Bjarki berst um Evrópumeistaratitilinn hjá Fightstar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2017 12:55 Þetta verður svakalegur bardagi. Nú í dag varð ljóst að bardagi Bjarka Þórs Pálssonar og Quamer Hussain þann 7. september í London verður um Evrópumeistaratitilinn í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Bjarki Þór er 3-0 sem atvinnumaður í MMA en Hussain er 6-2. Annar hvor þeirra fær beltið frá Alfie Ronald Davis sem er búinn að semja við Bellator bardagasambandið. „Þegar þetta var lagt á borð þá var ég varla að trúa því og ég var ekki lengi að samþykkja að gera þetta að titilbardaga. Ég er þarna að fara í minn fjórða atvinnubardaga og er strax að fá tækifæri til að berjast um titil. Hjá minni bardagasamböndunum er þetta einmitt svona að titlarnir geta losnað með skömmum fyrirvara þegar stærri samböndin koma og bjóða mönnum samning hjá sér,” segir Bjarki Þór. „Þetta breytir engu um minn undirbúning eða hugarfar til bardagans. Ég er algjörlega fókuseraður og er bara að einbeita mér á þann hátt sem ég myndi vanalega gera. Ég er tilbúinn að öllu leyti og hlakka til að eiga mína allra bestu frammistöðu þegar ég stíg inn í búrið á laugardaginn. Þegar ég er kominn með beltið á mig þá get ég farið að spá í því hvaða þýðingu það hefur fyrir mig, en þangað til, þá hugsa ég ekki um það.” Bjarki Þór mun halda til Lundúna á miðvikudaginn næsta ásamt þeim Magnúsi Inga Ingvarssyni, Birni Þorleifi Þorleifssyni, Ingþóri Erni Valdimarssyni, Þorgrími Þórðarssyni og Bjarka Péturssyni. Þeir eru allir að berjast á á þessum sama viðburði og hafa æft saman að krafti undangengnar vikur. Talsverðar hrókeringar hafa verið á andstæðingum þeirra frá því að þetta var upphaflega tilkynnt. Í tvígang hafa fyrirhugaðir andstæðingar Ingþórs meiðst og þurft að draga sig úr keppni, sem stendur þá er ekki búið að staðfesta nýjan andstæðing fyrir hann, en ýmis teikn eru á lofti og má vænta staðfestingar von bráðar. Bjarki Pétursson hefur jafnframt fengið nýjan andstæðing eftir að Felix Klinkhammer meiddist í vikunni. Nýr andstæðingur Bjarka, eða “Big Red” eins og hann er kallaður, heitir Norbert Novenyi. Norbert er Ungverji og er ósigraður enn á sínum áhugamannaferli eftir tvær viðureignir. Ljóst er að íslenskir bardagaunnendur eiga ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara og má benda á að verið er að skipuleggja hópferð út hann. Hægt er að fá nánari upplýsingar um það á opinni Facebook grúppu sem stofnuð hefur verið um málefnið. MMA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Sjá meira
Nú í dag varð ljóst að bardagi Bjarka Þórs Pálssonar og Quamer Hussain þann 7. september í London verður um Evrópumeistaratitilinn í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Bjarki Þór er 3-0 sem atvinnumaður í MMA en Hussain er 6-2. Annar hvor þeirra fær beltið frá Alfie Ronald Davis sem er búinn að semja við Bellator bardagasambandið. „Þegar þetta var lagt á borð þá var ég varla að trúa því og ég var ekki lengi að samþykkja að gera þetta að titilbardaga. Ég er þarna að fara í minn fjórða atvinnubardaga og er strax að fá tækifæri til að berjast um titil. Hjá minni bardagasamböndunum er þetta einmitt svona að titlarnir geta losnað með skömmum fyrirvara þegar stærri samböndin koma og bjóða mönnum samning hjá sér,” segir Bjarki Þór. „Þetta breytir engu um minn undirbúning eða hugarfar til bardagans. Ég er algjörlega fókuseraður og er bara að einbeita mér á þann hátt sem ég myndi vanalega gera. Ég er tilbúinn að öllu leyti og hlakka til að eiga mína allra bestu frammistöðu þegar ég stíg inn í búrið á laugardaginn. Þegar ég er kominn með beltið á mig þá get ég farið að spá í því hvaða þýðingu það hefur fyrir mig, en þangað til, þá hugsa ég ekki um það.” Bjarki Þór mun halda til Lundúna á miðvikudaginn næsta ásamt þeim Magnúsi Inga Ingvarssyni, Birni Þorleifi Þorleifssyni, Ingþóri Erni Valdimarssyni, Þorgrími Þórðarssyni og Bjarka Péturssyni. Þeir eru allir að berjast á á þessum sama viðburði og hafa æft saman að krafti undangengnar vikur. Talsverðar hrókeringar hafa verið á andstæðingum þeirra frá því að þetta var upphaflega tilkynnt. Í tvígang hafa fyrirhugaðir andstæðingar Ingþórs meiðst og þurft að draga sig úr keppni, sem stendur þá er ekki búið að staðfesta nýjan andstæðing fyrir hann, en ýmis teikn eru á lofti og má vænta staðfestingar von bráðar. Bjarki Pétursson hefur jafnframt fengið nýjan andstæðing eftir að Felix Klinkhammer meiddist í vikunni. Nýr andstæðingur Bjarka, eða “Big Red” eins og hann er kallaður, heitir Norbert Novenyi. Norbert er Ungverji og er ósigraður enn á sínum áhugamannaferli eftir tvær viðureignir. Ljóst er að íslenskir bardagaunnendur eiga ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara og má benda á að verið er að skipuleggja hópferð út hann. Hægt er að fá nánari upplýsingar um það á opinni Facebook grúppu sem stofnuð hefur verið um málefnið.
MMA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Sjá meira