Rekstrartekjur hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík í fyrra námu 1.041 milljón króna. Jukust þær um 34 prósent frá árinu á undan.
Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi Norðursiglingar. Samkvæmt honum hagnaðist fyrirtækið um 48 milljónir króna í fyrra. Afkoman var þá tveimur milljónum lægri en árið á undan.
Fyrirtækið átti í árslok 2016 eignir upp á 1,3 milljarða en skuldaði 889 milljónir. Það rekur einnig veitingastaðina Gamla Bauk, Café Hvalbak og Húsavíkurslipp.

