Segir skilið við Frelsisflokkinn og leggur stuðning sinn við Flokk fólksins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2017 18:31 Margrét Friðriksdóttir styður nú Flokk fólksins. Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur, hefur yfirgefið Frelsisflokkinn vegna trúnaðarbrests. DV sagði fyrst frá þessu. Í samtali við Vísi segist Margrét leggja alfarið stuðning sinn við Flokk fólksins og hyggst hún leggja honum liðsinni sitt þrátt fyrir að hafa ekki hug á því að bjóða sig fram til Alþingiskosninga. Margréti þykir starfsvettvangurinn á Alþingi ekki spennandi. „Það eru kosningar hérna árlega,“ segir Margrét um þessa miklu umrótatíma. Margrét segist áhugasöm um borgarmálin en hún útilokar ekki mögulegt framboð til borgarstjórnarkosninga undir merkjum Flokks fólksins þegar að því kemur.Afhuga flokki sem hún segir hverfast um eitt málefniAðspurð svarar Margrét að trúnaðarbresturinn í Frelsisflokknum felist aðallega í því að forysta flokksins feti braut sem sé þvert á samþykktir aðalfundar. Margrét segist ekki vilja tilheyra flokki sem hverfist einungis um innflytjendamál en hún segir ýmsa aðila innan Frelsisflokksins nýverið tala um flokkinn sem „þjóðhyggjuflokk.“ „Ákveðin var viss nálgun á aðalfundi sem var andstaða við þetta Þjóðfylkingardæmi. Ég sagði alveg skírt í upphafi að ég myndi ekki taka þátt í neinni Þjóðfylkingu í öðru veldi. Ég lýsti minni nálgun mjög skírt. Mín nálgun er mjög lík þeirri hjá Flokki fólksins og hjá Ingu Sæland. Ég vildi fara mildara í hlutina og ég vil líka einblína á önnur málefni sem ég tel ekki síður mikilvæg; innanríkismálefni eins og fátækt, húsnæðismál og menntamál. Þetta eru mál sem eru miklu ofar á baugi, að mínu mati, heldur en einhver innflytjendamál,“ segir Margrét um ásteytingarefnið.Vildi sameina smærri framboðMargrét sá ætíð fyrir sér sameiningu smærri framboða. „Þá var ég að skoða Flokk fólksins og ég var búin að ræða það við Ingu og Frelsisflokkinn og jafnvel Framfaraflokkinn sem mér skilst að átti að stofna núna í haust,“ bætir hún við. Hún segir að hugmynd þessi hafi mælst vel fyrir á aðalfundinn og að meirihluti Frelsisflokksins hefði tekið undir með henni en að ekkert hafi orðið úr þessu.Finnur hugsjón sinni farveg hjá Flokki fólksinsMargrét segist treysta Ingu Sæland fullkomlega til þess að veita flokknum forystu og hún telur brýnt að sem flestir styðji flokkinn og Ingu til þess að Flokkur fólksins fái sem mest fylgi. Tengdar fréttir Margrét Friðriksdóttir íhugar framboð í borginni Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og einn stjórnandi Facebook hópsins Stjórnmálaspjallsins íhugar að bjóða sig fram til borgarstjórnar í sveitastjórnarkosningunum næsta vor. 11. ágúst 2017 16:18 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur, hefur yfirgefið Frelsisflokkinn vegna trúnaðarbrests. DV sagði fyrst frá þessu. Í samtali við Vísi segist Margrét leggja alfarið stuðning sinn við Flokk fólksins og hyggst hún leggja honum liðsinni sitt þrátt fyrir að hafa ekki hug á því að bjóða sig fram til Alþingiskosninga. Margréti þykir starfsvettvangurinn á Alþingi ekki spennandi. „Það eru kosningar hérna árlega,“ segir Margrét um þessa miklu umrótatíma. Margrét segist áhugasöm um borgarmálin en hún útilokar ekki mögulegt framboð til borgarstjórnarkosninga undir merkjum Flokks fólksins þegar að því kemur.Afhuga flokki sem hún segir hverfast um eitt málefniAðspurð svarar Margrét að trúnaðarbresturinn í Frelsisflokknum felist aðallega í því að forysta flokksins feti braut sem sé þvert á samþykktir aðalfundar. Margrét segist ekki vilja tilheyra flokki sem hverfist einungis um innflytjendamál en hún segir ýmsa aðila innan Frelsisflokksins nýverið tala um flokkinn sem „þjóðhyggjuflokk.“ „Ákveðin var viss nálgun á aðalfundi sem var andstaða við þetta Þjóðfylkingardæmi. Ég sagði alveg skírt í upphafi að ég myndi ekki taka þátt í neinni Þjóðfylkingu í öðru veldi. Ég lýsti minni nálgun mjög skírt. Mín nálgun er mjög lík þeirri hjá Flokki fólksins og hjá Ingu Sæland. Ég vildi fara mildara í hlutina og ég vil líka einblína á önnur málefni sem ég tel ekki síður mikilvæg; innanríkismálefni eins og fátækt, húsnæðismál og menntamál. Þetta eru mál sem eru miklu ofar á baugi, að mínu mati, heldur en einhver innflytjendamál,“ segir Margrét um ásteytingarefnið.Vildi sameina smærri framboðMargrét sá ætíð fyrir sér sameiningu smærri framboða. „Þá var ég að skoða Flokk fólksins og ég var búin að ræða það við Ingu og Frelsisflokkinn og jafnvel Framfaraflokkinn sem mér skilst að átti að stofna núna í haust,“ bætir hún við. Hún segir að hugmynd þessi hafi mælst vel fyrir á aðalfundinn og að meirihluti Frelsisflokksins hefði tekið undir með henni en að ekkert hafi orðið úr þessu.Finnur hugsjón sinni farveg hjá Flokki fólksinsMargrét segist treysta Ingu Sæland fullkomlega til þess að veita flokknum forystu og hún telur brýnt að sem flestir styðji flokkinn og Ingu til þess að Flokkur fólksins fái sem mest fylgi.
Tengdar fréttir Margrét Friðriksdóttir íhugar framboð í borginni Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og einn stjórnandi Facebook hópsins Stjórnmálaspjallsins íhugar að bjóða sig fram til borgarstjórnar í sveitastjórnarkosningunum næsta vor. 11. ágúst 2017 16:18 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Margrét Friðriksdóttir íhugar framboð í borginni Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og einn stjórnandi Facebook hópsins Stjórnmálaspjallsins íhugar að bjóða sig fram til borgarstjórnar í sveitastjórnarkosningunum næsta vor. 11. ágúst 2017 16:18