Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. september 2017 18:29 Haniye í afmælinu sínu á Klambratúni í byrjun ágústmánaðar. vísir/laufey elíasdóttir Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað. RÚV sagði fyrst frá. Til stendur að vísa þeim Abrahim og Haniye Maleki úr landi á fimmtudag eftir að Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli. „Þau hafa heimild til þess að fara fram á það við Útlendingastofnun að því verði frestað á grundvelli 3. mgr. 35. gr. laga um útlendinga. Þau ákváðu að nýta sér þetta og eftir því sem við vitum hefur Ríkislögreglustjóri ekki gert þetta áður,“segir Guðmundur Karl Karlsson í samtali við Vísi en hann er vinur feðginanna og hefur aðstoðað þau hér á landi. Útlendingastofnun fékk beiðnina seint í dag og hefur ekki tekið afstöðu til hennar. Þarf ríka ástæðu til að neita „Vonandi eru einhverjir Íslendingar í stjórnsýslunni sem spyrna við fótunum. Þau eru búin að óska eftir þessu en það er ekki búið að taka þetta til skoðunar hjá Útlendingastofnun,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir að Útlendingastofnun hafi heimild til þess að fresta brottvísun þeirra og reynir að vera vongóður á útkomuna. „Ég held að það verði rosalega erfitt að sannfæra nokkurn mann um það eigi augljóslega ekki að fresta þessu. Þau eiga að fara á fimmtudaginn svo þau hafa ekki langan tíma til þess að taka afstöðu. Ég er nokkuð viss um að fyrst að ríkislögreglustjóri er búinn að óska eftir þessu þá megi hann ekki flytja þau fyrr en afstaða liggur fyrir. Þessi þriðja málsgrein í útlendingalögum virðist ekkert mjög flókin og það þarf ríka ástæðu til þess að neita þessari beiðni.“ Þriðja grein útlendingalaga fjallar meðal annars um einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu en íslensk stjórnvöld ætla að láta yfirvöld í Þýskalandi, þangað sem senda á feðginin, vita af viðkvæmri stöðu þeirra. Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye glímir við alvarleg andleg veikindi. Fatlaðir einstaklingar, einstæðir foreldrar með ung börn og alvarlega veikir einstaklingar eru meðal þeirra sem skilgreindir eru í viðkvæmri stöðu samkvæmt þriðju grein útlendingalaga. „Þetta er allt að gerast svo ótrúlega hratt.“ Guðmundur Karl segir að það sé mikið af öflum að toga núna, flest öll í jákvæða átt en svo sterk öfl í neikvæða átt þannig að maður þorir varla að gera sér í hugarlund hvað gerist næst. Ég er náttúrulega alltaf vongóður en svo bíðum við bara og sjáum.“ Tengdar fréttir Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað. RÚV sagði fyrst frá. Til stendur að vísa þeim Abrahim og Haniye Maleki úr landi á fimmtudag eftir að Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli. „Þau hafa heimild til þess að fara fram á það við Útlendingastofnun að því verði frestað á grundvelli 3. mgr. 35. gr. laga um útlendinga. Þau ákváðu að nýta sér þetta og eftir því sem við vitum hefur Ríkislögreglustjóri ekki gert þetta áður,“segir Guðmundur Karl Karlsson í samtali við Vísi en hann er vinur feðginanna og hefur aðstoðað þau hér á landi. Útlendingastofnun fékk beiðnina seint í dag og hefur ekki tekið afstöðu til hennar. Þarf ríka ástæðu til að neita „Vonandi eru einhverjir Íslendingar í stjórnsýslunni sem spyrna við fótunum. Þau eru búin að óska eftir þessu en það er ekki búið að taka þetta til skoðunar hjá Útlendingastofnun,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir að Útlendingastofnun hafi heimild til þess að fresta brottvísun þeirra og reynir að vera vongóður á útkomuna. „Ég held að það verði rosalega erfitt að sannfæra nokkurn mann um það eigi augljóslega ekki að fresta þessu. Þau eiga að fara á fimmtudaginn svo þau hafa ekki langan tíma til þess að taka afstöðu. Ég er nokkuð viss um að fyrst að ríkislögreglustjóri er búinn að óska eftir þessu þá megi hann ekki flytja þau fyrr en afstaða liggur fyrir. Þessi þriðja málsgrein í útlendingalögum virðist ekkert mjög flókin og það þarf ríka ástæðu til þess að neita þessari beiðni.“ Þriðja grein útlendingalaga fjallar meðal annars um einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu en íslensk stjórnvöld ætla að láta yfirvöld í Þýskalandi, þangað sem senda á feðginin, vita af viðkvæmri stöðu þeirra. Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye glímir við alvarleg andleg veikindi. Fatlaðir einstaklingar, einstæðir foreldrar með ung börn og alvarlega veikir einstaklingar eru meðal þeirra sem skilgreindir eru í viðkvæmri stöðu samkvæmt þriðju grein útlendingalaga. „Þetta er allt að gerast svo ótrúlega hratt.“ Guðmundur Karl segir að það sé mikið af öflum að toga núna, flest öll í jákvæða átt en svo sterk öfl í neikvæða átt þannig að maður þorir varla að gera sér í hugarlund hvað gerist næst. Ég er náttúrulega alltaf vongóður en svo bíðum við bara og sjáum.“
Tengdar fréttir Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30
Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29
Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00