Heildstæð úttekt sýnir hundraða milljarða gat Sigurður Hannesson skrifar 13. september 2017 07:00 Innviði landsins þarf að þróa og uppfæra í takt við þarfir samfélagsins og framtíð þess. Sú uppbygging er forsenda þess að atvinnulíf blómstri um land allt. Þetta á við um samgöngur, fjarskipti, gagnatengingar og raforku. Á síðustu árum hefur fjárfesting í innviðum verið of lítil og það mun bitna á okkur í framtíðinni verði ekki bætt í. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi enda verðum við að standa jafnfætis öðrum ríkjum sem við viljum bera okkur saman við til að ná þeim lífskjörum sem sóst er eftir. Þess vegna er sérstaklega jákvætt að sjá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar setja þessi mál í forgang fyrir komandi þingvetur en ljóst er að stórátak þarf til. Samtök iðnaðarins vinna að úttekt á stöðu innviða landsins. Heildstæð og ítarleg úttekt af því tagi hefur ekki verið gerð fyrr hér á landi svo vitað sé til en þessi vinna á sér erlendar fyrirmyndir. Ljóst er að fjárfesta þarf fyrir hundruð milljarða króna svo innviðir landsins séu nægilega sterkir og styðji við framtíðarvöxt.Brýn innviðaverkefni um land allt Innviðaverkefnin eru fjölmörg. Nægir að nefna að víða um land eru hættulegir vegakaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Margoft hefur komið fram að á höfuðborgarsvæðinu þurfi að bæta samgöngur talsvert. Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Með því að bæta úr því væri raforka ekki eingöngu tryggari um land allt heldur yrðu til verðmæti í orku sem ella fer til spillis. Þá þarf að bæta gagnatengingar á landsbyggðinni verulega og það er öryggismál fyrir landsmenn að annar gagnastrengur verði lagður til útlanda. Gögn eru helsta hrávara fjórðu iðnbyltingarinnar en hún snýst að miklu leyti um söfnun þeirra og úrvinnslu. Verðmæti gagna eru mikil og því munu gagnatengingar skipa ríkari sess með tímanum.Samstarf einkaaðila og hins opinbera nauðsynlegt Það er morgunljóst að einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Þekking á rekstri slíkra verkefna hefur byggst upp hér og nægir þar að nefna fyrirtækið Spöl og Hvalfjarðargöngin. Til að setja þetta í samhengi er það rifjað upp að á 1100 ára afmæli byggðar í landinu var þjóðargjöfin Þjóðarbókhlaðan vestur á Melum. Raunar á bygging hússins sér lengri aðdraganda en framkvæmdir hófust árið 1978. Tuttugu árum eftir hin miklu tímamót, eða 1. desember árið 1994, var Þjóðarbókhlaðan tekin í notkun. Kostnaðurinn nam 2,5 milljörðum sem er um 8,4 milljarðar framreiknað með byggingavísitölu. Þetta minnir okkur svo sannarlega á að framkvæmdir á vegum hins opinbera geta tekið óralangan tíma, jafnvel þótt kostnaðurinn sé ekkert í líkingu við uppsafnaða þörf. Slíkan tíma höfum við ekki til stefnu þegar kemur að innviðum Íslands.Núna er rétti tíminn til framkvæmda Á næstu árum mun draga úr hagvexti samkvæmt spám Seðlabanka Íslands. Þar með skapast svigrúm til framkvæmda. Þessu til viðbótar þarf hvort sem er að fjárfesta til að styðja við framtíðarvöxt. Niðurstöður nýlegra útboða í gatnagerð á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að nú sé hagstætt að ráðast í framkvæmdir. Það er ekki eftir neinu að bíða.Greinarhöfundur er Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Sigurður Hannesson Skoðun Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Innviði landsins þarf að þróa og uppfæra í takt við þarfir samfélagsins og framtíð þess. Sú uppbygging er forsenda þess að atvinnulíf blómstri um land allt. Þetta á við um samgöngur, fjarskipti, gagnatengingar og raforku. Á síðustu árum hefur fjárfesting í innviðum verið of lítil og það mun bitna á okkur í framtíðinni verði ekki bætt í. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi enda verðum við að standa jafnfætis öðrum ríkjum sem við viljum bera okkur saman við til að ná þeim lífskjörum sem sóst er eftir. Þess vegna er sérstaklega jákvætt að sjá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar setja þessi mál í forgang fyrir komandi þingvetur en ljóst er að stórátak þarf til. Samtök iðnaðarins vinna að úttekt á stöðu innviða landsins. Heildstæð og ítarleg úttekt af því tagi hefur ekki verið gerð fyrr hér á landi svo vitað sé til en þessi vinna á sér erlendar fyrirmyndir. Ljóst er að fjárfesta þarf fyrir hundruð milljarða króna svo innviðir landsins séu nægilega sterkir og styðji við framtíðarvöxt.Brýn innviðaverkefni um land allt Innviðaverkefnin eru fjölmörg. Nægir að nefna að víða um land eru hættulegir vegakaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Margoft hefur komið fram að á höfuðborgarsvæðinu þurfi að bæta samgöngur talsvert. Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Með því að bæta úr því væri raforka ekki eingöngu tryggari um land allt heldur yrðu til verðmæti í orku sem ella fer til spillis. Þá þarf að bæta gagnatengingar á landsbyggðinni verulega og það er öryggismál fyrir landsmenn að annar gagnastrengur verði lagður til útlanda. Gögn eru helsta hrávara fjórðu iðnbyltingarinnar en hún snýst að miklu leyti um söfnun þeirra og úrvinnslu. Verðmæti gagna eru mikil og því munu gagnatengingar skipa ríkari sess með tímanum.Samstarf einkaaðila og hins opinbera nauðsynlegt Það er morgunljóst að einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Þekking á rekstri slíkra verkefna hefur byggst upp hér og nægir þar að nefna fyrirtækið Spöl og Hvalfjarðargöngin. Til að setja þetta í samhengi er það rifjað upp að á 1100 ára afmæli byggðar í landinu var þjóðargjöfin Þjóðarbókhlaðan vestur á Melum. Raunar á bygging hússins sér lengri aðdraganda en framkvæmdir hófust árið 1978. Tuttugu árum eftir hin miklu tímamót, eða 1. desember árið 1994, var Þjóðarbókhlaðan tekin í notkun. Kostnaðurinn nam 2,5 milljörðum sem er um 8,4 milljarðar framreiknað með byggingavísitölu. Þetta minnir okkur svo sannarlega á að framkvæmdir á vegum hins opinbera geta tekið óralangan tíma, jafnvel þótt kostnaðurinn sé ekkert í líkingu við uppsafnaða þörf. Slíkan tíma höfum við ekki til stefnu þegar kemur að innviðum Íslands.Núna er rétti tíminn til framkvæmda Á næstu árum mun draga úr hagvexti samkvæmt spám Seðlabanka Íslands. Þar með skapast svigrúm til framkvæmda. Þessu til viðbótar þarf hvort sem er að fjárfesta til að styðja við framtíðarvöxt. Niðurstöður nýlegra útboða í gatnagerð á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að nú sé hagstætt að ráðast í framkvæmdir. Það er ekki eftir neinu að bíða.Greinarhöfundur er Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun