Segir af sér vegna vinnuferða með einkaþotum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2017 21:11 Fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price. Vísir/AFP Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst um tíðar ferðir hans með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Bandaríski stjórnmálafjölmiðillinn Politico greindi fyrst frá einkaþotumálinu en rannsókn blaðamanna miðilsins leiddi í ljós að Price hafði flogið að minnsta kosti 26 sinnum með einkaþotu í opinberum erindagjörðum síðan í byrjun maí. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar en heildarkostnaður vegna flugferða Price með einkaþotum er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Heilbrigðisráðherrann Thomas Price sagði af sér fyrr í dag og forsetinn varð við afsögn hans,“ sagði í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu sem send var út í dag. Price baðst afsökunar á málinu í gær og sagðist enn fremur ætla að borga hluta af kostnaði vegna flugferðanna til baka. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í fyrradag að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans en ætlaði að „sjá til“ hvort hann myndi víkja honum úr embætti.Sjá einnig: Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnunaPrice er fyrsti ráðherra í ríkisstjórn Trumps sem segir af sér. Þá sæta tveir embættismenn enn rannsókn vegna kostnaðarsamra ferðalaga en Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna og fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, eru einnig sakaðir um að hafa eytt fjármunum úr hófi fram í flugferðir með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Í frétt Politico segir að Bandaríkjaforseti muni skipa Don Wright, sem gegnir nú embætti aðstoðarheilbrigðisráðherra, í embætti heilbrigðisráðherra þangað til eftirmaður Price verður formlega valinn. Tengdar fréttir Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri "ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherra síns, Tom Price. 28. september 2017 23:57 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst um tíðar ferðir hans með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Bandaríski stjórnmálafjölmiðillinn Politico greindi fyrst frá einkaþotumálinu en rannsókn blaðamanna miðilsins leiddi í ljós að Price hafði flogið að minnsta kosti 26 sinnum með einkaþotu í opinberum erindagjörðum síðan í byrjun maí. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar en heildarkostnaður vegna flugferða Price með einkaþotum er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Heilbrigðisráðherrann Thomas Price sagði af sér fyrr í dag og forsetinn varð við afsögn hans,“ sagði í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu sem send var út í dag. Price baðst afsökunar á málinu í gær og sagðist enn fremur ætla að borga hluta af kostnaði vegna flugferðanna til baka. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í fyrradag að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans en ætlaði að „sjá til“ hvort hann myndi víkja honum úr embætti.Sjá einnig: Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnunaPrice er fyrsti ráðherra í ríkisstjórn Trumps sem segir af sér. Þá sæta tveir embættismenn enn rannsókn vegna kostnaðarsamra ferðalaga en Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna og fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, eru einnig sakaðir um að hafa eytt fjármunum úr hófi fram í flugferðir með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Í frétt Politico segir að Bandaríkjaforseti muni skipa Don Wright, sem gegnir nú embætti aðstoðarheilbrigðisráðherra, í embætti heilbrigðisráðherra þangað til eftirmaður Price verður formlega valinn.
Tengdar fréttir Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri "ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherra síns, Tom Price. 28. september 2017 23:57 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri "ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherra síns, Tom Price. 28. september 2017 23:57