Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2017 20:45 Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður til héraðssaksóknara. Hann er grunaður um að hafa dregið sér fé upp á um hálfan milljarð króna. Vísir/eyþór Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Fjárhæðirnar hlaupa á hundruðum milljóna króna að sögn talsmanns fyrirtækisins en Magnús á að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga og dregið þannig að sér fé. Magnús er stofnandi kísilverksmiðju United Silicon og fyrrverandi forstjóri. Í byrjun árs fór Magnús úr stjórn félagsins vegna samstarfsörðugleika en stuttu síðar fóru vísbendingar um hina meintu refsiverðu háttsemi að koma í ljós. „Ný stjórn kemur að málinu nú í byrjun árs og þá er farið markvisst í að vinna að endurskipulagningu og ná tökum á fjárreiðum og rekstri félagsins. Smátt og smátt þá kemur í ljós að ýmislegt virðist ekki stemma. Það eru vísbendingar um að skjalafals hafi átt sér stað, það er að gefnir hafi verið út falsaðir reikningar sem ekki áttu rétt á sér,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon, í samtali við fréttastofu.Grunaður um að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga Samkvæmt heimildum fréttastofu er Magnús grunaður um að hafa gefið út reikninga í nafni fyrirtækis, sem hét sama eða svipuðu nafni og það sem framleiddi búnað fyrir United Silicon. United Silicon taldi því að reikningarnir væru hluti af uppgjöri á samningi fyrirtækisins við búnaðarframleiðandann og greiddi þá í góðri trú. Þá á Magnús að hafa beitt miklum blekkingum til að reyna að leyna brotunum en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann grunaður um að hafa dregið sér rúman hálfan milljarð króna. Hún áréttar að Magnús hafi enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Það var stjórn United Silicon, í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun, sem sendi Embætti héraðssaksóknara kæru vegna málsins um hádegisbil í dag. Kæran er byggð á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. „Því miður þá virðist okkur sem svo að það sé rökstuddur grunur fyrir því að þessi brot hafi átt sér stað í mjög langan tíma, jafnvel allt frá byrjun.“ Karen segir að farið hafi verið yfir málið með starfsmönnum og þeim greint frá stöðunni. Hinir ýmsu aðilar lagt fé í fyrirtækið, meðal annars lífeyrissjóðir, auk Arion banka sem afskrifaði tæpan milljarð sem bankinn átti í félaginu í sumar. „Þetta er auðvitað afskaplega sorglegt því þarna hafa fjölmargir aðilar farið af stað í góðri trú og af miklum metnaði og vitanlega grunaði engan að svona gæti farið.“ Karen segir að stjórn félagsins muni vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins. „Það er fyrirtækinu fyrir bestu og í því eru allir hagsmunir fólgnir.“ Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Fjárhæðirnar hlaupa á hundruðum milljóna króna að sögn talsmanns fyrirtækisins en Magnús á að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga og dregið þannig að sér fé. Magnús er stofnandi kísilverksmiðju United Silicon og fyrrverandi forstjóri. Í byrjun árs fór Magnús úr stjórn félagsins vegna samstarfsörðugleika en stuttu síðar fóru vísbendingar um hina meintu refsiverðu háttsemi að koma í ljós. „Ný stjórn kemur að málinu nú í byrjun árs og þá er farið markvisst í að vinna að endurskipulagningu og ná tökum á fjárreiðum og rekstri félagsins. Smátt og smátt þá kemur í ljós að ýmislegt virðist ekki stemma. Það eru vísbendingar um að skjalafals hafi átt sér stað, það er að gefnir hafi verið út falsaðir reikningar sem ekki áttu rétt á sér,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon, í samtali við fréttastofu.Grunaður um að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga Samkvæmt heimildum fréttastofu er Magnús grunaður um að hafa gefið út reikninga í nafni fyrirtækis, sem hét sama eða svipuðu nafni og það sem framleiddi búnað fyrir United Silicon. United Silicon taldi því að reikningarnir væru hluti af uppgjöri á samningi fyrirtækisins við búnaðarframleiðandann og greiddi þá í góðri trú. Þá á Magnús að hafa beitt miklum blekkingum til að reyna að leyna brotunum en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann grunaður um að hafa dregið sér rúman hálfan milljarð króna. Hún áréttar að Magnús hafi enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Það var stjórn United Silicon, í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun, sem sendi Embætti héraðssaksóknara kæru vegna málsins um hádegisbil í dag. Kæran er byggð á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. „Því miður þá virðist okkur sem svo að það sé rökstuddur grunur fyrir því að þessi brot hafi átt sér stað í mjög langan tíma, jafnvel allt frá byrjun.“ Karen segir að farið hafi verið yfir málið með starfsmönnum og þeim greint frá stöðunni. Hinir ýmsu aðilar lagt fé í fyrirtækið, meðal annars lífeyrissjóðir, auk Arion banka sem afskrifaði tæpan milljarð sem bankinn átti í félaginu í sumar. „Þetta er auðvitað afskaplega sorglegt því þarna hafa fjölmargir aðilar farið af stað í góðri trú og af miklum metnaði og vitanlega grunaði engan að svona gæti farið.“ Karen segir að stjórn félagsins muni vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins. „Það er fyrirtækinu fyrir bestu og í því eru allir hagsmunir fólgnir.“
Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38