Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 13:29 Fréttaflutningur Rúv af veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri hefur vakið mikla athygli. Vísir/GVA Fréttastofa Ríkisútvarpsins þarf ein að axla ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sínum, segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu Einingu-Iðju.Yfirlýsingin var birt á vef stéttarfélagsins fyrr í dag en það var gert vegna fréttar Ríkisútvarpsins af veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri.Lögmaður veitingastaðurinn sagði við Bylgjuna í síðustu viku að allar líkur væru á því að Ríkisútvarpið yrði dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings af málefnum staðarins. Ríkisútvarpið hafði greint frá því að grunur væri um vinnumansal á staðnum en vinnustaðaeftirlit Einingar-Iðju leiddi í ljós nokkrum dögum síðar að starfsmenn Sjanghæ fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Fréttastofa RÚV sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem málið var rakið en að endingu áréttað að allar þær upplýsingar sem komu fram í fréttinni um málið hefðu komið frá traustum heimildum innan verkalýðshreyfingarinnar sem hafi verið ítrekað staðfestar af verkefnisstjóra vinnustaðaeftirlits Einingar Iðju. Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Rúv, var titluð fyrir þessar yfirlýsingu en í henni kom fram að fréttastofan beri að sjálfsögðu ein ábyrgð á fréttinni og framsetningu hennar. Í yfirlýsingu frá Einingu-Iðju segir stéttarfélagið þó að Rúv hafi að einhverju leyti reynt að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningnum yfir á stéttarfélagið og það sé ekki Ríkisútvarpinu samboðið.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Fréttastofa RÚV þarf ein að axla ábyrgðinaYfirlýsing Einingar-Iðju 15. september 2017Eining-Iðja, eins og önnur stéttarfélög í landinu, fær ár hvert margar ábendingar er varða starfsemi félaga á félagssvæði þess. Ábendingarnar snúa m.a. að launagreiðslum og launatöxtum, skilum á opinberum gjöldum o.fl. Allar slíkar ábendingar fara í ákveðið ferli innan félagsins, samkvæmt lögum og reglum.Ef ákveðið er að fara í formlega heimsókn í félag/fyrirtæki og krefjast gagna er slíkt ávallt tilkynnt til lögreglu – ef eðli ábending/grunur er þess eðlis að um lögbrot gæti verið að ræða.Lykilhugtak í öllum slíkum málum er grunur. Eina markmið stéttarfélagsins er að leiða það fram hvort grunur um misferli eigi við rök að styðjast. Gengið er út frá því við vinnslu mála af þessu tagi að þeir aðilar sem málin varða séu saklausir, þangað til annað kemur í ljós.Frá þeirri meginreglu að allir teljist saklausir uns sekt sannast eru því miður til nokkrar undantekningar – bæði hvað varðar einstaklinga og félög/fyrirtæki. Mynd- og/eða nafnbirtingar áður en sekt sannast eru í öllum tilvikum á ábyrgð þess sem setur þær fram. Oftast er um fjölmiðla að ræða en í seinni tíð einnig einstaklinga á samfélagsmiðlum.Það að fréttamaður Ríkisútvarpsins kaus að flytja frétt af meintu mansali með því að birta mynd af veitingastaðnum, og þar með nafn hans, er að öllu leyti hans ákvörðun og þar með á hans ábyrgð, yfirmanna hans og stofnunarinnar í heild sinni. Yfirlýsing fréttastjóra RÚV frá 14. september sl. staðfestir ofangreint því þar kemur orðið grunur þrívegis fyrir og orðið ábending jafnoft hvað varðar afskipti Einingar-Iðju af málinu – og ekkert umfram það. Starfsmenn Einingar-Iðju staðfestu aldrei annað eða meira en að ábending hefði komið fram og að grunur léki á um, að eitthvert misferli ætti sér stað. Rannsókn málsins leiddi í ljós að ábendingin átti ekki við rök að styðjast. Þau gögn sem Eining-Iðja aflaði voru í samræmi við almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum, sbr. niðurstöður þær sem birtar voru á heimasíðu félagsins 5. september 2017.Að reyna að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningi RÚV að einhverju leyti yfir á Einingu-Iðju er Ríkisútvarpinu ekki samboðið. Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Fréttastofa Ríkisútvarpsins þarf ein að axla ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sínum, segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu Einingu-Iðju.Yfirlýsingin var birt á vef stéttarfélagsins fyrr í dag en það var gert vegna fréttar Ríkisútvarpsins af veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri.Lögmaður veitingastaðurinn sagði við Bylgjuna í síðustu viku að allar líkur væru á því að Ríkisútvarpið yrði dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings af málefnum staðarins. Ríkisútvarpið hafði greint frá því að grunur væri um vinnumansal á staðnum en vinnustaðaeftirlit Einingar-Iðju leiddi í ljós nokkrum dögum síðar að starfsmenn Sjanghæ fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Fréttastofa RÚV sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem málið var rakið en að endingu áréttað að allar þær upplýsingar sem komu fram í fréttinni um málið hefðu komið frá traustum heimildum innan verkalýðshreyfingarinnar sem hafi verið ítrekað staðfestar af verkefnisstjóra vinnustaðaeftirlits Einingar Iðju. Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Rúv, var titluð fyrir þessar yfirlýsingu en í henni kom fram að fréttastofan beri að sjálfsögðu ein ábyrgð á fréttinni og framsetningu hennar. Í yfirlýsingu frá Einingu-Iðju segir stéttarfélagið þó að Rúv hafi að einhverju leyti reynt að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningnum yfir á stéttarfélagið og það sé ekki Ríkisútvarpinu samboðið.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Fréttastofa RÚV þarf ein að axla ábyrgðinaYfirlýsing Einingar-Iðju 15. september 2017Eining-Iðja, eins og önnur stéttarfélög í landinu, fær ár hvert margar ábendingar er varða starfsemi félaga á félagssvæði þess. Ábendingarnar snúa m.a. að launagreiðslum og launatöxtum, skilum á opinberum gjöldum o.fl. Allar slíkar ábendingar fara í ákveðið ferli innan félagsins, samkvæmt lögum og reglum.Ef ákveðið er að fara í formlega heimsókn í félag/fyrirtæki og krefjast gagna er slíkt ávallt tilkynnt til lögreglu – ef eðli ábending/grunur er þess eðlis að um lögbrot gæti verið að ræða.Lykilhugtak í öllum slíkum málum er grunur. Eina markmið stéttarfélagsins er að leiða það fram hvort grunur um misferli eigi við rök að styðjast. Gengið er út frá því við vinnslu mála af þessu tagi að þeir aðilar sem málin varða séu saklausir, þangað til annað kemur í ljós.Frá þeirri meginreglu að allir teljist saklausir uns sekt sannast eru því miður til nokkrar undantekningar – bæði hvað varðar einstaklinga og félög/fyrirtæki. Mynd- og/eða nafnbirtingar áður en sekt sannast eru í öllum tilvikum á ábyrgð þess sem setur þær fram. Oftast er um fjölmiðla að ræða en í seinni tíð einnig einstaklinga á samfélagsmiðlum.Það að fréttamaður Ríkisútvarpsins kaus að flytja frétt af meintu mansali með því að birta mynd af veitingastaðnum, og þar með nafn hans, er að öllu leyti hans ákvörðun og þar með á hans ábyrgð, yfirmanna hans og stofnunarinnar í heild sinni. Yfirlýsing fréttastjóra RÚV frá 14. september sl. staðfestir ofangreint því þar kemur orðið grunur þrívegis fyrir og orðið ábending jafnoft hvað varðar afskipti Einingar-Iðju af málinu – og ekkert umfram það. Starfsmenn Einingar-Iðju staðfestu aldrei annað eða meira en að ábending hefði komið fram og að grunur léki á um, að eitthvert misferli ætti sér stað. Rannsókn málsins leiddi í ljós að ábendingin átti ekki við rök að styðjast. Þau gögn sem Eining-Iðja aflaði voru í samræmi við almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum, sbr. niðurstöður þær sem birtar voru á heimasíðu félagsins 5. september 2017.Að reyna að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningi RÚV að einhverju leyti yfir á Einingu-Iðju er Ríkisútvarpinu ekki samboðið. Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira