Sér fyrir sér að heilu landshlutarnir verði eitt sveitarfélag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2017 21:50 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, sér fyrir sér að heilu landshlutarnir verði sameinaðir í eitt sveitarfélag. Þetta kom fram í ræðu hans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi fyrr í kvöld. Ráðherrann lagði út frá því í ræðu sinni að hér á landi væru sveitarfélög meira en 70 talsins. „Sum eru agnarsmá, jafnvel með tugi íbúa, en þau hafa sömu skyldur og höfuðborgin með tæplega 125 þúsund manns. Við hljótum að sjá miklu stærri heildir og verðum að sjá miklu stærri heildir. Ég sé fyrir mér að Austurland, Vestfirðir og Suðurnes verði sterk sveitarfélög þar sem horft verði á hagsmuni allra íbúa við stjórnun,“ sagði Benedikt. Þá ræddi hann um framtíðina, tæknina og kreppuna. „Tæknin er undirstaða framfara og upplýsingar eru grunnur að skynsamlegri ákvarðanatöku. En hvernig gat það gerst á tækniöld, þegar við höfðum tölvur með meiri reiknigetu en nokkru sinni fyrr og ítarlegri upplýsingar en nokkru sinni áður, að snjallasta fólk heims kom okkur í verri kreppu en við höfum kynnst frá seinni heimstyrjöldinni?“ Þá sagði Benedikt að við værum að keppast við að koma í veg fyrir annað hrun en að næsta bankakreppa yrði ekki eins og sú síðasta. „Tæknin getur hjálpað okkur, en hún getur líka steypt okkur í glötun. Veikleikinn verður alltaf mannlegi þátturinn þar sem freistingar eru margar og ágirnd þeirra sem eiga eiga meira en nóg er oft gengdarlaus. Hér megum við í þessum sal ekki sofna á verðinum.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, sér fyrir sér að heilu landshlutarnir verði sameinaðir í eitt sveitarfélag. Þetta kom fram í ræðu hans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi fyrr í kvöld. Ráðherrann lagði út frá því í ræðu sinni að hér á landi væru sveitarfélög meira en 70 talsins. „Sum eru agnarsmá, jafnvel með tugi íbúa, en þau hafa sömu skyldur og höfuðborgin með tæplega 125 þúsund manns. Við hljótum að sjá miklu stærri heildir og verðum að sjá miklu stærri heildir. Ég sé fyrir mér að Austurland, Vestfirðir og Suðurnes verði sterk sveitarfélög þar sem horft verði á hagsmuni allra íbúa við stjórnun,“ sagði Benedikt. Þá ræddi hann um framtíðina, tæknina og kreppuna. „Tæknin er undirstaða framfara og upplýsingar eru grunnur að skynsamlegri ákvarðanatöku. En hvernig gat það gerst á tækniöld, þegar við höfðum tölvur með meiri reiknigetu en nokkru sinni fyrr og ítarlegri upplýsingar en nokkru sinni áður, að snjallasta fólk heims kom okkur í verri kreppu en við höfum kynnst frá seinni heimstyrjöldinni?“ Þá sagði Benedikt að við værum að keppast við að koma í veg fyrir annað hrun en að næsta bankakreppa yrði ekki eins og sú síðasta. „Tæknin getur hjálpað okkur, en hún getur líka steypt okkur í glötun. Veikleikinn verður alltaf mannlegi þátturinn þar sem freistingar eru margar og ágirnd þeirra sem eiga eiga meira en nóg er oft gengdarlaus. Hér megum við í þessum sal ekki sofna á verðinum.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00