Fótbolti

Glódís bjargaði stigi fyrir Rosengard | Fanndís byrjaði strax í fyrsta leik

Glódís Perla Viggósdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir Mynd/Getty
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði jöfnunarmark Rosengard í 2-2 jafntefli gegn Linköpings á heimavelli í sænsku deildinni í dag en jöfnunarmark hennar kom á 88. mínútu leiksins og heldur þeim inn í baráttunni um titilinn.

Var þetta toppslagur þar sem Rosengard gat saxað á fjögurra stiga forskot Linköpings en gestirnir komust 2-0 yfir í upphafi seinni hálfleiks. Ella Masar minnkaði muninn á 69. mínútu áður en Glódís jafnaði metin á 88. mínútu.

Lengra komst Rosengard ekki en Linköpings heldur því fjögurra stiga forskoti á toppi dldarinnar eftir fimmtán umferðir en þetta var annað jafntefli Rosengard í röð.

Fanndís Friðriksdóttir kom strax inn í byrjunarlið Marseille í 1-2 tapi gegn París í annarri umferð frönsku deildarinnar en þetta var fyrsti leikur Fanndísar fyrir Marseille eftir félagsskipti frá Blikum á dögunum.

Marseille komst yfir snemma leiks með marki frá Marie Alidou d'Anjou á 11. mínútu en Gaetane Thiney svaraði um hæl á 27. mínútu og var staðan jöfn í hálfleik.

Ines Jaurena kom París yfir með öðru marki Paris en það reyndist vera sigurmark leiksins en Paris hefur unnið báða leiki sína til þessu á meðan Marseille er aðeins með eitt stig eftir tvær umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×