Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Anton Ingi Leifsson skrifar 2. september 2017 13:02 Haukur í leiknum í dag. vísir/ernir Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. „Þetta var ekki skemmtilegur leikur. Það meiðir okkur að ég sé ekki að finna mig, en Martin og Hörður stigu upp. Leiðinlegt að ég gat ekki fylgt því eftir sérstaklega eftir síðasta leik," sagði Haukur Helgi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, eftir leikinn í dag. Haukur Helgi var ekki að finna sig eins vel og í fyrsta leiknum þar sem hann var stigahæsti leikmaður vallarins í tapinu gegn Grikkjum. „Mér leið vel inni á vellinum, en sum skotin voru bara ofan í og upp úr. Sum voru bara "way off" en ég þarf bara fara að fara hugleiða aðeins og horfa inn í sjálfan mig og sjá hvað ég er að gera öðruvísi í dag en í fyrradag." „Þetta var mjög leiðinlegt hvernig þetta gerðist. Mér finnst við ekkert slakari en þetta lið í sannleika sagt. Þeir eru frábært lið, hittu úr öllu og spila mjög vel. Þeir tóku okkur dálítið út úr rhytmanum." „Ég held að við þurfum að hætta að pæla aðeins í þeim og horfa á okkur sjálfa; hvernig við spilum, hvernig leikstíllinn okkar hefur verið, hvernig við komumst hingað og halda því áfram. Halda í hjartað og baráttuna."Sjá meira:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt „Við þurfum að finna fyrir aðdáendunum og leyfa þeim að drífa okkur áfram. Vera óhræddir og þora að skjóta," en byrjunin var afar góð og íslensku stuðninsgmennirnir voru vel með á nótunum. Strákarnir náðu þó ekki að fylgja því eftir. „Við byrjuðum mjög vel og þeir halda ívið okkur og koma með áhlaup. Við byrjuðum að sækja vel á körfuna og vorum að spila okkar leik, en ég veit ekki hvort við höfum hikað eftir að við vorum ekki að fá villurnar." „Mín skot voru klárlega ekki að fara ofan í. Ég þurfti að hætta hugsa svona mikið út í þetta og halda áfram að skjóta, en ég þarf bara að gíra mig upp í næsta leik." Það er skammt stórra högga á milli hjá strákunum okkar, en liðið mætir stórliði Frakklands strax á morgun. „Núna förum við bara upp á hótel og þegar við förum að sofa þá er þessi leikur bara farinn. Frakkarnir eru hrikalega sterkir og tapa fyrsta leik, en þeir koma brjálaðir til baka." „Við mötchum ekkert vel upp á móti þeim, en þeir hafa ekki þetta hjarta. Þeim finnst þeir eiga að vinna leikina finnst mér og ég held að þeir hafi komið þannig inn í Finnaleikinn sem þeir töpuðu." „Það kom mér á óvart að Finnarnir kýldu þá bara fyrst og það er eitthvað sem við þurfum að gera," sagði Haukur Helgi að lokum í samtali við Óskar í Helsinki. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. „Þetta var ekki skemmtilegur leikur. Það meiðir okkur að ég sé ekki að finna mig, en Martin og Hörður stigu upp. Leiðinlegt að ég gat ekki fylgt því eftir sérstaklega eftir síðasta leik," sagði Haukur Helgi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, eftir leikinn í dag. Haukur Helgi var ekki að finna sig eins vel og í fyrsta leiknum þar sem hann var stigahæsti leikmaður vallarins í tapinu gegn Grikkjum. „Mér leið vel inni á vellinum, en sum skotin voru bara ofan í og upp úr. Sum voru bara "way off" en ég þarf bara fara að fara hugleiða aðeins og horfa inn í sjálfan mig og sjá hvað ég er að gera öðruvísi í dag en í fyrradag." „Þetta var mjög leiðinlegt hvernig þetta gerðist. Mér finnst við ekkert slakari en þetta lið í sannleika sagt. Þeir eru frábært lið, hittu úr öllu og spila mjög vel. Þeir tóku okkur dálítið út úr rhytmanum." „Ég held að við þurfum að hætta að pæla aðeins í þeim og horfa á okkur sjálfa; hvernig við spilum, hvernig leikstíllinn okkar hefur verið, hvernig við komumst hingað og halda því áfram. Halda í hjartað og baráttuna."Sjá meira:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt „Við þurfum að finna fyrir aðdáendunum og leyfa þeim að drífa okkur áfram. Vera óhræddir og þora að skjóta," en byrjunin var afar góð og íslensku stuðninsgmennirnir voru vel með á nótunum. Strákarnir náðu þó ekki að fylgja því eftir. „Við byrjuðum mjög vel og þeir halda ívið okkur og koma með áhlaup. Við byrjuðum að sækja vel á körfuna og vorum að spila okkar leik, en ég veit ekki hvort við höfum hikað eftir að við vorum ekki að fá villurnar." „Mín skot voru klárlega ekki að fara ofan í. Ég þurfti að hætta hugsa svona mikið út í þetta og halda áfram að skjóta, en ég þarf bara að gíra mig upp í næsta leik." Það er skammt stórra högga á milli hjá strákunum okkar, en liðið mætir stórliði Frakklands strax á morgun. „Núna förum við bara upp á hótel og þegar við förum að sofa þá er þessi leikur bara farinn. Frakkarnir eru hrikalega sterkir og tapa fyrsta leik, en þeir koma brjálaðir til baka." „Við mötchum ekkert vel upp á móti þeim, en þeir hafa ekki þetta hjarta. Þeim finnst þeir eiga að vinna leikina finnst mér og ég held að þeir hafi komið þannig inn í Finnaleikinn sem þeir töpuðu." „Það kom mér á óvart að Finnarnir kýldu þá bara fyrst og það er eitthvað sem við þurfum að gera," sagði Haukur Helgi að lokum í samtali við Óskar í Helsinki.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira