Hæðin yfir Finnlandi situr sem fastast svo lægðabrautin verður áfram yfir Austurlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 10:27 Frá Hamarsdal í gær. Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi og Suðausturlandi síðustu daga vegna mikillar úrkomu sem ekkert lát verður á fyrr en á sunnudag samkvæmt spám. Eiður ragnarsson/landsbjörg Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hæðin yfir Finnlandi sem stýri gríðarlega mikilli úrkomu yfir Austur- og Suðausturland veikist ekki fyrr en á sunnudag. Það má því búast við talsverðri og jafnvel mikilli rigningu á svæðinu í dag og á morgun. Daníel segir þó að rigningin verði ekkert í líkingu sem úrkomuna sem féll fyrr í vikunni en hún falli á blauta jörð og því verði staðan áfram varasöm. „Það er þó uppsafnað á einum sólarhring alveg 50 til 60 millimetrar þannig að þetta er nú alveg sæmileg ákefð í úrkomunni en ekkert í líkingu við það sem var. Þetta fer samt á blauta jörð þannig að þetta er alveg ennþá varasamt,“ segir Daníel. Há fjöll á Austurlandi og nálægðin við Vatnajökul hafa áhrif á úrkomuna og vatnavextina sem henni fylgja. Daníel segir að há fjöll við sjóinn valdi því að þegar að loft komi úr austri eða suðaustir þá lyftir það sér mikið og þéttist þá enn meiri raki sem eykur úrkomuákefðina. Þá fer það eftir hitastigi rigningarinnar þegar hún lendir á Vatnajökli hvort að ís og snjór bráðni og auki þá við vatnavextina. Aðspurður um hæðina yfir Finnlandi sem hélt Austurlandi í járngreipum úrhellisins fyrr í vikunni segir Daníel að hún sé enn á sínum stað og hreyfist mjög lítil. „Þá er lægðabrautin bara yfir Austurlandinu en nýjustu líkurnar hjá okkur gera ráð fyrir að þessi fyrirstöðuhæð veikist með helginni. Þá verður svona hefðbundnari lægðagangur og mun ekki mæða svona mikið á suðausturhorninu á sunnudag og eftir helgi.“ Veður Tengdar fréttir Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hæðin yfir Finnlandi sem stýri gríðarlega mikilli úrkomu yfir Austur- og Suðausturland veikist ekki fyrr en á sunnudag. Það má því búast við talsverðri og jafnvel mikilli rigningu á svæðinu í dag og á morgun. Daníel segir þó að rigningin verði ekkert í líkingu sem úrkomuna sem féll fyrr í vikunni en hún falli á blauta jörð og því verði staðan áfram varasöm. „Það er þó uppsafnað á einum sólarhring alveg 50 til 60 millimetrar þannig að þetta er nú alveg sæmileg ákefð í úrkomunni en ekkert í líkingu við það sem var. Þetta fer samt á blauta jörð þannig að þetta er alveg ennþá varasamt,“ segir Daníel. Há fjöll á Austurlandi og nálægðin við Vatnajökul hafa áhrif á úrkomuna og vatnavextina sem henni fylgja. Daníel segir að há fjöll við sjóinn valdi því að þegar að loft komi úr austri eða suðaustir þá lyftir það sér mikið og þéttist þá enn meiri raki sem eykur úrkomuákefðina. Þá fer það eftir hitastigi rigningarinnar þegar hún lendir á Vatnajökli hvort að ís og snjór bráðni og auki þá við vatnavextina. Aðspurður um hæðina yfir Finnlandi sem hélt Austurlandi í járngreipum úrhellisins fyrr í vikunni segir Daníel að hún sé enn á sínum stað og hreyfist mjög lítil. „Þá er lægðabrautin bara yfir Austurlandinu en nýjustu líkurnar hjá okkur gera ráð fyrir að þessi fyrirstöðuhæð veikist með helginni. Þá verður svona hefðbundnari lægðagangur og mun ekki mæða svona mikið á suðausturhorninu á sunnudag og eftir helgi.“
Veður Tengdar fréttir Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57
Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57
Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36