Trninic fótbraut Bjerregaard | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. september 2017 17:49 Það kom í ljós í dag að KR-ingurinn Andre Bjerregaard er fótbrotinn eftir ljóta tæklingu KA-mannsins Aleksandar Trninic í leik liðanna á dögunum. Þetta staðfesti Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, við Vísi nú síðdegis. Þar með er ljóst að Daninn spilar ekki meira með KR í sumar. Bjerregaard varð að fara af velli eftir aðeins stundarfjórðungsleik eftir tæklinguna grófu frá Trninic en hana má sjá hér að ofan. KA-maðurinn grófi var sérstaklega tekinn fyrir í Pepsi-mörkunum þar sem sérfræðingar Pepsi-markanna tóku hann engum vettlingatökum. „Það er einhvern veginn þannig með þennan ágæta mann að maður hefur það á tilfinningunni að hver leikur sem líður án þess að hann fái rautt spjald sé illa dæmdur leikur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson um Trninic í Pepsi-mörkunum. „Hann er ekkert eðlilega grófur. Þetta var hrottaleg tækling og við höfum séð alltof margar svona tæklingar þar sem boltinn er algjört aukaatriði og allt snýst um að fara í manninn. Annað hvort það eða maðurinn er yfirmáta klaufskur.“ Trninic er ekki bara grófur heldur gerir hann sig líka oftsinnis sekan um leikaraskap. „Það er sorglegt að þurfa eyða tíma í þessum þætti að fjalla um þennan mann. Þetta er ótrúlegt. Þarna ertu með 95 kílóa þurs sem hrynur niður við minnsta tilfelli og reynir síðan að fótbrjóta menn,“ sagði Óskar Hrafn. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Túfa kemur Trninic til varnar Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, segir það algjört bull að miðjumaðurinn Aleksandar Trninic sé vísvitandi að reyna að meiða andstæðinga sína. 18. september 2017 13:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Það kom í ljós í dag að KR-ingurinn Andre Bjerregaard er fótbrotinn eftir ljóta tæklingu KA-mannsins Aleksandar Trninic í leik liðanna á dögunum. Þetta staðfesti Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, við Vísi nú síðdegis. Þar með er ljóst að Daninn spilar ekki meira með KR í sumar. Bjerregaard varð að fara af velli eftir aðeins stundarfjórðungsleik eftir tæklinguna grófu frá Trninic en hana má sjá hér að ofan. KA-maðurinn grófi var sérstaklega tekinn fyrir í Pepsi-mörkunum þar sem sérfræðingar Pepsi-markanna tóku hann engum vettlingatökum. „Það er einhvern veginn þannig með þennan ágæta mann að maður hefur það á tilfinningunni að hver leikur sem líður án þess að hann fái rautt spjald sé illa dæmdur leikur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson um Trninic í Pepsi-mörkunum. „Hann er ekkert eðlilega grófur. Þetta var hrottaleg tækling og við höfum séð alltof margar svona tæklingar þar sem boltinn er algjört aukaatriði og allt snýst um að fara í manninn. Annað hvort það eða maðurinn er yfirmáta klaufskur.“ Trninic er ekki bara grófur heldur gerir hann sig líka oftsinnis sekan um leikaraskap. „Það er sorglegt að þurfa eyða tíma í þessum þætti að fjalla um þennan mann. Þetta er ótrúlegt. Þarna ertu með 95 kílóa þurs sem hrynur niður við minnsta tilfelli og reynir síðan að fótbrjóta menn,“ sagði Óskar Hrafn. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Túfa kemur Trninic til varnar Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, segir það algjört bull að miðjumaðurinn Aleksandar Trninic sé vísvitandi að reyna að meiða andstæðinga sína. 18. september 2017 13:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Túfa kemur Trninic til varnar Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, segir það algjört bull að miðjumaðurinn Aleksandar Trninic sé vísvitandi að reyna að meiða andstæðinga sína. 18. september 2017 13:00