Sigmundur Davíð ætlar aftur í framboð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. september 2017 23:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að kosningarnar gefi tækifæri á að koma ákveðnum málum í réttan farveg. Vísir/Anton Brink „Þetta er náttúrulega allt mjög furðulegt en á sama tíma áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í samtali við Vísi í kvöld um atburðarrás síðasta sólahrings í pólitíkinni. „Ég ætla að bíða með að fella einhverja dóma um innihald málsins, það er að segja framgöngu og ákvarðanir Bjarna og dómsmálaráðherra sem að leiddu til þessarar stöðu. Ég bíð með það þangað til að menn eru búnir að fara yfir þau mál í rólegheitum.“ Sigmundur segir óheppilegt að kjósa á þessum árstíma en á sama tíma óumflýjanlegt eins og staðan er núna. „Mér fannst mjög áhugavert að fylgjast með blaðamannafundi Bjarna þegar hann var að tala um allan þennan óróa og óstöðugleika í stjórnmálum sem væri hættulegur, en þá rifja ég nú upp að þetta er í rauninni afleiðing af því að anað var út í þessar kosningar fyrir ári. Þær gátu aldrei leitt til annars en aukins óstöðugleika, aukins óróa og aukins vandræðagangs. Þá kom formaður Sjálfstæðisflokksins, sem ætti að vera einhvers konar flokkur stöðugleika, og setti hlutina í mikið uppnám að mínu mati. Svo má auðvitað fara aftar og spá í vorið í fyrra og ýmsan óróa þar, en látum það liggja á milli hluta að sinni.“ Gefur kost á að koma ákveðnum málum á rétta brautSigmundur segir að skortur hafi verið á festu í síðustu kosningum og skortur á þolgæðum, að menn kláruðu verkefnin. Hann segir þó bjartar hliðar á því að kosið verði aftur. Sjálfur ætlar hann að gefa áfram kost á sér fyrir Framsóknarflokkinn eins og kom fram á DV í kvöld. „Þetta gefur tækifæri til þess að koma nokkrum gríðarlega mikilvægum málum, málum sem að mínu mati skipta máli, aftur á kjöl. Þar er ég að tala um hluti sem verið var að vinna að í ríkisstjórn þegar við Bjarni vorum saman í þessu. Hlutir eins og endurskipulagning fjármálakerfisins, vaxtamálið, bankamálin, viðureignin við vogunarsjóðina sem hafa leikið lausum hala núna og farið mikinn eftir að þessi stjórn tók við.“ Nefnir hann einnig önnur mál eins og að gera upp við eldri borgara og áformin um stórsókn í byggðarmálum. „Það gleymdist einhvern veginn algjörlega og snerist jafnvel upp í andhverfu sína. Allt þetta er vonandi hægt að setja á rétta braut núna.“ Aðspurður um viðbrögðin sem Bjarni hafi fengið í dag í samanburði við viðbrögðin sem Sigmundur fékk sjálfur þegar öll spjót beindust að honum, svaraði hann: „Ég er löngu búin að sætta mig við það að það sé eitthvað við mig sem að æsir suma óskaplega upp, Bjarni hefur held ég ekki æst menn eins mikið í gegnum tíðina einhverra hluta vegna. Maður hefur nú oft velt fyrir sér, ekki bara vegna Bjarna heldur bara almennt umfjöllun um stjórnmálamanna, hvers vegna fólki verður svona heitt í hamsi þegar ég er annars vegar. En það er líklega of langt mál að fara að velta því fyrir sér.“Kæmi á óvart ef Guðni synjaðiSigmundur segir að næsta skref verði væntanlega kosningar, fyrr en síðar. „Ef að Bjarni fer fram á það að rjúfa þing og boða til kosninga þá á að mínu mati forsetinn engan annan kost en að verða við því. Þetta hefur komið til umræðu áður en ég hef ekki heyrt neinn af þeim sem teljast leiðandi á sviði laga og stjórnskipunar halda öðru fram en að forsætisráðherra sé með þingrofsheimildina. Það kæmi mér nú á óvart út frá því ef forsetinn synjaði forsætisráðherranum.“ „Þar fyrir utan sér maður ekki alveg hverju það ætti að skila vegna þess að ég hef ekki heyrt betur en að fulltrúar meira og minna allra flokka hafi lýst því yfir að þeir vilji kosningar. Þá hefur forsetinn kannski ekkert miklu hlutverki að gegna að fara að reyna að leiða menn saman.“ Sigmundur segir að það hljóti að vera hræðilegt fyrir þolendur svona ofbeldis að vera svo orðin miðpunktur í samfélagsumræðunni. „Það hlýtur eitt og sér að vera gríðarlegt áfall, að fá upp alla þessa umræðu um brot sem að er svona gríðarlega erfitt fyrir þá sem fyrir því verða. Þannig að maður vorkennir því fólki, hefur mikla samúð með því.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
„Þetta er náttúrulega allt mjög furðulegt en á sama tíma áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í samtali við Vísi í kvöld um atburðarrás síðasta sólahrings í pólitíkinni. „Ég ætla að bíða með að fella einhverja dóma um innihald málsins, það er að segja framgöngu og ákvarðanir Bjarna og dómsmálaráðherra sem að leiddu til þessarar stöðu. Ég bíð með það þangað til að menn eru búnir að fara yfir þau mál í rólegheitum.“ Sigmundur segir óheppilegt að kjósa á þessum árstíma en á sama tíma óumflýjanlegt eins og staðan er núna. „Mér fannst mjög áhugavert að fylgjast með blaðamannafundi Bjarna þegar hann var að tala um allan þennan óróa og óstöðugleika í stjórnmálum sem væri hættulegur, en þá rifja ég nú upp að þetta er í rauninni afleiðing af því að anað var út í þessar kosningar fyrir ári. Þær gátu aldrei leitt til annars en aukins óstöðugleika, aukins óróa og aukins vandræðagangs. Þá kom formaður Sjálfstæðisflokksins, sem ætti að vera einhvers konar flokkur stöðugleika, og setti hlutina í mikið uppnám að mínu mati. Svo má auðvitað fara aftar og spá í vorið í fyrra og ýmsan óróa þar, en látum það liggja á milli hluta að sinni.“ Gefur kost á að koma ákveðnum málum á rétta brautSigmundur segir að skortur hafi verið á festu í síðustu kosningum og skortur á þolgæðum, að menn kláruðu verkefnin. Hann segir þó bjartar hliðar á því að kosið verði aftur. Sjálfur ætlar hann að gefa áfram kost á sér fyrir Framsóknarflokkinn eins og kom fram á DV í kvöld. „Þetta gefur tækifæri til þess að koma nokkrum gríðarlega mikilvægum málum, málum sem að mínu mati skipta máli, aftur á kjöl. Þar er ég að tala um hluti sem verið var að vinna að í ríkisstjórn þegar við Bjarni vorum saman í þessu. Hlutir eins og endurskipulagning fjármálakerfisins, vaxtamálið, bankamálin, viðureignin við vogunarsjóðina sem hafa leikið lausum hala núna og farið mikinn eftir að þessi stjórn tók við.“ Nefnir hann einnig önnur mál eins og að gera upp við eldri borgara og áformin um stórsókn í byggðarmálum. „Það gleymdist einhvern veginn algjörlega og snerist jafnvel upp í andhverfu sína. Allt þetta er vonandi hægt að setja á rétta braut núna.“ Aðspurður um viðbrögðin sem Bjarni hafi fengið í dag í samanburði við viðbrögðin sem Sigmundur fékk sjálfur þegar öll spjót beindust að honum, svaraði hann: „Ég er löngu búin að sætta mig við það að það sé eitthvað við mig sem að æsir suma óskaplega upp, Bjarni hefur held ég ekki æst menn eins mikið í gegnum tíðina einhverra hluta vegna. Maður hefur nú oft velt fyrir sér, ekki bara vegna Bjarna heldur bara almennt umfjöllun um stjórnmálamanna, hvers vegna fólki verður svona heitt í hamsi þegar ég er annars vegar. En það er líklega of langt mál að fara að velta því fyrir sér.“Kæmi á óvart ef Guðni synjaðiSigmundur segir að næsta skref verði væntanlega kosningar, fyrr en síðar. „Ef að Bjarni fer fram á það að rjúfa þing og boða til kosninga þá á að mínu mati forsetinn engan annan kost en að verða við því. Þetta hefur komið til umræðu áður en ég hef ekki heyrt neinn af þeim sem teljast leiðandi á sviði laga og stjórnskipunar halda öðru fram en að forsætisráðherra sé með þingrofsheimildina. Það kæmi mér nú á óvart út frá því ef forsetinn synjaði forsætisráðherranum.“ „Þar fyrir utan sér maður ekki alveg hverju það ætti að skila vegna þess að ég hef ekki heyrt betur en að fulltrúar meira og minna allra flokka hafi lýst því yfir að þeir vilji kosningar. Þá hefur forsetinn kannski ekkert miklu hlutverki að gegna að fara að reyna að leiða menn saman.“ Sigmundur segir að það hljóti að vera hræðilegt fyrir þolendur svona ofbeldis að vera svo orðin miðpunktur í samfélagsumræðunni. „Það hlýtur eitt og sér að vera gríðarlegt áfall, að fá upp alla þessa umræðu um brot sem að er svona gríðarlega erfitt fyrir þá sem fyrir því verða. Þannig að maður vorkennir því fólki, hefur mikla samúð með því.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03