Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 12:03 Þingnefndir skoða nú aðgerðir Rússa á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Vísir/Getty Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Það sama var gert á Facebook en fyrirtækin tvö hafa kynnt umrædda reikninga fyrir rannsóknarnefndum fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Athyglin beinist að mestu að tveimur reikningum á bæði Twitter og Facebook sem voru í forsvari fyrir hreyfingu sem nefnd var „Blacktivist“. Þar var reglulega deilt yfirlýsingum að stjórnvöld Bandaríkjanna væru að sundra og skemma bandarískar fjölskyldur og að þeldökkir Bandaríkjamenn þyrftu að „vakna til lífsins“. Þar að auki voru birt myndbönd af ofbeldi lögregluþjóna gegna svörtum mönnum.Samkvæmt frétt CNN er þetta til marks um aðgerðir Rússa til að skapa deilur í Bandaríkjunum og hafa áhrif á kosningarnar.Siguðu hópum gegn hvorum öðrumFacebook reikningur Blacktivist var í raun umsvifameiri en opinber reikningur Black Lives Matter hreyfingarinnar. Blacktivist var með 360 þúsund like og BLM er með rétt rúm þrjú hundruð þúsund. Einnig hefur komið í ljós að útsendarar Rússlands keyptu um þrjú þúsund auglýsingar á Facebook. Þar á meðal voru auglýsingar sem hylltu samtök og hópa svartra eins og Black Lives Matter. Þeim auglýsingum var ætlað íbúum borga eins og Ferguson og Baltimore, þar sem mjög stór mótmæli hafa orðið eftir að lögregluþjónar skutu svarta menn til bana.Öðrum auglýsingum var beint gegn áðurnefndum hópum og að þeir ógnuðu lýðræði í Bandaríkjunum. Þar að auki keyptu útsendararnir auglýsingar sem fjölluðu um múslima sem studdu Hillary Clinton. Þeim auglýsingum var sérstaklega beint að kjósendum sem óttast múslima.Twitter ekki í stakk búið Fulltrúar Twitter funduðu með þingmönnum í gær, sem voru ósáttir með viðbúnað fyrirtækisins. Þeir segja að fyrirtækið hafi ekki gert almennilega greiningu á samfélagsmiðli sínum og hafi enn sem komið er einungis byggt á þeim gögnum sem Facebook hafi gert opinbert. Þá sögðu þingmenn óljóst hvort að Twitter hefði í raun getuna til að gera almennilega innri rannsókn. Forsvarsmenn Twitter segjast hins vegar ætla að starfa með rannsóknarnefndunum og að innri rannsókn standi enn yfir. Upplýsingar frá Facebook voru notaðar til að finna 22 reikninga á Twitter sem var lokað og þar að auki var lokað á 179 reikninga sem tengdust þeim fyrri. Rætur þeirra reikninga og auglýsinganna sem keyptar voru á Facebook hafa verið raktar til rússnesku stofnunarinnar Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og segja leyniþjónustur Bandaríkjanna að þar vinni fjöldi manna við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Það sama var gert á Facebook en fyrirtækin tvö hafa kynnt umrædda reikninga fyrir rannsóknarnefndum fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Athyglin beinist að mestu að tveimur reikningum á bæði Twitter og Facebook sem voru í forsvari fyrir hreyfingu sem nefnd var „Blacktivist“. Þar var reglulega deilt yfirlýsingum að stjórnvöld Bandaríkjanna væru að sundra og skemma bandarískar fjölskyldur og að þeldökkir Bandaríkjamenn þyrftu að „vakna til lífsins“. Þar að auki voru birt myndbönd af ofbeldi lögregluþjóna gegna svörtum mönnum.Samkvæmt frétt CNN er þetta til marks um aðgerðir Rússa til að skapa deilur í Bandaríkjunum og hafa áhrif á kosningarnar.Siguðu hópum gegn hvorum öðrumFacebook reikningur Blacktivist var í raun umsvifameiri en opinber reikningur Black Lives Matter hreyfingarinnar. Blacktivist var með 360 þúsund like og BLM er með rétt rúm þrjú hundruð þúsund. Einnig hefur komið í ljós að útsendarar Rússlands keyptu um þrjú þúsund auglýsingar á Facebook. Þar á meðal voru auglýsingar sem hylltu samtök og hópa svartra eins og Black Lives Matter. Þeim auglýsingum var ætlað íbúum borga eins og Ferguson og Baltimore, þar sem mjög stór mótmæli hafa orðið eftir að lögregluþjónar skutu svarta menn til bana.Öðrum auglýsingum var beint gegn áðurnefndum hópum og að þeir ógnuðu lýðræði í Bandaríkjunum. Þar að auki keyptu útsendararnir auglýsingar sem fjölluðu um múslima sem studdu Hillary Clinton. Þeim auglýsingum var sérstaklega beint að kjósendum sem óttast múslima.Twitter ekki í stakk búið Fulltrúar Twitter funduðu með þingmönnum í gær, sem voru ósáttir með viðbúnað fyrirtækisins. Þeir segja að fyrirtækið hafi ekki gert almennilega greiningu á samfélagsmiðli sínum og hafi enn sem komið er einungis byggt á þeim gögnum sem Facebook hafi gert opinbert. Þá sögðu þingmenn óljóst hvort að Twitter hefði í raun getuna til að gera almennilega innri rannsókn. Forsvarsmenn Twitter segjast hins vegar ætla að starfa með rannsóknarnefndunum og að innri rannsókn standi enn yfir. Upplýsingar frá Facebook voru notaðar til að finna 22 reikninga á Twitter sem var lokað og þar að auki var lokað á 179 reikninga sem tengdust þeim fyrri. Rætur þeirra reikninga og auglýsinganna sem keyptar voru á Facebook hafa verið raktar til rússnesku stofnunarinnar Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og segja leyniþjónustur Bandaríkjanna að þar vinni fjöldi manna við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira