Erlent

Hékk utan á lest á 160 kílómetra hraða

Samúel Karl Ólason skrifar
Lestin fór á um 160 kílómetra og ferðaðist um 25 kílómetra vegalengd áður en hún var stöðvuð.
Lestin fór á um 160 kílómetra og ferðaðist um 25 kílómetra vegalengd áður en hún var stöðvuð. Vísir/AFP
59 ára gamall maður komst í hann krappan í gær þegar hann hékk utan á hraðlest í Þýskalandi. Lestin fór á um 160 kílómetra og ferðaðist um 25 kílómetra vegalengd áður en hún var stöðvuð. Þegar lestin lagði af stað með farangur mannsins um borð stökk hann utan á hana og hékk á gúmmíi á milli vagna, með örsmáa syllu til að standa á.

Samkvæmt frétt TheLocal.de tóku starfsmenn lestarstöðvarinnar í Bielefeld eftir manninum og létu lestarstjórann vita. Þá var lestin hins vegar komin á um 160 kílómetra hraða. Lestin var stöðvuð og manninum hleypt um borð.



Þrátt fyrir að hann hafi fengið að sitja inn í lestinni restina af ferðinni biðu lögregluþjónar þó eftir honum í Hanover. Ekki liggur fyrir hvort hann verður ákærður vegna atviksins, en samkvæmt frétt BBC sakaði manninn, sem talinn er vera frá Rúmeníu, ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×