Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 29-23 | Haukar unnu síðustu 50 mínúturnar 28-17 Einar Sigurvinsson skrifar 17. september 2017 21:00 Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Hauka. Vísir/Eyþór Haukar sigruðu ÍBV 29-23 í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld og eru því með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Olís deildinni.Eyþór Árnson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir neðan. Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu 5 mörk leiksins. Á 9. mínútu skoraði Róbert Aron Hostert fyrir ÍBV, staðan orðin 1-6 fyrir gestina. Það stefndi allt í erfiðan leik fyrir Hauka en þeir svöruðu eins vel og hægt er. Allt gekk upp bæði í sókn og vörn og þeir skoruðu næstu 7 mörk, staðan orðin 8-6 fyrir Hauka. Á þessum tímapunkti tekur Arnar Pétursson leikhlé fyrir ÍBV og tókst þeim að finna taktinn aftur. Í lok fyrri hálfleiks voru Eyjamenn aftur orðnir betra liðið á vellinum og enda á að jafna, staðan 12-12 í hálfleik. Allt gekk síðan upp hjá Haukum í síðari hálfleik og þá sérstaklega í markinu þar sem Björgvin Páll Gústavsson varði nánast allt sem kom á rammann. Haukar náðu mest 9 marka forystu á 46. mínútu og eftir það var einungis formsatriði fyrir heimamenn að klára leikinn. Lokaniðurstaðan 29-23 í stórskemmtilegum leik í Hafnarfirðinum.Af hverju unnu Haukar? Það var frábær vörn og markvarsla sem vann þennan leik fyrir Hauka. ÍBV áttu erfitt með að spila sig í gegnum vörn Haukamann og voru oft neyddir í erfið skot fyrir utan. Þegar Eyjamönnum tókst síðan að spila sig í gegn var Björgin Páll mættur í markinu. Haukamenn voru einnig að spila mjög góðan og oft hraðan sóknarbolta, sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir kláruðu færin sem þeir fengur mjög vel og var því niðurstaðan fyllilega verðskuldaður sigur Haukamanna.Þessir stóðu upp úr: Björgvin Páll Gústavsson var maður leiksins í dag. Hann varði 22 skot og þar af mörg úr dauðafærum ÍBV manna. Daníel Þór Ingason átti einnig mjög góðan leik. Hann var markahæstur í Haukaliðinu með 7 mörk ásamt því að vera góður í vörninni. Hjá ÍBV var Róbert Aron Hostert markahæstur með 8 mörk og var í rauninni eini leikmaður Eyjamanna sem virtist geta fundið einhverja leið framhjá Björgvini í markinu.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV. Þeir byrjuðu leikinn virkilega vel og komust í 6-1. Haukar tóku síðan leikhlé á 7. mínútu og eftir það tekst þeim að loka frábærlega á sóknir Eyjamanna. Nýting Eyjamanna í hornunum var ekki góð og einnig hafa skyttur ÍBV, þeir Agnar og Sigurbergur, oft átt betri daga en voru þeir með þrjú mörk samtals.Hvað gerist næst? ÍBV á annan útileik og heimsækir Gróttu út á Seltjarnarnes næsta sunnudag. Á mánudaginn eftir viku verður síðan Hafnarfjarðarslagur í Schenkerhöllinni, þar sem Haukar taka á móti grönnum sínum í FH. Við gerum fastlega ráð fyrir því að þar muni fara fram leikur sem enginn vill láta fram hjá sér fara.Arnar Pétursson.Vísir/EyþórArnar: Ég held ég hafi aldrei upplifað aðra eins nýtingu úr hornunum„Við þurfum að fara að skoða það bara,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV aðspurður hvað hafi gerst hjá hans mönnum í síðari hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera að spila svona lengst af allt í lagi. Bjöggi var að reynast okkur svolítið erfiður, tekur fullt af dauðafærum og dregur okkur aðeins inn í skelina og því fór sem fór.“ „Við vorum að spila mjög vel fyrstu mínútur og tókum verðskuldað forskot í leiknum en það er ekkert óeðlilegt að gott lið eins og Haukarnir komi til baka og leikurinn jafnist. Það gerðist kannski full hratt en í 35 til 45 mínútur var leikurinn mjög jafn og flottur,“ sagði Arnar en ÍBV byrjaði leikinn af miklum krafti og komust í 5-0 á fyrstu mínútum leiksins. Björgvin Páll Gústavsson reyndist Eyjamönnum erfiður og endaði leikinn með 52% markvörslu. „Bjöggi var flottur og hafði einhver áhrif á okkur sem við þurfum bara að skoða. Mér fannst við fá fullt af færum, sérstaklega úr hornunum. Ég held ég hafi aldrei upplifað aðra eins nýtingu úr hornunum,“ sagði Arnar Pétursson að lokum.Björgvin Páll Gústavsson.Vísir/EyþórBjörgvin Páll: Skiptir engu máli hvort maður er með 50 prósent markvörslu eða ekki „Erfitt að segja að þetta sé öruggur sigur eftir að hafa lent 6-0 undir en þetta var sannfærandi sigur í restina. Við gjörbreytum leiknum og náum að snúa þessu okkur í hag. Við erum bara virkilega glaðir með tvo punkta og þennan karakter sem að býr í mönnum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður Hauka við Vísi eftir leikinn í kvöld. Björgvin var með 49% markvörslu í síðasta leik og hélt uppteknum hætti í kvöld og varði 52% af þeim skotum sem fékk á sig. „Ef þeir halda áfram að berja svona á þeim í vörninni þá kannski helst þetta eitthvað svona,“ sagði Björgvin aðspurður hvort þetta hlutfall sé eitthvað sem megi eiga von á áfram frá honum. „Það er auðvitað erfitt að halda uppi svona prósentu og við erum bara glaðir með það að sigra. Það skiptir engu máli hvort maður er með 50 prósent markvörslu eða ekki,“ bætti hann við. Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað með nokkuð öruggum sigri Haukamanna reyndust fyrstu 10 mínúturnar þeim erfiðar. „Við erum að spila á móti virkilega góðu sóknarliði, þeir voru heitir í byrjun og við náðum ekki að stoppa þá. Við þurftum smá tíma til að aðlagast þessu og svo komu allskonar einstaklingsmistök. Við erum að slútta á röngum stöðum og bakka illa. Þannig að við gerum allt vitlaust fyrstu tíu mínuturnar en eftir það gerum við í rauninni allt rétt. Gunni barði okkur í gang í leikhléinu og öskraði aðeins á okkur. Þá vöknuðu menn og svo kom stúkan með okkur og þá erum við mjög erfiðir við að eiga,“ sagði sáttur Björgvin Karl Gústavsson að lokum.Gunnar Magnússon.Vísir/EyþórGunnar Magnússon: Stór framfaraskref í dag „Frábærar 50 mínútur og vel útfærður leikur hjá okkur á vellinum. Mér fannst auðvitað vörn og markvarsla mjög góð, eins og hún hefur verið en ég er sérstaklega ánægður með sóknarleikinn í dag. Þetta er mikil bæting sóknarlega hjá okkur þannig að það gladdi mig mikið,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka við leikslok. „Við fengum meira flæði, meira tempó í sóknarleikinn og meiri þolinmæði. Við spiluðum okkur í betri færi en í síðustu leikjum. Við höfum verið að bæta þetta hægt og rólega og ég er ánægður með það hvernig við leystum sóknina í kvöld á móti sterkri vörn ÍBV,“ sagði Gunnar. „Bjöggi var frábær og varnarleikurinn líka mjög góður. Þeir eru að vinna mjög vel saman í vörninni Bjöggi og stóru strákarnir. Auðvitað er Bjöggi aðstoðarþjálfari og kemur með sitt input í þetta varnarlega. Það er mikill kostur að hafa mann fyrir aftan vörnina með í því,“ bætti Gunnar við. Samvinnan var virkilega góð og svo tekur hann líka dauðafæri, þannig að það hjálpar auðvitað mikið. Vörn og markvarsla var mjög góð og hefur verið síðustu vikur hjá okkur en sóknarlega höfum við verið að hiksta en við sýndum stór framfaraskref í dag,“ sagði hæstánægður Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka að lokum.Vísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/Eyþór Olís-deild karla
Haukar sigruðu ÍBV 29-23 í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld og eru því með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Olís deildinni.Eyþór Árnson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir neðan. Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu 5 mörk leiksins. Á 9. mínútu skoraði Róbert Aron Hostert fyrir ÍBV, staðan orðin 1-6 fyrir gestina. Það stefndi allt í erfiðan leik fyrir Hauka en þeir svöruðu eins vel og hægt er. Allt gekk upp bæði í sókn og vörn og þeir skoruðu næstu 7 mörk, staðan orðin 8-6 fyrir Hauka. Á þessum tímapunkti tekur Arnar Pétursson leikhlé fyrir ÍBV og tókst þeim að finna taktinn aftur. Í lok fyrri hálfleiks voru Eyjamenn aftur orðnir betra liðið á vellinum og enda á að jafna, staðan 12-12 í hálfleik. Allt gekk síðan upp hjá Haukum í síðari hálfleik og þá sérstaklega í markinu þar sem Björgvin Páll Gústavsson varði nánast allt sem kom á rammann. Haukar náðu mest 9 marka forystu á 46. mínútu og eftir það var einungis formsatriði fyrir heimamenn að klára leikinn. Lokaniðurstaðan 29-23 í stórskemmtilegum leik í Hafnarfirðinum.Af hverju unnu Haukar? Það var frábær vörn og markvarsla sem vann þennan leik fyrir Hauka. ÍBV áttu erfitt með að spila sig í gegnum vörn Haukamann og voru oft neyddir í erfið skot fyrir utan. Þegar Eyjamönnum tókst síðan að spila sig í gegn var Björgin Páll mættur í markinu. Haukamenn voru einnig að spila mjög góðan og oft hraðan sóknarbolta, sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir kláruðu færin sem þeir fengur mjög vel og var því niðurstaðan fyllilega verðskuldaður sigur Haukamanna.Þessir stóðu upp úr: Björgvin Páll Gústavsson var maður leiksins í dag. Hann varði 22 skot og þar af mörg úr dauðafærum ÍBV manna. Daníel Þór Ingason átti einnig mjög góðan leik. Hann var markahæstur í Haukaliðinu með 7 mörk ásamt því að vera góður í vörninni. Hjá ÍBV var Róbert Aron Hostert markahæstur með 8 mörk og var í rauninni eini leikmaður Eyjamanna sem virtist geta fundið einhverja leið framhjá Björgvini í markinu.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV. Þeir byrjuðu leikinn virkilega vel og komust í 6-1. Haukar tóku síðan leikhlé á 7. mínútu og eftir það tekst þeim að loka frábærlega á sóknir Eyjamanna. Nýting Eyjamanna í hornunum var ekki góð og einnig hafa skyttur ÍBV, þeir Agnar og Sigurbergur, oft átt betri daga en voru þeir með þrjú mörk samtals.Hvað gerist næst? ÍBV á annan útileik og heimsækir Gróttu út á Seltjarnarnes næsta sunnudag. Á mánudaginn eftir viku verður síðan Hafnarfjarðarslagur í Schenkerhöllinni, þar sem Haukar taka á móti grönnum sínum í FH. Við gerum fastlega ráð fyrir því að þar muni fara fram leikur sem enginn vill láta fram hjá sér fara.Arnar Pétursson.Vísir/EyþórArnar: Ég held ég hafi aldrei upplifað aðra eins nýtingu úr hornunum„Við þurfum að fara að skoða það bara,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV aðspurður hvað hafi gerst hjá hans mönnum í síðari hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera að spila svona lengst af allt í lagi. Bjöggi var að reynast okkur svolítið erfiður, tekur fullt af dauðafærum og dregur okkur aðeins inn í skelina og því fór sem fór.“ „Við vorum að spila mjög vel fyrstu mínútur og tókum verðskuldað forskot í leiknum en það er ekkert óeðlilegt að gott lið eins og Haukarnir komi til baka og leikurinn jafnist. Það gerðist kannski full hratt en í 35 til 45 mínútur var leikurinn mjög jafn og flottur,“ sagði Arnar en ÍBV byrjaði leikinn af miklum krafti og komust í 5-0 á fyrstu mínútum leiksins. Björgvin Páll Gústavsson reyndist Eyjamönnum erfiður og endaði leikinn með 52% markvörslu. „Bjöggi var flottur og hafði einhver áhrif á okkur sem við þurfum bara að skoða. Mér fannst við fá fullt af færum, sérstaklega úr hornunum. Ég held ég hafi aldrei upplifað aðra eins nýtingu úr hornunum,“ sagði Arnar Pétursson að lokum.Björgvin Páll Gústavsson.Vísir/EyþórBjörgvin Páll: Skiptir engu máli hvort maður er með 50 prósent markvörslu eða ekki „Erfitt að segja að þetta sé öruggur sigur eftir að hafa lent 6-0 undir en þetta var sannfærandi sigur í restina. Við gjörbreytum leiknum og náum að snúa þessu okkur í hag. Við erum bara virkilega glaðir með tvo punkta og þennan karakter sem að býr í mönnum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður Hauka við Vísi eftir leikinn í kvöld. Björgvin var með 49% markvörslu í síðasta leik og hélt uppteknum hætti í kvöld og varði 52% af þeim skotum sem fékk á sig. „Ef þeir halda áfram að berja svona á þeim í vörninni þá kannski helst þetta eitthvað svona,“ sagði Björgvin aðspurður hvort þetta hlutfall sé eitthvað sem megi eiga von á áfram frá honum. „Það er auðvitað erfitt að halda uppi svona prósentu og við erum bara glaðir með það að sigra. Það skiptir engu máli hvort maður er með 50 prósent markvörslu eða ekki,“ bætti hann við. Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað með nokkuð öruggum sigri Haukamanna reyndust fyrstu 10 mínúturnar þeim erfiðar. „Við erum að spila á móti virkilega góðu sóknarliði, þeir voru heitir í byrjun og við náðum ekki að stoppa þá. Við þurftum smá tíma til að aðlagast þessu og svo komu allskonar einstaklingsmistök. Við erum að slútta á röngum stöðum og bakka illa. Þannig að við gerum allt vitlaust fyrstu tíu mínuturnar en eftir það gerum við í rauninni allt rétt. Gunni barði okkur í gang í leikhléinu og öskraði aðeins á okkur. Þá vöknuðu menn og svo kom stúkan með okkur og þá erum við mjög erfiðir við að eiga,“ sagði sáttur Björgvin Karl Gústavsson að lokum.Gunnar Magnússon.Vísir/EyþórGunnar Magnússon: Stór framfaraskref í dag „Frábærar 50 mínútur og vel útfærður leikur hjá okkur á vellinum. Mér fannst auðvitað vörn og markvarsla mjög góð, eins og hún hefur verið en ég er sérstaklega ánægður með sóknarleikinn í dag. Þetta er mikil bæting sóknarlega hjá okkur þannig að það gladdi mig mikið,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka við leikslok. „Við fengum meira flæði, meira tempó í sóknarleikinn og meiri þolinmæði. Við spiluðum okkur í betri færi en í síðustu leikjum. Við höfum verið að bæta þetta hægt og rólega og ég er ánægður með það hvernig við leystum sóknina í kvöld á móti sterkri vörn ÍBV,“ sagði Gunnar. „Bjöggi var frábær og varnarleikurinn líka mjög góður. Þeir eru að vinna mjög vel saman í vörninni Bjöggi og stóru strákarnir. Auðvitað er Bjöggi aðstoðarþjálfari og kemur með sitt input í þetta varnarlega. Það er mikill kostur að hafa mann fyrir aftan vörnina með í því,“ bætti Gunnar við. Samvinnan var virkilega góð og svo tekur hann líka dauðafæri, þannig að það hjálpar auðvitað mikið. Vörn og markvarsla var mjög góð og hefur verið síðustu vikur hjá okkur en sóknarlega höfum við verið að hiksta en við sýndum stór framfaraskref í dag,“ sagði hæstánægður Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka að lokum.Vísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/Eyþór
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti