Um fjórðungur skólps óhreinsaður Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. september 2017 12:19 Skólphreinsistöðin við Faxaskjól þar sem óhreinsað skólp streymdi út í sjó fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm Árið 2014 bjó um fjórðungur landsmanna ekki við neina skólphreinsun þrátt fyrir að öll þéttbýlissvæði hafi átt að vera komin með fullnægjandi skólphreinsun í lok árs 2005. Auk þess eru vísbendingar um að skólphreinsunin sem komin er uppfylli í sumum tilvikum ekki þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu Umhverfsistofnunar um frárennslismál. Þar segir að hægt hafi á framkævmdum seinni ár og frá því að síðasta stöðuskýrsla var gefin út árið 2010 og hefur þeim sem búa við einhverskonar skólphreinsun einungis fjölgað um tvö prósent. Óvíst er hvort að um sé að ræða raunverulega fjölgun vegna óvissu í gögnum. Af því skólpi sem myndaðist í þéttbýli á landinu var 94 prósent losað í sjó, fimm prósent í ár og stöðuvötn og eitt prósent í ármynni eða grunnvatn. Árið 2014 var 68 prósent skólps frá þéttbýlum hreinsað með eins þreps hreinsun, tvö prósent með tveggja þrepa og eitt prósent með frekari hreinsun en tveggja þrepa. Aftur á móti var 24 prósent skólpsins ekkert hreinsað og ekki er vitað hvernig fimm prósent þess var hreinsað eða hvort það hefði yfirleitt fengið nokkra hreinsun.Í skýrslunni segir að það fyrirkomulag sem stuðst sé við í dag hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Skýra þurfi ábyrgðarskiptingu milli sveitarfélaga sem rekstraraðila fráveitna, fyrirtækja, heimila í dreifbýli og eftirlitsaðila það er heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar, með það að markmiði að byggja upp nægilega gott kerfi til að tryggja nauðsynlegan árangur í málaflokknum. Meðal annars þurfi að skýra hvort og þá hvernig þvingunarúrræðum verði beitt gagnvart þeim sveitarfélögum sem ekki uppfylla sínar lagalegu skyldur. Umhverfismál Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Árið 2014 bjó um fjórðungur landsmanna ekki við neina skólphreinsun þrátt fyrir að öll þéttbýlissvæði hafi átt að vera komin með fullnægjandi skólphreinsun í lok árs 2005. Auk þess eru vísbendingar um að skólphreinsunin sem komin er uppfylli í sumum tilvikum ekki þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu Umhverfsistofnunar um frárennslismál. Þar segir að hægt hafi á framkævmdum seinni ár og frá því að síðasta stöðuskýrsla var gefin út árið 2010 og hefur þeim sem búa við einhverskonar skólphreinsun einungis fjölgað um tvö prósent. Óvíst er hvort að um sé að ræða raunverulega fjölgun vegna óvissu í gögnum. Af því skólpi sem myndaðist í þéttbýli á landinu var 94 prósent losað í sjó, fimm prósent í ár og stöðuvötn og eitt prósent í ármynni eða grunnvatn. Árið 2014 var 68 prósent skólps frá þéttbýlum hreinsað með eins þreps hreinsun, tvö prósent með tveggja þrepa og eitt prósent með frekari hreinsun en tveggja þrepa. Aftur á móti var 24 prósent skólpsins ekkert hreinsað og ekki er vitað hvernig fimm prósent þess var hreinsað eða hvort það hefði yfirleitt fengið nokkra hreinsun.Í skýrslunni segir að það fyrirkomulag sem stuðst sé við í dag hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Skýra þurfi ábyrgðarskiptingu milli sveitarfélaga sem rekstraraðila fráveitna, fyrirtækja, heimila í dreifbýli og eftirlitsaðila það er heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar, með það að markmiði að byggja upp nægilega gott kerfi til að tryggja nauðsynlegan árangur í málaflokknum. Meðal annars þurfi að skýra hvort og þá hvernig þvingunarúrræðum verði beitt gagnvart þeim sveitarfélögum sem ekki uppfylla sínar lagalegu skyldur.
Umhverfismál Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira