Þarf mjög sterk rök til að loka þinghaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2017 10:38 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins vísir/stefán Formaður Blaðamannafélagsins segir að mjög sterk rök þurfi að vera til að hafa þinghald lokað. Dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen tilkynnti í morgun að skýrslutaka yfir þýskum réttarmeinafræðingi, Sebastian Kuntz, myndi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur, sem stutt hefur við bakið á aðstandendum Birnu Brjánsdóttur, skrifaði skilaboð að beiðni foreldra Birnu á Facebook. „Aðstoð við foreldra í sorg. Ég skrifa þetta að beiðni foreldra Birnu Brjánsdóttur. Sumir fjölmiðlar hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum sínum á atburðinum hræðilega. Sumar lýsingar eru þess eðlis að þær valda óbærilegum sársauka, skapa hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest, fjölskyldunnar. Það er ósk okkar að fjölmiðlar fari gætilega um leið og hugur þjóðarinnar er með fjölskyldunni. Þið megið gjarnan deila þessu ef þið eruð sammála.“ Skilaboðin fóru í mikla dreifingu en á sjöunda þúsund manns dreifðu þeim. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Skylda að koma upplýsingum á framfæri Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, er ekki sammála þessum sjónarmiðum þótt um óhemju sorglegan atburð sé að ræða. „Maður getur skilið lokuð þinghöld eins og í kynferðisbrotamálum og þar sem börn eiga í hlut,“ segir Hjálmar. Þetta sé hins vegar mjög heitt fréttamál og ekki óeðlilegt að sýna því áhuga. „Það er skylda fjölmiðla að koma upplýsingum á framfæri, þótt hún sé oft þungbær eins og ég þekki af eigin reynslu sem blaðamaður í aldarfjórðung.“ Hann bendir á að skýrsla réttarmeinafræðings sem krufði líkið hljóti að skipta miklu máli upp á framvindu málsins. Þær upplýsingar hljóti að eiga erindi við almenning.Krafa um upplýsingar „Þetta er lykilatriði í málsmeðferðinni. Ef hann (dómsformaðurinn) metur það svo að þetta sé svo viðkvæmt að fjölmiðlar geti ekki verið í dómssalnum þá hlýtur að vera gerð sú krafa til dómara að koma því sem fram kom á framfæri í einhvers konar samantekt.“ Það sé lykilatriði fyrir lýðræðislegt samfélag að dómshald sé opið. „Ég skil það sjónarmið að umfjöllun sé þungbær fyrir aðstandendur. En því verður ekki breytt að þessi óhemju sorglegi atburður gerðist. Fjölmiðlar eru að framfylgja sínu hlutverki og skyldu.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins segir að mjög sterk rök þurfi að vera til að hafa þinghald lokað. Dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen tilkynnti í morgun að skýrslutaka yfir þýskum réttarmeinafræðingi, Sebastian Kuntz, myndi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur, sem stutt hefur við bakið á aðstandendum Birnu Brjánsdóttur, skrifaði skilaboð að beiðni foreldra Birnu á Facebook. „Aðstoð við foreldra í sorg. Ég skrifa þetta að beiðni foreldra Birnu Brjánsdóttur. Sumir fjölmiðlar hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum sínum á atburðinum hræðilega. Sumar lýsingar eru þess eðlis að þær valda óbærilegum sársauka, skapa hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest, fjölskyldunnar. Það er ósk okkar að fjölmiðlar fari gætilega um leið og hugur þjóðarinnar er með fjölskyldunni. Þið megið gjarnan deila þessu ef þið eruð sammála.“ Skilaboðin fóru í mikla dreifingu en á sjöunda þúsund manns dreifðu þeim. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Skylda að koma upplýsingum á framfæri Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, er ekki sammála þessum sjónarmiðum þótt um óhemju sorglegan atburð sé að ræða. „Maður getur skilið lokuð þinghöld eins og í kynferðisbrotamálum og þar sem börn eiga í hlut,“ segir Hjálmar. Þetta sé hins vegar mjög heitt fréttamál og ekki óeðlilegt að sýna því áhuga. „Það er skylda fjölmiðla að koma upplýsingum á framfæri, þótt hún sé oft þungbær eins og ég þekki af eigin reynslu sem blaðamaður í aldarfjórðung.“ Hann bendir á að skýrsla réttarmeinafræðings sem krufði líkið hljóti að skipta miklu máli upp á framvindu málsins. Þær upplýsingar hljóti að eiga erindi við almenning.Krafa um upplýsingar „Þetta er lykilatriði í málsmeðferðinni. Ef hann (dómsformaðurinn) metur það svo að þetta sé svo viðkvæmt að fjölmiðlar geti ekki verið í dómssalnum þá hlýtur að vera gerð sú krafa til dómara að koma því sem fram kom á framfæri í einhvers konar samantekt.“ Það sé lykilatriði fyrir lýðræðislegt samfélag að dómshald sé opið. „Ég skil það sjónarmið að umfjöllun sé þungbær fyrir aðstandendur. En því verður ekki breytt að þessi óhemju sorglegi atburður gerðist. Fjölmiðlar eru að framfylgja sínu hlutverki og skyldu.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira