Hamilton: Um leið og fór að rigna vissi ég að ég myndi vinna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. september 2017 16:00 Lewis Hamilton fagnaði innilega eftir keppnina. Vísir/Getty Lewis Hamilton gerði allt rétt í dag. Hann jók forskot sitt á Sebastian Vettel upp í 28 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Það er magnað afrek hjá liðinu að ná í fyrsta og þriðja sæti hér. Guð blessaði mig í dag með þessu atviki Ferrari. Daniel [Ricciardo] barðist vel í dag. Ég er feginn að við náðum að landa þessu. Um leið og fór að rigna vissi ég að ég myndi vinna,“ sagði Hamilton sem vann í dag sína þriðju keppni í röð. „Ég kann vel við mig á þessari braut. Okkur skorti aðeins upp á hraðan í dag sem við höfðum á föstudag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð annar á Red Bull. „Auðvitað var þetta næstum fullkomin niðurstaða fyrir okkur úr því sem komið var. Það er enn nóg af tækifærum til að taka fram úr Sebastian [Vettel] í stigakeppni ökumanna,“ sagði Valtteri Bottas sem tókst að landa þriðja sætinu á Mercedes. „Fyrsta beygjan var ótrúleg og endirinn á keppninni var magnaður. Við erum greinilega á réttri leið. Lewis ók frábæra keppni í dag. Þetta var klárlega skref fram á við. Þetta var ekki slæmur dagur fyrir okkur,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1.Árekstur í ræsingu.Vísir/Getty„Ég skil ekki hvernig Ferrari getur sagt að þetta atvik sé Max [Verstappen] að kenna. Ég held að það sé ekki nokkur leið til að rökstyðja það. Max hélt beinni línu og gat ekki einfaldlega látið sig hverfa. Daniel var að missa olíuþrýsting á gírkassanum og hann þurfti að halda því í skefjum næstum alla keppnina og hann stóð sig ótrúlega vel í að halda því gangandi“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Svona er kappakstur. Það er ekki annað hægt en að elska þessa íþrótt. Ég get bara reynt að ímynda mér hvað er að eiga sér stað í herbúðum Ferrari núna. Við bjuggumst ekki við að koma frá þessari með svona mikið af stigum en við þiggjum það,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Þetta er ekki tilvalin niðurstaða. Ég sá ekki mikið, ég sá Max og svo sá ég bara Kimi koma inn í hliðina á mér. Mér þykir leitt að við getum ekki sýnt hraðann sem við töldum okkur hafa,“ sagði Sebastian Vettel á Ferrari eftir keppnina. „Ég held að aðstæður hafi ekki haft neitt með atvikið í ræsingunni að gera. Ég hefði ekki geta gert neitt til að breyta niðurstöðunni nema að eiga slaka ræsingu. Það er ekki mitt hlutverk,“ sagði Kimi Raikkonen á Ferrari eftir keppnina. Formúla Tengdar fréttir Hamilton vann í Singapúr en Vettel féll úr leik Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Singapúr kappkastrinum í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 17. september 2017 14:04 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari verður á ráspól í Singapúr kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Max Verstappen á Red Bull varð annar og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo þriðji. 16. september 2017 13:56 Vettel: Bíllinn kom til mín þegar leið á kvöldið Sebastian Vettel var fljótstur í tímatökunni í dag, hann átti svör við hraða Red Bull manna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. september 2017 14:32 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton gerði allt rétt í dag. Hann jók forskot sitt á Sebastian Vettel upp í 28 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Það er magnað afrek hjá liðinu að ná í fyrsta og þriðja sæti hér. Guð blessaði mig í dag með þessu atviki Ferrari. Daniel [Ricciardo] barðist vel í dag. Ég er feginn að við náðum að landa þessu. Um leið og fór að rigna vissi ég að ég myndi vinna,“ sagði Hamilton sem vann í dag sína þriðju keppni í röð. „Ég kann vel við mig á þessari braut. Okkur skorti aðeins upp á hraðan í dag sem við höfðum á föstudag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð annar á Red Bull. „Auðvitað var þetta næstum fullkomin niðurstaða fyrir okkur úr því sem komið var. Það er enn nóg af tækifærum til að taka fram úr Sebastian [Vettel] í stigakeppni ökumanna,“ sagði Valtteri Bottas sem tókst að landa þriðja sætinu á Mercedes. „Fyrsta beygjan var ótrúleg og endirinn á keppninni var magnaður. Við erum greinilega á réttri leið. Lewis ók frábæra keppni í dag. Þetta var klárlega skref fram á við. Þetta var ekki slæmur dagur fyrir okkur,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1.Árekstur í ræsingu.Vísir/Getty„Ég skil ekki hvernig Ferrari getur sagt að þetta atvik sé Max [Verstappen] að kenna. Ég held að það sé ekki nokkur leið til að rökstyðja það. Max hélt beinni línu og gat ekki einfaldlega látið sig hverfa. Daniel var að missa olíuþrýsting á gírkassanum og hann þurfti að halda því í skefjum næstum alla keppnina og hann stóð sig ótrúlega vel í að halda því gangandi“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Svona er kappakstur. Það er ekki annað hægt en að elska þessa íþrótt. Ég get bara reynt að ímynda mér hvað er að eiga sér stað í herbúðum Ferrari núna. Við bjuggumst ekki við að koma frá þessari með svona mikið af stigum en við þiggjum það,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Þetta er ekki tilvalin niðurstaða. Ég sá ekki mikið, ég sá Max og svo sá ég bara Kimi koma inn í hliðina á mér. Mér þykir leitt að við getum ekki sýnt hraðann sem við töldum okkur hafa,“ sagði Sebastian Vettel á Ferrari eftir keppnina. „Ég held að aðstæður hafi ekki haft neitt með atvikið í ræsingunni að gera. Ég hefði ekki geta gert neitt til að breyta niðurstöðunni nema að eiga slaka ræsingu. Það er ekki mitt hlutverk,“ sagði Kimi Raikkonen á Ferrari eftir keppnina.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton vann í Singapúr en Vettel féll úr leik Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Singapúr kappkastrinum í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 17. september 2017 14:04 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari verður á ráspól í Singapúr kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Max Verstappen á Red Bull varð annar og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo þriðji. 16. september 2017 13:56 Vettel: Bíllinn kom til mín þegar leið á kvöldið Sebastian Vettel var fljótstur í tímatökunni í dag, hann átti svör við hraða Red Bull manna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. september 2017 14:32 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hamilton vann í Singapúr en Vettel féll úr leik Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Singapúr kappkastrinum í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 17. september 2017 14:04
Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari verður á ráspól í Singapúr kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Max Verstappen á Red Bull varð annar og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo þriðji. 16. september 2017 13:56
Vettel: Bíllinn kom til mín þegar leið á kvöldið Sebastian Vettel var fljótstur í tímatökunni í dag, hann átti svör við hraða Red Bull manna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. september 2017 14:32