Kirkjan neitar að upplýsa um kynferðisbrot starfsmanna Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2017 05:00 Frá prestastefnu á Húsavík. Vísir/GVA Þjóðkirkjan neitar að svara fyrirspurn Fréttablaðsins um eðli þeirra 27 mála á síðustu tíu árum sem komið hafa til kasta fagnefndar kirkjunnar um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fjögur börn brotaþolar í þessum málum. Fagnefndin á samkvæmt reglum aðeins að taka á móti málum þar sem starfsmenn kirkjunnar eru gerendur kynferðisofbeldis.Elína Hrund Kristjánsdóttir.Tíu málum lokið „í sátt“ Í Fréttablaðinu þann 11. september er greint frá því að 27 mál hafi komið til kasta nefndarinnar á síðustu tíu árum, misalvarleg eftir eðli brota þeirra. Fréttablaðið óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um þessi 27 mál. „Um tíu þessara mála var lokið í sátt,“ sögðu forráðamenn þjóðkirkjunnar. Óskað var eftir nánari upplýsingum um eðli þessara 27 brota, úr hvaða sóknum þær væru, hversu margir þolendur væru í málunum og hversu margir þolendur væru börn. Hvaða stöðu innan kirkjunnar meintir gerendur hefðu og hvort þeir störfuðu náið með börnum innan kirkjunnar. „Það er skýr stefna kirkjunnar að þolendur kynferðisbrota fái sérstaka umhyggju og stuðning,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/VilhelmVeita brotaþolum stuðning „Tilgangur ráðsins er einkum að veita brotaþolum sálgæslu og stuðning. Það er kirkjunni mikilvægt að þau sem til ráðsins leita upplifi öryggi og njóti persónuverndar. Trúnaður um einstök mál og þá einstaklinga sem í hlut eiga verður að vera hafinn yfir allan vafa.“ Vitað er að að minnsta kosti fjórir þolendur í þessum málum kirkjunnar á síðustu tíu árum eru börn. Einnig hafa á þessu tímabili mál borist í fjölmiðla eins og mál Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi, sem kærður var fyrir kynferðisofbeldi gegn tveimur börnum í söfnuði hans. „Fyrirspurn blaðamanns laut einnig að merkingu þess að ljúka málum með sátt. Í því felst að sá sem leitar til fagráðsins, lýsir sig sáttan við þá málsmeðferð og úrlausn, ef við á, sem veitt var,“ segir Elína Hrund enn fremur í skriflegu svari til Fréttablaðsins um málið. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Þjóðkirkjan neitar að svara fyrirspurn Fréttablaðsins um eðli þeirra 27 mála á síðustu tíu árum sem komið hafa til kasta fagnefndar kirkjunnar um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fjögur börn brotaþolar í þessum málum. Fagnefndin á samkvæmt reglum aðeins að taka á móti málum þar sem starfsmenn kirkjunnar eru gerendur kynferðisofbeldis.Elína Hrund Kristjánsdóttir.Tíu málum lokið „í sátt“ Í Fréttablaðinu þann 11. september er greint frá því að 27 mál hafi komið til kasta nefndarinnar á síðustu tíu árum, misalvarleg eftir eðli brota þeirra. Fréttablaðið óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um þessi 27 mál. „Um tíu þessara mála var lokið í sátt,“ sögðu forráðamenn þjóðkirkjunnar. Óskað var eftir nánari upplýsingum um eðli þessara 27 brota, úr hvaða sóknum þær væru, hversu margir þolendur væru í málunum og hversu margir þolendur væru börn. Hvaða stöðu innan kirkjunnar meintir gerendur hefðu og hvort þeir störfuðu náið með börnum innan kirkjunnar. „Það er skýr stefna kirkjunnar að þolendur kynferðisbrota fái sérstaka umhyggju og stuðning,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/VilhelmVeita brotaþolum stuðning „Tilgangur ráðsins er einkum að veita brotaþolum sálgæslu og stuðning. Það er kirkjunni mikilvægt að þau sem til ráðsins leita upplifi öryggi og njóti persónuverndar. Trúnaður um einstök mál og þá einstaklinga sem í hlut eiga verður að vera hafinn yfir allan vafa.“ Vitað er að að minnsta kosti fjórir þolendur í þessum málum kirkjunnar á síðustu tíu árum eru börn. Einnig hafa á þessu tímabili mál borist í fjölmiðla eins og mál Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi, sem kærður var fyrir kynferðisofbeldi gegn tveimur börnum í söfnuði hans. „Fyrirspurn blaðamanns laut einnig að merkingu þess að ljúka málum með sátt. Í því felst að sá sem leitar til fagráðsins, lýsir sig sáttan við þá málsmeðferð og úrlausn, ef við á, sem veitt var,“ segir Elína Hrund enn fremur í skriflegu svari til Fréttablaðsins um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira