Hallbera: Byrjum með hreint blað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2017 08:00 Hallbera og stöllur hennar í íslenska landsliðinu taka á móti Færeyingum á mánudaginn. vísir/ernir „Það er alltaf gaman að koma heim og spila á Laugardalsvelli. Við erum að byrja nýja keppni og byrjum með hreint blað,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær. Íslenska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Færeyjum í undankeppni HM á mánudaginn. Þetta er fyrsti leikur stelpnanna okkar eftir vonbrigðin á EM í sumar. „Þetta er ekki auðveldur riðill þótt hann líti út fyrir að vera það. Við þurfum að spila mjög vel til að ná 2. sætinu. Auðvitað erum Þjóðverjarnir líklegir til að taka 1. sætið. Við þurfum að klára svona leiki eins og á mánudaginn. Það er klárt mál,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland ekki leik á EM í Hollandi. Hallbera segir að það hafi tekið tíma að hrista vonbrigðin af sér. „Það tók smá stund. En það hjálpaði að fara aftur til félagsliðsins og byrja að spila þar. Þá jafnaði maður sig á þessu. Við erum búnar að loka þessum kafla og ég held að allir hlakki til að byrja á nýju móti,“ sagði Hallbera. Skagakonan leikur með Djurgården sem situr í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Hún segir að staða liðsins sé nokkuð góð. „Það hefur ekkert gengið alltof vel undanfarin ár svo 4. sætið er flott eins og er. Við höfum verið á góðu róli að undanförnu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera sem kveðst ánægð með dvölina í Svíþjóð. En vill hún vera áfram hjá Djurgården, eða halda áfram í atvinnumennsku. „Ég þarf að skoða hvað ég geri. Ég þarf bara að fara að huga að framtíðinni, hvort ég fari að vinna eða ekki. En það er frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum. Ég skoða málin eftir tímabilið,“ sagði Hallbera að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Freyr: Reynir á liðið andlega eftir rússíbanann í sumar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því færeyska í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á mánudaginn. 13. september 2017 19:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
„Það er alltaf gaman að koma heim og spila á Laugardalsvelli. Við erum að byrja nýja keppni og byrjum með hreint blað,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær. Íslenska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Færeyjum í undankeppni HM á mánudaginn. Þetta er fyrsti leikur stelpnanna okkar eftir vonbrigðin á EM í sumar. „Þetta er ekki auðveldur riðill þótt hann líti út fyrir að vera það. Við þurfum að spila mjög vel til að ná 2. sætinu. Auðvitað erum Þjóðverjarnir líklegir til að taka 1. sætið. Við þurfum að klára svona leiki eins og á mánudaginn. Það er klárt mál,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland ekki leik á EM í Hollandi. Hallbera segir að það hafi tekið tíma að hrista vonbrigðin af sér. „Það tók smá stund. En það hjálpaði að fara aftur til félagsliðsins og byrja að spila þar. Þá jafnaði maður sig á þessu. Við erum búnar að loka þessum kafla og ég held að allir hlakki til að byrja á nýju móti,“ sagði Hallbera. Skagakonan leikur með Djurgården sem situr í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Hún segir að staða liðsins sé nokkuð góð. „Það hefur ekkert gengið alltof vel undanfarin ár svo 4. sætið er flott eins og er. Við höfum verið á góðu róli að undanförnu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera sem kveðst ánægð með dvölina í Svíþjóð. En vill hún vera áfram hjá Djurgården, eða halda áfram í atvinnumennsku. „Ég þarf að skoða hvað ég geri. Ég þarf bara að fara að huga að framtíðinni, hvort ég fari að vinna eða ekki. En það er frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum. Ég skoða málin eftir tímabilið,“ sagði Hallbera að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Freyr: Reynir á liðið andlega eftir rússíbanann í sumar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því færeyska í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á mánudaginn. 13. september 2017 19:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Freyr: Reynir á liðið andlega eftir rússíbanann í sumar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því færeyska í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á mánudaginn. 13. september 2017 19:00