Ólafía Þórunn: Reyndi að gera hlutina einfalt og halda mér í núinu 10. september 2017 17:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty „Ég reyndi að gera hlutina einfalt, völlurinn hentaði mér vel, ég var að slá vel, koma mér í færi og púttin voru að falla,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, aðspurð út í spilamennskuna um helgina er íþróttadeild 365 heyrði í henni þegar hún var nýlent í Frakklandi fyrr í dag. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi lenti Ólafía í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis á LPGA-mótaröðinni en örn á lokaholunni skaut henni upp í fjórða sætið.Sjá einnig:Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni „Það var auðvitað frábært að sjá það detta, ég var búinn að vera nálægt því að setja nokkur innáhögg niður og það datt loksins þarna,“ sagði Ólafía sem fékk rúmlega tíu milljónir íslenskra króna fyrir árangur sinn á mótinu. „Ég reyndi bara að halda mér í núinu, einblína á að klára þar sem lokaholurnar á vellinum voru erfiðar. Það var góð tilfinning að klára svona vel.“ Fyrir vikið skaust Ólafía upp um 39. sæti á peningalistanum, alla leiðina upp í 67. sæti en 100 efstu kylfingar halda þátttökuréttinum á mótaröðinni. „Það er ekki bara að ná meðal hundrað efstu, ef maður er meðal efstu 80 kylfingana færðu meira val um hvaða mót þú tekur þátt á. Þá fæ ég þátttökurétt á öðrum mótum þar sem það er enginn niðurskurður sem er bara frábært.“Sjá einnig:Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Ólafía verður meðal þátttakenda á Evian-mótinu um næstu helgi, síðasta risamóti ársins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Frakklandi við landamærin að Sviss. „Þetta veitir mér sjálfstraust fyrir mótið, ég hef spilað völlinn sem Evian-mótið er á áður svo ég kannast við hann og það hjálpar mér vonandi. Ég lék þarna í úrtökumóti á síðasta ári og það hjálpar við undirbúninginn.“ Nánar verður rætt við Ólafíu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún er á leiðinni til Nýja-Sjálands á mót þegar mótinu lýkur í Frakklandi. Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Ég reyndi að gera hlutina einfalt, völlurinn hentaði mér vel, ég var að slá vel, koma mér í færi og púttin voru að falla,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, aðspurð út í spilamennskuna um helgina er íþróttadeild 365 heyrði í henni þegar hún var nýlent í Frakklandi fyrr í dag. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi lenti Ólafía í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis á LPGA-mótaröðinni en örn á lokaholunni skaut henni upp í fjórða sætið.Sjá einnig:Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni „Það var auðvitað frábært að sjá það detta, ég var búinn að vera nálægt því að setja nokkur innáhögg niður og það datt loksins þarna,“ sagði Ólafía sem fékk rúmlega tíu milljónir íslenskra króna fyrir árangur sinn á mótinu. „Ég reyndi bara að halda mér í núinu, einblína á að klára þar sem lokaholurnar á vellinum voru erfiðar. Það var góð tilfinning að klára svona vel.“ Fyrir vikið skaust Ólafía upp um 39. sæti á peningalistanum, alla leiðina upp í 67. sæti en 100 efstu kylfingar halda þátttökuréttinum á mótaröðinni. „Það er ekki bara að ná meðal hundrað efstu, ef maður er meðal efstu 80 kylfingana færðu meira val um hvaða mót þú tekur þátt á. Þá fæ ég þátttökurétt á öðrum mótum þar sem það er enginn niðurskurður sem er bara frábært.“Sjá einnig:Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Ólafía verður meðal þátttakenda á Evian-mótinu um næstu helgi, síðasta risamóti ársins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Frakklandi við landamærin að Sviss. „Þetta veitir mér sjálfstraust fyrir mótið, ég hef spilað völlinn sem Evian-mótið er á áður svo ég kannast við hann og það hjálpar mér vonandi. Ég lék þarna í úrtökumóti á síðasta ári og það hjálpar við undirbúninginn.“ Nánar verður rætt við Ólafíu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún er á leiðinni til Nýja-Sjálands á mót þegar mótinu lýkur í Frakklandi.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti