmið á mortun, það er að landa verðlaunasæti,“ sagði Esteban Ocon sem mun ræsa þriðji á morgun á Force India bílnum. „Bíllinn var góður í dag og ég skemmti mér vel. Ég hef aldrei ekið Formúlu 1 bíl í rigningu áður. Ég er stoltur af þessum hring og ég veit að liðið þurfti á þessu að halda,“ sagði Lance Stroll sem ræsir annar á Williams bílnum á morgun. Hann er sá yngsti frá upphafi til að ræsa af fremstu rásröð.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Baráttan harðnaði í Belgíu Lewis Hamilton vann belgíska kappaksturinn um helgina. Með því saxaði hann forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður um helming. 30. ágúst 2017 10:30 Lewis Hamilton á ráspól á Monza Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól á morgun. Hann eignaði sér metið um fjölda ráspóla á ferlinum og er nú einn með 69 og hættur að deila metinu með Michael Schumacher. 2. september 2017 15:29 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum á Monza Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Monza brautinni. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas varð annar á fyrri æfingunni og fljótastur á þeirri seinni. 1. september 2017 17:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Bílskúrinn: Baráttan harðnaði í Belgíu Lewis Hamilton vann belgíska kappaksturinn um helgina. Með því saxaði hann forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður um helming. 30. ágúst 2017 10:30
Lewis Hamilton á ráspól á Monza Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól á morgun. Hann eignaði sér metið um fjölda ráspóla á ferlinum og er nú einn með 69 og hættur að deila metinu með Michael Schumacher. 2. september 2017 15:29
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum á Monza Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Monza brautinni. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas varð annar á fyrri æfingunni og fljótastur á þeirri seinni. 1. september 2017 17:15