„Ljósmyndir geta lýst þessu máli svo vel vegna þess að það snýst um rangtúlkanir, blekkingar og misskilning,“ segir Letham, en hann kom fyrst til Íslands árið 2013 vegna annarra verkefna og heillaðist af þessu dularfulla sakamáli.

„Kastljósinu hefur of mikið verið beint að þeim sem voru sakfelld af hálfu lögreglu og fjölmiðla,“ segir Letham og bætir við: „Það er löngu tímabært að færa linsuna af þeim og yfir á rannsóknina sjálfa.“

„Erla Bolladóttir er með ljóðrænni manneskjum sem ég hef kynnst,“ segir Letham. „Það er eitthvað ljóðrænt við að hún velji að búa í kjallara, gæludýrið hennar sé einmitt það dýr sem myndi lýsa minnisvafaheilkenni best og híbýli þess sé lítið fiskabúr,“ segir Jack, inntur eftir því af hverju gullfiskur Erlu hafi vakið áhuga hans.
Sýningin verður opnuð klukkan 15 í dag en klukkan 14 á morgun, sunnudag, gefst sýningargestum kostur á að hlýða á létt sýningarspjall Lethams og Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings um efni sýningarinnar.