Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Anton Ingi Leifsson skrifar 2. september 2017 13:02 Haukur í leiknum í dag. vísir/ernir Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. „Þetta var ekki skemmtilegur leikur. Það meiðir okkur að ég sé ekki að finna mig, en Martin og Hörður stigu upp. Leiðinlegt að ég gat ekki fylgt því eftir sérstaklega eftir síðasta leik," sagði Haukur Helgi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, eftir leikinn í dag. Haukur Helgi var ekki að finna sig eins vel og í fyrsta leiknum þar sem hann var stigahæsti leikmaður vallarins í tapinu gegn Grikkjum. „Mér leið vel inni á vellinum, en sum skotin voru bara ofan í og upp úr. Sum voru bara "way off" en ég þarf bara fara að fara hugleiða aðeins og horfa inn í sjálfan mig og sjá hvað ég er að gera öðruvísi í dag en í fyrradag." „Þetta var mjög leiðinlegt hvernig þetta gerðist. Mér finnst við ekkert slakari en þetta lið í sannleika sagt. Þeir eru frábært lið, hittu úr öllu og spila mjög vel. Þeir tóku okkur dálítið út úr rhytmanum." „Ég held að við þurfum að hætta að pæla aðeins í þeim og horfa á okkur sjálfa; hvernig við spilum, hvernig leikstíllinn okkar hefur verið, hvernig við komumst hingað og halda því áfram. Halda í hjartað og baráttuna."Sjá meira:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt „Við þurfum að finna fyrir aðdáendunum og leyfa þeim að drífa okkur áfram. Vera óhræddir og þora að skjóta," en byrjunin var afar góð og íslensku stuðninsgmennirnir voru vel með á nótunum. Strákarnir náðu þó ekki að fylgja því eftir. „Við byrjuðum mjög vel og þeir halda ívið okkur og koma með áhlaup. Við byrjuðum að sækja vel á körfuna og vorum að spila okkar leik, en ég veit ekki hvort við höfum hikað eftir að við vorum ekki að fá villurnar." „Mín skot voru klárlega ekki að fara ofan í. Ég þurfti að hætta hugsa svona mikið út í þetta og halda áfram að skjóta, en ég þarf bara að gíra mig upp í næsta leik." Það er skammt stórra högga á milli hjá strákunum okkar, en liðið mætir stórliði Frakklands strax á morgun. „Núna förum við bara upp á hótel og þegar við förum að sofa þá er þessi leikur bara farinn. Frakkarnir eru hrikalega sterkir og tapa fyrsta leik, en þeir koma brjálaðir til baka." „Við mötchum ekkert vel upp á móti þeim, en þeir hafa ekki þetta hjarta. Þeim finnst þeir eiga að vinna leikina finnst mér og ég held að þeir hafi komið þannig inn í Finnaleikinn sem þeir töpuðu." „Það kom mér á óvart að Finnarnir kýldu þá bara fyrst og það er eitthvað sem við þurfum að gera," sagði Haukur Helgi að lokum í samtali við Óskar í Helsinki. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. „Þetta var ekki skemmtilegur leikur. Það meiðir okkur að ég sé ekki að finna mig, en Martin og Hörður stigu upp. Leiðinlegt að ég gat ekki fylgt því eftir sérstaklega eftir síðasta leik," sagði Haukur Helgi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, eftir leikinn í dag. Haukur Helgi var ekki að finna sig eins vel og í fyrsta leiknum þar sem hann var stigahæsti leikmaður vallarins í tapinu gegn Grikkjum. „Mér leið vel inni á vellinum, en sum skotin voru bara ofan í og upp úr. Sum voru bara "way off" en ég þarf bara fara að fara hugleiða aðeins og horfa inn í sjálfan mig og sjá hvað ég er að gera öðruvísi í dag en í fyrradag." „Þetta var mjög leiðinlegt hvernig þetta gerðist. Mér finnst við ekkert slakari en þetta lið í sannleika sagt. Þeir eru frábært lið, hittu úr öllu og spila mjög vel. Þeir tóku okkur dálítið út úr rhytmanum." „Ég held að við þurfum að hætta að pæla aðeins í þeim og horfa á okkur sjálfa; hvernig við spilum, hvernig leikstíllinn okkar hefur verið, hvernig við komumst hingað og halda því áfram. Halda í hjartað og baráttuna."Sjá meira:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt „Við þurfum að finna fyrir aðdáendunum og leyfa þeim að drífa okkur áfram. Vera óhræddir og þora að skjóta," en byrjunin var afar góð og íslensku stuðninsgmennirnir voru vel með á nótunum. Strákarnir náðu þó ekki að fylgja því eftir. „Við byrjuðum mjög vel og þeir halda ívið okkur og koma með áhlaup. Við byrjuðum að sækja vel á körfuna og vorum að spila okkar leik, en ég veit ekki hvort við höfum hikað eftir að við vorum ekki að fá villurnar." „Mín skot voru klárlega ekki að fara ofan í. Ég þurfti að hætta hugsa svona mikið út í þetta og halda áfram að skjóta, en ég þarf bara að gíra mig upp í næsta leik." Það er skammt stórra högga á milli hjá strákunum okkar, en liðið mætir stórliði Frakklands strax á morgun. „Núna förum við bara upp á hótel og þegar við förum að sofa þá er þessi leikur bara farinn. Frakkarnir eru hrikalega sterkir og tapa fyrsta leik, en þeir koma brjálaðir til baka." „Við mötchum ekkert vel upp á móti þeim, en þeir hafa ekki þetta hjarta. Þeim finnst þeir eiga að vinna leikina finnst mér og ég held að þeir hafi komið þannig inn í Finnaleikinn sem þeir töpuðu." „Það kom mér á óvart að Finnarnir kýldu þá bara fyrst og það er eitthvað sem við þurfum að gera," sagði Haukur Helgi að lokum í samtali við Óskar í Helsinki.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira