Sjötíu ungar konur á Íslandi leita að sykurpabba: „Ég viðurkenni alveg að ég svaf hjá einhverjum þeirra“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. september 2017 07:00 Margar stúlknanna sem skráðar eru á síðuna hér á landi eru háskólanemar í leit að fjárhagslegum stuðningi. Myndin er sviðsett. Vísir/Anton Brink Í kringum sjötíu ungar konur hér á landi eru skráðar á alþjóðlega síðu fyrir fólk sem óskar eftir því að styðja einhvern fjárhagslega eða fá fjárhagslegan stuðning, svokallað Sugar Daddy / Sugar Mommy og Sugar Baby fyrirkomulag. Að minnsta kosti 15 karlar eru skráðir hér á landi í leit að konu til þess að hugsa um sig fjárhagslega. Allir notendur síðunnar birta af sér mynd en hugsanlegt er að einhverjir skrái annað nafn en sitt eigið. Íslensku stúlkurnar sem eru skráðir notendur skrifa stutta lýsingu á persónuleika sínum og hverju þær óska eftir. Margar þeirra eru háskólanemar. Þar skrifa nokkrar að þær leiti að Sugar Daddy til þess að styðja sig fjárhagslega. Ein skrifar: „Ung íslensk stúlka leitar að lúxuslífsstíl.“ Flestar stúlkurnar sem eru skráðar hér á landi eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu en einhverjar segjast staðsettar á Akureyri. Upplýsingarnar sem stúlkur skrá um sig á síðuna eru meðal annars varðandi hæð, líkamsbyggingu, áfengisneyslu, reykingar, fjölda barna, sambandsstöðu og fleira. Þær eru beðnar að taka það fram hvort þær séu að leita að karlmönnum, konum eða hvoru tveggja og einnig hvaða lífsstílsvæntingar þær hafi. Allar þurfa þær líka að skrá hverju þær leita eftir, hvort þær eigi gilt vegabréf, séu opnar fyrir ferðalögum, séu með húðflúr og fleira.„Ekki alltaf þess virði“ „Þegar maður skráir sig á síðuna þá getur einhver haft samband og beðið mann að hitta sig fyrir endurgjald,“ segir unga kona sem skráð er á síðuna í samtali við Vísi. Konan, sem er háskólanemi, var til í að ræða við Vísi um reynslu sína af síðunni undir nafnleynd. Sjálf hefur hún verið með aðgang í rúmt ár en hefur ekki hitt neinn í gegnum síðuna síðustu sex mánuði. Ástæða þess að konan hætti að nota síðuna var að henni fannst þetta vera of mikið vesen. Það er stressandi að fara að hitta einhvern sem þú þekkir ekki. Svo var þetta ekki alltaf þess virði, ekki nógu miklir peningar eða þeir voru að biðja um eitthvað sem maður var ekki til í. Þegar hún var beðin um að lýsa síðunni í nokkrum orðum svaraði hún að þetta væri síða fyrir gamla karla sem að vilja upplyftingu í lífið. Hún segist sjálf ekki hafa verið að leita einhverjum einum til þess að styðja sig fjárhagslega í einhvern tíma en veit að margir hafa verið með slíkt samkomulag í jafnvel einhver ár. „Ég veit að í einhverjum tilfellum er verið að kaupa gjafir og bjóða í ferðir og þess háttar. Mér hefur alveg verið boðið til útlanda en mér finnst of mikið að fara til útlanda að hitta einhvern í fyrsta skipti.“Skjáskot af auglýsingu á síðunni þar sem fram kemur hverju viðkomandi stúlka er að leita eftir.Fékk 100 þúsund krónur fyrir sólahring Hún segir mjög mismunandi hvað fólk borgi fyrir að hitta einhvern í gegnum síðuna. „Ég hef alveg farið og fengið mér drykk með einhverjum og fengið 40 þúsund. Síðan hef ég líka hitt einhvern og verið með honum í sólahring og þá fékk ég hundrað þúsund. Það er samningsatriði að ákveða hvað þetta mun kosta.“ Maðurinn sem borgaði henni fyrir að vera með sér í sólahring byrjaði á að eyða með henni nótt á hóteli. „Við fórum svo lítinn hring í kringum landið og gerðum ýmislegt.“ Konan telur að hún hafi allavega hitt átta karlmenn í gegnum síðuna en eitt skipti fékk hún mikið borgað fyrir að hitta mann sem vildi bara sjá hana. „Langoftast var þetta skemmtilegt en svo voru tvö skipti þar sem mér fannst leiðinlegt og leið óþægilega. Til dæmis fór ég með einum út að borða í hádeginu og hann var geðveikt mikið að reyna að fá mig með sér aftur heim upp á hótel til að sofa saman og ég var ekki til í það. Hann varð þá geðveikt fúll.“Upplifir þetta ekki sem vændi Unga konan viðurkennir að hafa stundað kynlíf með nokkrum mönnum sem hún fór og hitti. „Ég myndi segja að þeir hafi verið flestir með mjög háar væntingar, um að maður sé tæknilega séð bara að bjóða vændi. Þetta byrjaði alltaf þannig að við hittumst á opnu svæði en ef mér leist á einhvern þá viðurkenni ég alveg að ég svaf hjá einhverjum þeirra. Ég var ekkert endilega bara að gera það út af peningnum heldur líka af því að mér leist á manneskjuna.“ Hún segir að það hafi verið greitt aukalega fyrir það og það hefði verið rætt á staðnum. „Þá snerist þetta um það hvað ég væri til í og hvað hann væri til í að borga.“ Í hennar tilfellum hafi aldrei verið rætt fyrirfram um nein mörk. „Það er í rauninni bara allt opið, svo er þetta bara spurning á milli þeirra sem hittast, hvað verður gert.“ Aðspurð af hverju hún skilgreini þetta ekki sem vændi svarar hún:Ég geri mér ótrúlega grein fyrir því að þetta er alveg á gráu svæði en ég upplifi þetta ekki þannig. Ég væri samt alveg sammála því að það væri hægt að flokka þetta sem vændi, þetta kemur alveg þannig út.Síðan auglýsir að stúlkur geti átt von á að fara í verslunarferðir, borða flottan mat og heimsækja framandi staði.NORDICPHOTOS/GETTYSér ekki eftir neinu Allir sem hún hafi verið í samskiptum við í gegnum síðuna hafi verið útlendingar í heimsókn hér á landi. „Þetta voru allt erlendir aðilar, karlmenn. Bara svona ríkir buisnesskarlar sem eru hér í einhverju viðskiptaerindi“ Hún hitti mennina aðeins einu sinni en var áfram í samskiptum við einn þeirra áfram í gegnum samfélagsmiðla og er það ennþá í dag. Hún segist ekki gera sér grein fyrir heildarupphæðinni en hún hafi að minnsta kosti fengið greiddar 350 þúsund krónur frá þeim mönnum sem hún hitti í gegnum síðuna. „Mig vantaði pening og var geðveikt til í að gera eitthvað skemmtilegt. Mér vantaði samt ekkert það mikinn pening að ég hafi þurft að gera þetta,“ segir stúlkan spurð um það af hverju hún hafi upprunalega skráð sig á síðuna. Hún segir að hún hafi heyrt fyrst af síðunni í bíómynd. „Ég sé ekkert eftir því sko,“ segir stúlkan en hún stefnir ekki á að hitta fleiri menn í gegnum síðuna. „Ég man að ég var alltaf geðveikt stressuð áður en ég fór en síðan var þetta alltaf skemmtilegt. Það er stressið áður en maður fer sem að gerir þetta pínu yfirþyrmandi.“ Hún segir að það hafi aldrei komið upp aðstæður þar sem hún hafi verið hrædd um öryggi sitt. Hún lét alltaf vinkonur sínar vita áður en hún fór að hitta mennina.Við hittumst alltaf fyrst einhvers staðar á almannafæri.Skjáskot af síðunni„Vertu dekruð“ Á síðunni sjálfri kemur fram að þetta sé síða sem skapi sambönd á þínum forsendum. Þar geti fallegt fólk sem nýtur velgengni náð sambandi sem báðir aðilar græði á. Báðum kynjum er boðið að skrá hvort þau leiti að einhverjum til þess að styðja fjárhagslega (Sugar Daddy / Sugar Mommy) eða hvort þau séu í leit að einhverjum til þess að styðja sig (Sugar Baby). „Vertu dekruð. Njóttu þess að versla mikið, borða dýran mat og fara í frí til framandi staða,“ er skrifað til kvenkyns notenda. Til karlanna er skrifað: „Endurskilgreindu væntingar hins fullkomna sambands.“ Þar kemur fram að fjórum sinnum fleiri konur séu skráðar á síðuna en karlar. „Leita að einhverjum til þess að hjálpa til við að borga reikningana mína og fleira, þarf auka pening til þess að geta hugsað um son minn,“ skrifar ein íslensk stúlka á síðuna. Sumar taka sérstaklega fram að þær séu alls ekki að leita að einhverjum sem vilji greiða fyrir kynlíf. Ein þeirra skrifar: „Ég vil vita hvernig það er að líða eins og prinsessu og sjá heiminn frá öðru sjónarhorni. Ég er bara ung einu sinni.“ Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur lögreglunnar kannaðist ekki við síðuna þegar blaðamaður ræddi við hana um málið. Aldra Hrönn sagði að lögreglan myndi kynna sér málið. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Í kringum sjötíu ungar konur hér á landi eru skráðar á alþjóðlega síðu fyrir fólk sem óskar eftir því að styðja einhvern fjárhagslega eða fá fjárhagslegan stuðning, svokallað Sugar Daddy / Sugar Mommy og Sugar Baby fyrirkomulag. Að minnsta kosti 15 karlar eru skráðir hér á landi í leit að konu til þess að hugsa um sig fjárhagslega. Allir notendur síðunnar birta af sér mynd en hugsanlegt er að einhverjir skrái annað nafn en sitt eigið. Íslensku stúlkurnar sem eru skráðir notendur skrifa stutta lýsingu á persónuleika sínum og hverju þær óska eftir. Margar þeirra eru háskólanemar. Þar skrifa nokkrar að þær leiti að Sugar Daddy til þess að styðja sig fjárhagslega. Ein skrifar: „Ung íslensk stúlka leitar að lúxuslífsstíl.“ Flestar stúlkurnar sem eru skráðar hér á landi eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu en einhverjar segjast staðsettar á Akureyri. Upplýsingarnar sem stúlkur skrá um sig á síðuna eru meðal annars varðandi hæð, líkamsbyggingu, áfengisneyslu, reykingar, fjölda barna, sambandsstöðu og fleira. Þær eru beðnar að taka það fram hvort þær séu að leita að karlmönnum, konum eða hvoru tveggja og einnig hvaða lífsstílsvæntingar þær hafi. Allar þurfa þær líka að skrá hverju þær leita eftir, hvort þær eigi gilt vegabréf, séu opnar fyrir ferðalögum, séu með húðflúr og fleira.„Ekki alltaf þess virði“ „Þegar maður skráir sig á síðuna þá getur einhver haft samband og beðið mann að hitta sig fyrir endurgjald,“ segir unga kona sem skráð er á síðuna í samtali við Vísi. Konan, sem er háskólanemi, var til í að ræða við Vísi um reynslu sína af síðunni undir nafnleynd. Sjálf hefur hún verið með aðgang í rúmt ár en hefur ekki hitt neinn í gegnum síðuna síðustu sex mánuði. Ástæða þess að konan hætti að nota síðuna var að henni fannst þetta vera of mikið vesen. Það er stressandi að fara að hitta einhvern sem þú þekkir ekki. Svo var þetta ekki alltaf þess virði, ekki nógu miklir peningar eða þeir voru að biðja um eitthvað sem maður var ekki til í. Þegar hún var beðin um að lýsa síðunni í nokkrum orðum svaraði hún að þetta væri síða fyrir gamla karla sem að vilja upplyftingu í lífið. Hún segist sjálf ekki hafa verið að leita einhverjum einum til þess að styðja sig fjárhagslega í einhvern tíma en veit að margir hafa verið með slíkt samkomulag í jafnvel einhver ár. „Ég veit að í einhverjum tilfellum er verið að kaupa gjafir og bjóða í ferðir og þess háttar. Mér hefur alveg verið boðið til útlanda en mér finnst of mikið að fara til útlanda að hitta einhvern í fyrsta skipti.“Skjáskot af auglýsingu á síðunni þar sem fram kemur hverju viðkomandi stúlka er að leita eftir.Fékk 100 þúsund krónur fyrir sólahring Hún segir mjög mismunandi hvað fólk borgi fyrir að hitta einhvern í gegnum síðuna. „Ég hef alveg farið og fengið mér drykk með einhverjum og fengið 40 þúsund. Síðan hef ég líka hitt einhvern og verið með honum í sólahring og þá fékk ég hundrað þúsund. Það er samningsatriði að ákveða hvað þetta mun kosta.“ Maðurinn sem borgaði henni fyrir að vera með sér í sólahring byrjaði á að eyða með henni nótt á hóteli. „Við fórum svo lítinn hring í kringum landið og gerðum ýmislegt.“ Konan telur að hún hafi allavega hitt átta karlmenn í gegnum síðuna en eitt skipti fékk hún mikið borgað fyrir að hitta mann sem vildi bara sjá hana. „Langoftast var þetta skemmtilegt en svo voru tvö skipti þar sem mér fannst leiðinlegt og leið óþægilega. Til dæmis fór ég með einum út að borða í hádeginu og hann var geðveikt mikið að reyna að fá mig með sér aftur heim upp á hótel til að sofa saman og ég var ekki til í það. Hann varð þá geðveikt fúll.“Upplifir þetta ekki sem vændi Unga konan viðurkennir að hafa stundað kynlíf með nokkrum mönnum sem hún fór og hitti. „Ég myndi segja að þeir hafi verið flestir með mjög háar væntingar, um að maður sé tæknilega séð bara að bjóða vændi. Þetta byrjaði alltaf þannig að við hittumst á opnu svæði en ef mér leist á einhvern þá viðurkenni ég alveg að ég svaf hjá einhverjum þeirra. Ég var ekkert endilega bara að gera það út af peningnum heldur líka af því að mér leist á manneskjuna.“ Hún segir að það hafi verið greitt aukalega fyrir það og það hefði verið rætt á staðnum. „Þá snerist þetta um það hvað ég væri til í og hvað hann væri til í að borga.“ Í hennar tilfellum hafi aldrei verið rætt fyrirfram um nein mörk. „Það er í rauninni bara allt opið, svo er þetta bara spurning á milli þeirra sem hittast, hvað verður gert.“ Aðspurð af hverju hún skilgreini þetta ekki sem vændi svarar hún:Ég geri mér ótrúlega grein fyrir því að þetta er alveg á gráu svæði en ég upplifi þetta ekki þannig. Ég væri samt alveg sammála því að það væri hægt að flokka þetta sem vændi, þetta kemur alveg þannig út.Síðan auglýsir að stúlkur geti átt von á að fara í verslunarferðir, borða flottan mat og heimsækja framandi staði.NORDICPHOTOS/GETTYSér ekki eftir neinu Allir sem hún hafi verið í samskiptum við í gegnum síðuna hafi verið útlendingar í heimsókn hér á landi. „Þetta voru allt erlendir aðilar, karlmenn. Bara svona ríkir buisnesskarlar sem eru hér í einhverju viðskiptaerindi“ Hún hitti mennina aðeins einu sinni en var áfram í samskiptum við einn þeirra áfram í gegnum samfélagsmiðla og er það ennþá í dag. Hún segist ekki gera sér grein fyrir heildarupphæðinni en hún hafi að minnsta kosti fengið greiddar 350 þúsund krónur frá þeim mönnum sem hún hitti í gegnum síðuna. „Mig vantaði pening og var geðveikt til í að gera eitthvað skemmtilegt. Mér vantaði samt ekkert það mikinn pening að ég hafi þurft að gera þetta,“ segir stúlkan spurð um það af hverju hún hafi upprunalega skráð sig á síðuna. Hún segir að hún hafi heyrt fyrst af síðunni í bíómynd. „Ég sé ekkert eftir því sko,“ segir stúlkan en hún stefnir ekki á að hitta fleiri menn í gegnum síðuna. „Ég man að ég var alltaf geðveikt stressuð áður en ég fór en síðan var þetta alltaf skemmtilegt. Það er stressið áður en maður fer sem að gerir þetta pínu yfirþyrmandi.“ Hún segir að það hafi aldrei komið upp aðstæður þar sem hún hafi verið hrædd um öryggi sitt. Hún lét alltaf vinkonur sínar vita áður en hún fór að hitta mennina.Við hittumst alltaf fyrst einhvers staðar á almannafæri.Skjáskot af síðunni„Vertu dekruð“ Á síðunni sjálfri kemur fram að þetta sé síða sem skapi sambönd á þínum forsendum. Þar geti fallegt fólk sem nýtur velgengni náð sambandi sem báðir aðilar græði á. Báðum kynjum er boðið að skrá hvort þau leiti að einhverjum til þess að styðja fjárhagslega (Sugar Daddy / Sugar Mommy) eða hvort þau séu í leit að einhverjum til þess að styðja sig (Sugar Baby). „Vertu dekruð. Njóttu þess að versla mikið, borða dýran mat og fara í frí til framandi staða,“ er skrifað til kvenkyns notenda. Til karlanna er skrifað: „Endurskilgreindu væntingar hins fullkomna sambands.“ Þar kemur fram að fjórum sinnum fleiri konur séu skráðar á síðuna en karlar. „Leita að einhverjum til þess að hjálpa til við að borga reikningana mína og fleira, þarf auka pening til þess að geta hugsað um son minn,“ skrifar ein íslensk stúlka á síðuna. Sumar taka sérstaklega fram að þær séu alls ekki að leita að einhverjum sem vilji greiða fyrir kynlíf. Ein þeirra skrifar: „Ég vil vita hvernig það er að líða eins og prinsessu og sjá heiminn frá öðru sjónarhorni. Ég er bara ung einu sinni.“ Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur lögreglunnar kannaðist ekki við síðuna þegar blaðamaður ræddi við hana um málið. Aldra Hrönn sagði að lögreglan myndi kynna sér málið.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira