Kornakur í fjallasal Hornafjarðar skilar 50 prósent meiri uppskeru Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2017 09:33 Kornuppskera stefnir í að verða einhver sú besta á landinu um langt árabil. Dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósenta meira korni en í fyrra. Rætt var við Þórhall Einarsson, kornsláttumann á Hornafirði, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Í mögnuðum fjallasal á jörðinni Hoffelli í innanverðum Hornafirði hófst kornskurður fyrir helgi. Nokkrir bændur á Mýrum og í Hornafirði hafa með sér félag um rekstur tveggja þreskivéla. Þórhallur Einarsson kornsláttumaður lætur vel af uppskerunni en hann slær hér byggakur fyrir Eirík Egilsson, kúabónda á Seljavöllum í Nesjum. „Það lítur mjög vel út, allavega hérna það sem ég hef séð. Þetta er fyrsti akurinn sem ég hef séð af þessu og hann lítur mjög vel út,” segir Þórhallur. Kornskurður hófst í Hornafirði á fimmtudag. Bæirnir á Hoffelli sjást efst til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir bændur um land allt hafa svipaða sögu að segja og það sé óvenjulegt að kornrækt hafi gengið svo vel í öllum landshlutum. Annars hafi orðið samdráttur í kornræktinni á síðustu árum vegna ýmissa áfalla. „Oft hefur farið illa, bæði út af gæs og veðrum,” segir Þórhallur. En nú er staðan mun betri. Þannig áætlar Þórhallur að þessi sextán hektara akur gefi 150 tonn í ár miðað við 100 tonn í fyrra, eða 50 prósentum meira. En hvað veldur svo miklu betri uppskeru í ár? „Ég held að það hafi bara verið svo gott sumar. Búið að vera sól og blíða, búið að vera mjög gott veður hér í sumar.”Kornakurinn á Hoffelli. Fjær sést Hoffellsjökull.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sjálfur hefur Þórhallur kornsláttinn sem aukastarf. Það sé hluti af dagskránni að fara út í sveitir á haustin en annars starfi hann á Höfn. Og hann segist ekki gleyma sér við að horfa á skriðjöklana, - segist vera með þá fyrir augunum allan daginn. Hornafjörður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Kornuppskera stefnir í að verða einhver sú besta á landinu um langt árabil. Dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósenta meira korni en í fyrra. Rætt var við Þórhall Einarsson, kornsláttumann á Hornafirði, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Í mögnuðum fjallasal á jörðinni Hoffelli í innanverðum Hornafirði hófst kornskurður fyrir helgi. Nokkrir bændur á Mýrum og í Hornafirði hafa með sér félag um rekstur tveggja þreskivéla. Þórhallur Einarsson kornsláttumaður lætur vel af uppskerunni en hann slær hér byggakur fyrir Eirík Egilsson, kúabónda á Seljavöllum í Nesjum. „Það lítur mjög vel út, allavega hérna það sem ég hef séð. Þetta er fyrsti akurinn sem ég hef séð af þessu og hann lítur mjög vel út,” segir Þórhallur. Kornskurður hófst í Hornafirði á fimmtudag. Bæirnir á Hoffelli sjást efst til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir bændur um land allt hafa svipaða sögu að segja og það sé óvenjulegt að kornrækt hafi gengið svo vel í öllum landshlutum. Annars hafi orðið samdráttur í kornræktinni á síðustu árum vegna ýmissa áfalla. „Oft hefur farið illa, bæði út af gæs og veðrum,” segir Þórhallur. En nú er staðan mun betri. Þannig áætlar Þórhallur að þessi sextán hektara akur gefi 150 tonn í ár miðað við 100 tonn í fyrra, eða 50 prósentum meira. En hvað veldur svo miklu betri uppskeru í ár? „Ég held að það hafi bara verið svo gott sumar. Búið að vera sól og blíða, búið að vera mjög gott veður hér í sumar.”Kornakurinn á Hoffelli. Fjær sést Hoffellsjökull.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sjálfur hefur Þórhallur kornsláttinn sem aukastarf. Það sé hluti af dagskránni að fara út í sveitir á haustin en annars starfi hann á Höfn. Og hann segist ekki gleyma sér við að horfa á skriðjöklana, - segist vera með þá fyrir augunum allan daginn.
Hornafjörður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira