Gauti festist í Dressmann auglýsingu í nýju myndbandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. september 2017 09:30 Gauti virðist hafa fests í norskri herrafataauglýsingu. Mynd/Magnús Leifsson Nýjasta lagið frá Emmsjé Gauta og myndband við kemur út í dag. Þetta er fyrsta lagið af væntanlegri plötu og nefnist það Hógvær. Það eru þeir Björn Valur og Redd Lights sem pródúsera og útsetja lagið og Magnús Leifsson sem leikstýrir myndbandinu. „Þetta átti ekki að vera fyrsti singúll en okkur fannst þetta svo grípandi að við urðum eiginlega að gefa það út þannig. Ég vildi fara í „high class“ endann á tónlistarmyndbandi með laginu svo að ég hafði samband við Magga [Magnús Leifsson]. Hann hefur náttúrulega gert með mér myndbönd við Svona er þetta og Strákarnir með mér. Honum leist vel á lagið en hann er þannig að þótt þú labbir inn með pening þá þarf lagið líka að vera gott, annars ýtir hann verkefninu bara frá sér,“ segir Gauti spurður um ferlið bak við myndbandið. Í myndbandinu er unnið svolítið með gömlu góðu Dressmann auglýsingarnar þar sem myndarlegir karlmenn á besta aldri spranga um í snyrtilegum fatnaði. En hvers vegna? „Þetta byrjaði þannig að Maggi sendi mér myndband þar sem hann var búinn að klippa saman gamlar Dressmann auglýsingar við lagið. Mér fannst þetta í fyrstu skrítið og skildi ekki alveg hvað var í gangi – en svo meðtók ég það og fannst þetta fyndnasta dót í heimi. Í staðinn fyrir að gera þetta týpíska rappmyndband með alls konar „locations“ að taka þennan Dressmann heim og blanda honum saman við rappheiminn sem kemur ógeðslega fyndið út. Lagið heitir semsagt Hógvær og í myndbandinu er verið að skoða karlmennskuímyndina, nægjusemi og það að fullorðnast. En ég má ekki segja of mikið um myndbandið – fólk verður bara að horfa og túlka fyrir sig.“Hvernig fóruð þið að því að finna föngulega karlmenn til að leika í myndbandinu? „Við Maggi vorum bara að funda saman um hverjir væru heitustu silfurrefirnir á landinu. Það var alveg pínu fyndið. Það voru þarna augnablik þar sem ég sýndi Magga einhvern gaur og hann var bara „pff, hann er ekkert heitur“ og ég var alveg „jú, hann er víst heitur“. Það var líka eitt að finna þá og svo annað að hringja í þá. Sumir þessara manna voru einhverjir sem við þekktum ekki neitt. Vignir t.d. – við þekkjum hann bara sem Lottógaurinn og gæjann sem afgreiðir mann með skyrtur í Kúltúr. Hann er svo mikill „alpha male“ að maður bara fékk í hjartað þegar maður þurfti að kaupa skyrtu af honum – þannig að það var reynsla að þurfa að hringja í hann og segja: „Sko, við Maggi vorum á fundi og okkur finnst þú vera heitur silfurrefur, viltu vera með í myndbandi?“ En þetta small rosalega vel og allir til í þetta.“ Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nýjasta lagið frá Emmsjé Gauta og myndband við kemur út í dag. Þetta er fyrsta lagið af væntanlegri plötu og nefnist það Hógvær. Það eru þeir Björn Valur og Redd Lights sem pródúsera og útsetja lagið og Magnús Leifsson sem leikstýrir myndbandinu. „Þetta átti ekki að vera fyrsti singúll en okkur fannst þetta svo grípandi að við urðum eiginlega að gefa það út þannig. Ég vildi fara í „high class“ endann á tónlistarmyndbandi með laginu svo að ég hafði samband við Magga [Magnús Leifsson]. Hann hefur náttúrulega gert með mér myndbönd við Svona er þetta og Strákarnir með mér. Honum leist vel á lagið en hann er þannig að þótt þú labbir inn með pening þá þarf lagið líka að vera gott, annars ýtir hann verkefninu bara frá sér,“ segir Gauti spurður um ferlið bak við myndbandið. Í myndbandinu er unnið svolítið með gömlu góðu Dressmann auglýsingarnar þar sem myndarlegir karlmenn á besta aldri spranga um í snyrtilegum fatnaði. En hvers vegna? „Þetta byrjaði þannig að Maggi sendi mér myndband þar sem hann var búinn að klippa saman gamlar Dressmann auglýsingar við lagið. Mér fannst þetta í fyrstu skrítið og skildi ekki alveg hvað var í gangi – en svo meðtók ég það og fannst þetta fyndnasta dót í heimi. Í staðinn fyrir að gera þetta týpíska rappmyndband með alls konar „locations“ að taka þennan Dressmann heim og blanda honum saman við rappheiminn sem kemur ógeðslega fyndið út. Lagið heitir semsagt Hógvær og í myndbandinu er verið að skoða karlmennskuímyndina, nægjusemi og það að fullorðnast. En ég má ekki segja of mikið um myndbandið – fólk verður bara að horfa og túlka fyrir sig.“Hvernig fóruð þið að því að finna föngulega karlmenn til að leika í myndbandinu? „Við Maggi vorum bara að funda saman um hverjir væru heitustu silfurrefirnir á landinu. Það var alveg pínu fyndið. Það voru þarna augnablik þar sem ég sýndi Magga einhvern gaur og hann var bara „pff, hann er ekkert heitur“ og ég var alveg „jú, hann er víst heitur“. Það var líka eitt að finna þá og svo annað að hringja í þá. Sumir þessara manna voru einhverjir sem við þekktum ekki neitt. Vignir t.d. – við þekkjum hann bara sem Lottógaurinn og gæjann sem afgreiðir mann með skyrtur í Kúltúr. Hann er svo mikill „alpha male“ að maður bara fékk í hjartað þegar maður þurfti að kaupa skyrtu af honum – þannig að það var reynsla að þurfa að hringja í hann og segja: „Sko, við Maggi vorum á fundi og okkur finnst þú vera heitur silfurrefur, viltu vera með í myndbandi?“ En þetta small rosalega vel og allir til í þetta.“
Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira