Erlent

Putin varar við átökum á Kóreuskaga

Samúel Karl Ólason skrifar
Vladimir Putin, forseti Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/EPA
Vladimir Putin, forseti Rússlands, varaði í dag við því að mikil spenna á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu gæti leitt til umfangsmikilla átaka á Kóreskaganum. Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra.

Forsetinn skrifaði grein á Stjórnarráðsins þar sem hann segir nauðsynlegt að leysa vanda svæðisins með beinum viðræðum. Ekki væri hægt að setja einhver skilyrði fyrir því að slíkar viðræður ættu sér stað.

Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn til meginlands Bandaríkjanna. Þá hefur Norður-Kórea hótað því að skjóta eldflaugum að Gvam.

Putin vísaði til áætlunar Rússlands og Kína sem miðar að því að ná friðið á Kóreuskaganum. Hægt væri að byrja að draga úr spennu á svæðinu með því að Bandaríkin og Suður-Kórea hættu sameiginlegum heræfingum sínum í staðinn fyrir að Norður-Kórea hætti eldflaugatilraunum sínum.

Nú á þriðjudaginn skutu Norður-Kóreumenn eldflaug sem flaug yfir norðurhluta Japan. Yfirvöld þar er ekki sátt og segja eldflaugaskotið hafa verið beina ógn gegn ríkinu. Fjölmörgum eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu á undanförnum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×