Nífalt fleiri karlmenn heldur en konur fyrirfóru sér í fyrra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. september 2017 06:00 Sé fólk haldið vanlíðan eða sjálfsvígshugsunum er meðal annars hægt að hringja í símanúmerið 1717. vísir/valli Alls 36 karlmenn fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa ekki verið fleiri sjálfsvíg karlmanna á einu ári, fyrir utan 2010, þegar þau voru jafn mörg, það sem af er þessari öld. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir nauðsynlegt að efla heilsugæsluna og tryggja sálfræðinga í framhaldsskólum. „Því miður fer geðheilsu ungs fólks hrakandi. Það eru nýlegar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Við verðum sérstaklega að hlúa vel að ungu fólki. Samhliða styttingu framhaldsskólanáms og aukinni pressu þá er gífurleg eftirspurn eftir ungmennum á vinnumarkaði. Ofan á þetta bætist álag frá samfélagsmiðlum.“Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. VÍSIR/GVAAnna segir nauðsynlegt að tryggja greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu frá vöggu til grafar. Heilsugæsluna verði að efla og fá sálfræðinga þangað inn sem sinna fullorðnu fólki. „Sem stendur er fyrsta þrep þjónustunnar veikt og það býr til álag á spítalana. Þeir hafa varla bolmagn til að taka á móti öllum sem leita til þeirra,“ segir Anna. Fjórar konur fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa sjálfsvíg kvenna ekki verið færri á síðustu sautján árum. Árið 2011 fyrirfóru fimm sér en á öðrum árum áratugarins hafa sjálfsvíg þeirra verið fleiri en tíu. Sé litið á tölur yfir sjálfsvíg síðustu tuttugu árin má sjá að karlmenn eru tvöfalt til þrefalt líklegri til að stytta sér aldur. Úr tölunum um sjálfsvígin má lesa að karlmenn séu líklegri til að fyrirfara sér fyrr á lífsleiðinni meðan konur gera það frekar um miðjan aldur. „Við verðum að styðja við fólk sem lendir í mótvindi, hlúa að því og byggja upp mannvænt samfélag. Við lögðumst í átakið Út með'ða árið 2015 og höfum fundið fyrir miklum velvilja í garð þess, bæði frá hinu opinbera og einstaklingum. Nú bíðum við eftir því að starfshópur um þetta málefni, sem skipa átti samkvæmt geðheilbrigðisáætlun frá árinu 2015, verði skipaður.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Alls 36 karlmenn fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa ekki verið fleiri sjálfsvíg karlmanna á einu ári, fyrir utan 2010, þegar þau voru jafn mörg, það sem af er þessari öld. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir nauðsynlegt að efla heilsugæsluna og tryggja sálfræðinga í framhaldsskólum. „Því miður fer geðheilsu ungs fólks hrakandi. Það eru nýlegar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Við verðum sérstaklega að hlúa vel að ungu fólki. Samhliða styttingu framhaldsskólanáms og aukinni pressu þá er gífurleg eftirspurn eftir ungmennum á vinnumarkaði. Ofan á þetta bætist álag frá samfélagsmiðlum.“Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. VÍSIR/GVAAnna segir nauðsynlegt að tryggja greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu frá vöggu til grafar. Heilsugæsluna verði að efla og fá sálfræðinga þangað inn sem sinna fullorðnu fólki. „Sem stendur er fyrsta þrep þjónustunnar veikt og það býr til álag á spítalana. Þeir hafa varla bolmagn til að taka á móti öllum sem leita til þeirra,“ segir Anna. Fjórar konur fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa sjálfsvíg kvenna ekki verið færri á síðustu sautján árum. Árið 2011 fyrirfóru fimm sér en á öðrum árum áratugarins hafa sjálfsvíg þeirra verið fleiri en tíu. Sé litið á tölur yfir sjálfsvíg síðustu tuttugu árin má sjá að karlmenn eru tvöfalt til þrefalt líklegri til að stytta sér aldur. Úr tölunum um sjálfsvígin má lesa að karlmenn séu líklegri til að fyrirfara sér fyrr á lífsleiðinni meðan konur gera það frekar um miðjan aldur. „Við verðum að styðja við fólk sem lendir í mótvindi, hlúa að því og byggja upp mannvænt samfélag. Við lögðumst í átakið Út með'ða árið 2015 og höfum fundið fyrir miklum velvilja í garð þess, bæði frá hinu opinbera og einstaklingum. Nú bíðum við eftir því að starfshópur um þetta málefni, sem skipa átti samkvæmt geðheilbrigðisáætlun frá árinu 2015, verði skipaður.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira