Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 00:43 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar stendur hér á milli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og Sigríðar Á. Andersen að loknum ríkisráðsfundi þegar ráðuneyti Bjarna tók við völdum í janúar síðastliðnum. Nú hefur Björt framtíð slitið ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem þau segja trúnaðarbrest Bjarna og Sigríðar. vísir/anton brink Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Kosið var rafrænt, 70 prósent stjórnar tóku þátt í kosningunni og kusu 87 prósent með því að slíta samstarfinu. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að sögn Guðlaugar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.Vísir greindi fyrst frá málinu í dag og segir Guðlaug fréttirnar hafa hreyft við fólki í flokknum. „Það komu bara fjölmargar óskir og hvatningar um að stjórnin myndi hittast í framhaldi af fréttum sem komu í fjölmiðlum í dag. Það er óhætt að segja að þetta hafi hreyft við fólki. Um klukkustund eftir að þetta birtist á fjölmiðlum þá hafi 50 af 80 stjórnarmönnum sýna eitthvað lífsmark varðandi það að það þyrfti að taka samtal,“ segir Guðlaug.Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.Trúnaðarbrestur forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Hún segir samtalið á fundinum í kvöld hafa verið mjög samhljóða. „Við erum mjög seinþreytt til vandræða og við erum vandvirkt og viljum klára það sem við byrjum á. En það er bara þessi trúnaðarbrestur sem verður og þessi breytni ráðherra þar sem að okkar mati er verið að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag. Þetta er bara lína í sandinum sem við gátum ekki stigið yfir.“Hvaða ráðherra ertu þá að tala um? „Ég er að tala um forsætisráðherra og dómsmálaráðherra.“Að þau hafi þá frekar unnið í eigin þágu heldur en almennings? „Miðað við það að það hafi legið fyrir að þau hafi bæði haft upplýsingar um mál sem hafa verið í umræðunni núna í margar vikur í lok júlí, og síðan frétta samstarfsráðherrar þeirra og flokkar í ríkisstjórn þetta á fréttamiðlum um miðjan september.“ Aðspurð hvort hún viti hvað tekur við núna segir Guðlaug að ráðherrar flokksins, Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, muni vilja ræða sitt samstarfsfólk sem þau hafi unnið með undanfarið. „Þetta er bara ákvörðun stjórnar sem liggur fyrir núna og svo verður bara að taka næstu skref og vinna úr henni í framhaldinu.“ Ekki náðist í Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem málfarsvilla var í upphaflegu fyrirsögninni. Alþingi Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Kosið var rafrænt, 70 prósent stjórnar tóku þátt í kosningunni og kusu 87 prósent með því að slíta samstarfinu. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að sögn Guðlaugar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.Vísir greindi fyrst frá málinu í dag og segir Guðlaug fréttirnar hafa hreyft við fólki í flokknum. „Það komu bara fjölmargar óskir og hvatningar um að stjórnin myndi hittast í framhaldi af fréttum sem komu í fjölmiðlum í dag. Það er óhætt að segja að þetta hafi hreyft við fólki. Um klukkustund eftir að þetta birtist á fjölmiðlum þá hafi 50 af 80 stjórnarmönnum sýna eitthvað lífsmark varðandi það að það þyrfti að taka samtal,“ segir Guðlaug.Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.Trúnaðarbrestur forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Hún segir samtalið á fundinum í kvöld hafa verið mjög samhljóða. „Við erum mjög seinþreytt til vandræða og við erum vandvirkt og viljum klára það sem við byrjum á. En það er bara þessi trúnaðarbrestur sem verður og þessi breytni ráðherra þar sem að okkar mati er verið að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag. Þetta er bara lína í sandinum sem við gátum ekki stigið yfir.“Hvaða ráðherra ertu þá að tala um? „Ég er að tala um forsætisráðherra og dómsmálaráðherra.“Að þau hafi þá frekar unnið í eigin þágu heldur en almennings? „Miðað við það að það hafi legið fyrir að þau hafi bæði haft upplýsingar um mál sem hafa verið í umræðunni núna í margar vikur í lok júlí, og síðan frétta samstarfsráðherrar þeirra og flokkar í ríkisstjórn þetta á fréttamiðlum um miðjan september.“ Aðspurð hvort hún viti hvað tekur við núna segir Guðlaug að ráðherrar flokksins, Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, muni vilja ræða sitt samstarfsfólk sem þau hafi unnið með undanfarið. „Þetta er bara ákvörðun stjórnar sem liggur fyrir núna og svo verður bara að taka næstu skref og vinna úr henni í framhaldinu.“ Ekki náðist í Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem málfarsvilla var í upphaflegu fyrirsögninni.
Alþingi Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45
Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06