Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 14:33 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyn, þingmanni Viðreisnar og núverandi formanni nefndarinnar á fundi hennar fyrr á árinu. Viðreisn myndaði meirihluta með minnihlutanum í nefndinni í morgun og setti Brynjar af sem formann. Vísir/Anton Brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að sér hafi verið tilkynnt það í morgun fyrir opinn fund nefndarinnar með Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að minnihlutinn ásamt Viðreisn ætluðu að kjósa nýjan formann í nefndinni. Á fundinum voru reglur er varða uppreist æru til umræðu. Aðspurður hvernig þau tíðindi hafi lagst í hann segir Brynjar að það hafi bæði verið ákveðinn léttir og ákveðin vonbrigði. „Það var ákveðinn léttir að hluta en ákveðin vonbrigði að hluta vegna þess hvernig menn ætla að gera þetta og vinna þetta. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í því. Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar að stjórnarandstaðan ætti að hafa formennsku í þessari nefnd en þau komu sér ekki saman um það svo ég sat bara svolítið með þetta í fanginu bara,“ segir Brynjar í samtali við Vísi.Kveðst alls ekki vanhæfur til að gegna formennsku í nefndinni En var þér gefin einhver ástæða fyrir því að þau vildu kjósa nýjan formann, var verið að vísa í eitthvað hugsanlegt vanhæfi eða eitthvað slíkt? „Nei, ekki þannig. Ég hef auðvitað heyrt það að einhver í stjórnarandstöðunni væru óánægð með formennsku mína sem er svo sem allt í lagi. En svo að Viðreisn skuli stökkva um borð... kannski hef ég bara móðgað þau of mikið, ég veit það ekki.“ Fram hefur komið að Brynjar sinnti eitt sinn verjendastörfum fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann sem fékk uppreist æru í fyrra. Þá þekkir hann Robert Downey sem einnig er dæmdur kynferðisbrotamaður og fékk uppreist æru sama dag og Hjalti. Brynjar segir það þó af og frá að hann sé vanhæfur til að fjalla um mál sem tengjast uppreist æru. „Að sjálfsögðu ekki. Það á eiginlega ekki að þurfa að ræða það, það er svo vitlaust að það hálfa væri nóg. Það er ekki spurning um vanhæfi í þessu. Hefði ég kannski verið ráðherra í fyrri ríkisstjórn og komið að þessum málum þá væru verk mín þar til umfjöllunar og ég gæti skilið það. En það að ég hafi varið einhvern mann í fortíðinni hefur auðvitað ekkert að segja. Það eru auðvitað vonbrigði mín að stjórnmálamenn í nefndinni skuli vera svo galnir að leggja þetta upp með þessum hætti. Það er það sorglega í þessu ferli.“Hugurinn stendur til að starfa áfram í pólitík Brynjar segir vonbrigði sín þannig snúa að því að menn séu að búa til pólitískt moldviðri úr máli sem á að skoða af yfirvegun og rólegheitum. Það sé hlutverk nefndarinnar. „Ekki að reyna ná pólitísku höggi á andstæðinginn sem er verið að gera. Ég hef svakalega lítinn húmor fyrir því í raun og veru.“ Fram kom í Fréttablaðinu í dag að Brynjar ekki væri viss um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram í næstu þingkosningum sem verða í október. Aðspurður hver staðan sé nú segir hann: „Hugur minn stendur til þess að halda áfram í pólitík en ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að sér hafi verið tilkynnt það í morgun fyrir opinn fund nefndarinnar með Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að minnihlutinn ásamt Viðreisn ætluðu að kjósa nýjan formann í nefndinni. Á fundinum voru reglur er varða uppreist æru til umræðu. Aðspurður hvernig þau tíðindi hafi lagst í hann segir Brynjar að það hafi bæði verið ákveðinn léttir og ákveðin vonbrigði. „Það var ákveðinn léttir að hluta en ákveðin vonbrigði að hluta vegna þess hvernig menn ætla að gera þetta og vinna þetta. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í því. Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar að stjórnarandstaðan ætti að hafa formennsku í þessari nefnd en þau komu sér ekki saman um það svo ég sat bara svolítið með þetta í fanginu bara,“ segir Brynjar í samtali við Vísi.Kveðst alls ekki vanhæfur til að gegna formennsku í nefndinni En var þér gefin einhver ástæða fyrir því að þau vildu kjósa nýjan formann, var verið að vísa í eitthvað hugsanlegt vanhæfi eða eitthvað slíkt? „Nei, ekki þannig. Ég hef auðvitað heyrt það að einhver í stjórnarandstöðunni væru óánægð með formennsku mína sem er svo sem allt í lagi. En svo að Viðreisn skuli stökkva um borð... kannski hef ég bara móðgað þau of mikið, ég veit það ekki.“ Fram hefur komið að Brynjar sinnti eitt sinn verjendastörfum fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann sem fékk uppreist æru í fyrra. Þá þekkir hann Robert Downey sem einnig er dæmdur kynferðisbrotamaður og fékk uppreist æru sama dag og Hjalti. Brynjar segir það þó af og frá að hann sé vanhæfur til að fjalla um mál sem tengjast uppreist æru. „Að sjálfsögðu ekki. Það á eiginlega ekki að þurfa að ræða það, það er svo vitlaust að það hálfa væri nóg. Það er ekki spurning um vanhæfi í þessu. Hefði ég kannski verið ráðherra í fyrri ríkisstjórn og komið að þessum málum þá væru verk mín þar til umfjöllunar og ég gæti skilið það. En það að ég hafi varið einhvern mann í fortíðinni hefur auðvitað ekkert að segja. Það eru auðvitað vonbrigði mín að stjórnmálamenn í nefndinni skuli vera svo galnir að leggja þetta upp með þessum hætti. Það er það sorglega í þessu ferli.“Hugurinn stendur til að starfa áfram í pólitík Brynjar segir vonbrigði sín þannig snúa að því að menn séu að búa til pólitískt moldviðri úr máli sem á að skoða af yfirvegun og rólegheitum. Það sé hlutverk nefndarinnar. „Ekki að reyna ná pólitísku höggi á andstæðinginn sem er verið að gera. Ég hef svakalega lítinn húmor fyrir því í raun og veru.“ Fram kom í Fréttablaðinu í dag að Brynjar ekki væri viss um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram í næstu þingkosningum sem verða í október. Aðspurður hver staðan sé nú segir hann: „Hugur minn stendur til þess að halda áfram í pólitík en ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09
Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14
Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22