Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2017 23:15 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Stefnan hjá Vinstri grænum er sett á félagshyggjustjórn. vísir/anton brink „Ég tala fyrir því að VG stefnir á það að fara í ríkisstjórn að loknum kosningum og leiða félagshyggjustjórn. Það verður náttúrulega ekki nema að við náum góðum árangri þannig að það er náttúrulega verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Vinstri græn blésu í kvöld til fundar á Vesturgötu 7 til að „fara yfir stöðuna sem upp er komin í stjórnmálunum,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Katrín segir að félagsmenn séu tilbúnir í kosningar og að samhljómur sé um að áherslur flokksins eigi fullt erindi. Hún segir að flokkurinn fari fram með sömu áherslur og fyrir ári vegna þess að liðsmönnum Vinstri grænna finnist „lítið sem ekkert hafa miðað fram þegar kemur að uppbyggingu í skólamálum, heilbrigðiskerfinu og þegar kemur að því að leiðrétta stöðu öryrkja og aldraðra og verst settu hópanna,“ segir Katrín. „Þessi umræða snýst bara um það hver ætlar að starfa með okkur og að okkar áherslum,“ segir Katrín þegar hún er spurð hvort Vinstri græn ætli sér að starfa með Sjálfstæðisflokkum að loknum kosningum. „Við höfum sýnt það með okkar verkum að við erum ekki að fara í ríkisstjórn til að fara í valdastóla heldur til þess að hafa áhrif og það þarf ekkert að efast um okkar heilindi í því,“ segir Katrín að lokum. Á fimmtudaginn verður annar fundur haldinn þar sem ákveðið verður hvort flokkurinn fari í uppstillingu eða forval en Katrín segir ljóst að þau þurfi að vinna mjög hratt.Hér að neðan er mynd sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, tók í kvöld á fundinum.Húsfyllir á félagsfundi VGR. Kata með þrusuræðu! Við í VG erum meira en tilbúin í þessar kosningar ! #vinstrigraen #vg pic.twitter.com/NHboqdegXK— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 18, 2017 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Ég tala fyrir því að VG stefnir á það að fara í ríkisstjórn að loknum kosningum og leiða félagshyggjustjórn. Það verður náttúrulega ekki nema að við náum góðum árangri þannig að það er náttúrulega verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Vinstri græn blésu í kvöld til fundar á Vesturgötu 7 til að „fara yfir stöðuna sem upp er komin í stjórnmálunum,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Katrín segir að félagsmenn séu tilbúnir í kosningar og að samhljómur sé um að áherslur flokksins eigi fullt erindi. Hún segir að flokkurinn fari fram með sömu áherslur og fyrir ári vegna þess að liðsmönnum Vinstri grænna finnist „lítið sem ekkert hafa miðað fram þegar kemur að uppbyggingu í skólamálum, heilbrigðiskerfinu og þegar kemur að því að leiðrétta stöðu öryrkja og aldraðra og verst settu hópanna,“ segir Katrín. „Þessi umræða snýst bara um það hver ætlar að starfa með okkur og að okkar áherslum,“ segir Katrín þegar hún er spurð hvort Vinstri græn ætli sér að starfa með Sjálfstæðisflokkum að loknum kosningum. „Við höfum sýnt það með okkar verkum að við erum ekki að fara í ríkisstjórn til að fara í valdastóla heldur til þess að hafa áhrif og það þarf ekkert að efast um okkar heilindi í því,“ segir Katrín að lokum. Á fimmtudaginn verður annar fundur haldinn þar sem ákveðið verður hvort flokkurinn fari í uppstillingu eða forval en Katrín segir ljóst að þau þurfi að vinna mjög hratt.Hér að neðan er mynd sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, tók í kvöld á fundinum.Húsfyllir á félagsfundi VGR. Kata með þrusuræðu! Við í VG erum meira en tilbúin í þessar kosningar ! #vinstrigraen #vg pic.twitter.com/NHboqdegXK— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 18, 2017
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira