Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 08:36 Á þriðja tug kinda sem lentu undir aurskriðu í Hamarsfirði var bjargað í gær. Enn er talin hætta á skriðuföllum á austanverðu og suðaustanverðu landinu vegna mikilla vatnavaxta sem hefur fylgt hefur gríðarlegri úrkomu á svæðinu síðustu daga. Spáð er áframhaldandi úrkomu í dag með tilheyrandi vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum. landsbjörg Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. Spáð er rigningu með köflum víðast hvar í dag, en samfelldri og jafnvel talsverðri úrkomu á suðaustan til og á Austfjörðum. Áfram er því talin hætta á skriðuföllum þar og er óvissustig almannavarna enn í gildi. Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur áfram aðgerðum á flóðasvæðunum í dag en í gær fluttu flugmenn þyrlunnar 121 einstakling til og frá hinum ýmsu stöðum innan þess svæðis sem lokað er milli Steinavatna í vestri og Hólabrekku í austri með þyrlunni og nutu aðstoðar björgunarsveita og lögreglu. 97 einstaklingar voru fluttir vestur yfir Steinavötn að Hala í Suðursveit þangað sem þeir voru sóttir á fólksflutningabílum og ferjaðir vestur, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar kemur jafnframt fram að enn séu einhverjir ferðamenn innans þess svæðis sem er lokað en þeir munu ætla að vera þar áfram þar til um hægist og njóta lífsins í sveitinni. Brúin yfir Steinavötn er mikið skemmd vegna vatnavaxtanna og var henni því lokað í gær. Ekki er víst að hún standi af sér flóðið sem væntanlega mun fylgja rigningunni í dag. Þá er þjóðvegur 1 eitt einnig lokaður við Hólmsá á Mýrum og ekki útlit fyrir að það takist að opna að nýju á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Stöðufundur verður núna klukkan níu áður en haldið verður inn í daginn. Áætlað er að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, heimsæki flóðasvæðin í dag auk Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, og kynni sér aðstæður að því gefnu að það viðri til flugs.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Austan 8-15 m/s við suðaustur og austurströndina annars norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum víðast hvar í dag, en samfelld og jafnvel talsverð úrkoma suðaustanlands og á Austfjörðum. Hæg vestlæg átt og úrkomulítið vestantil á landinu á morgun en snýst í sunnan 5-10 og dregur úr úrkomu austantil annað kvöld. Hiti 7 til 13 stig hlýjast sunnanlands.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil væta á köflum. Hiti 6 til 10 stig.Á mánudag:Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og dálítil væta austantil og með norðurströndinni en bjartviðri sunnan jökla. Hiti 4 til 10 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Vestlæg átt með rigningu á norðanverðu landinu en og skúrir með suðurströndinni. Þurrt að kalla á Austfjörðum og suðaustanlands. Kólnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. Spáð er rigningu með köflum víðast hvar í dag, en samfelldri og jafnvel talsverðri úrkomu á suðaustan til og á Austfjörðum. Áfram er því talin hætta á skriðuföllum þar og er óvissustig almannavarna enn í gildi. Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur áfram aðgerðum á flóðasvæðunum í dag en í gær fluttu flugmenn þyrlunnar 121 einstakling til og frá hinum ýmsu stöðum innan þess svæðis sem lokað er milli Steinavatna í vestri og Hólabrekku í austri með þyrlunni og nutu aðstoðar björgunarsveita og lögreglu. 97 einstaklingar voru fluttir vestur yfir Steinavötn að Hala í Suðursveit þangað sem þeir voru sóttir á fólksflutningabílum og ferjaðir vestur, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar kemur jafnframt fram að enn séu einhverjir ferðamenn innans þess svæðis sem er lokað en þeir munu ætla að vera þar áfram þar til um hægist og njóta lífsins í sveitinni. Brúin yfir Steinavötn er mikið skemmd vegna vatnavaxtanna og var henni því lokað í gær. Ekki er víst að hún standi af sér flóðið sem væntanlega mun fylgja rigningunni í dag. Þá er þjóðvegur 1 eitt einnig lokaður við Hólmsá á Mýrum og ekki útlit fyrir að það takist að opna að nýju á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Stöðufundur verður núna klukkan níu áður en haldið verður inn í daginn. Áætlað er að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, heimsæki flóðasvæðin í dag auk Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, og kynni sér aðstæður að því gefnu að það viðri til flugs.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Austan 8-15 m/s við suðaustur og austurströndina annars norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum víðast hvar í dag, en samfelld og jafnvel talsverð úrkoma suðaustanlands og á Austfjörðum. Hæg vestlæg átt og úrkomulítið vestantil á landinu á morgun en snýst í sunnan 5-10 og dregur úr úrkomu austantil annað kvöld. Hiti 7 til 13 stig hlýjast sunnanlands.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil væta á köflum. Hiti 6 til 10 stig.Á mánudag:Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og dálítil væta austantil og með norðurströndinni en bjartviðri sunnan jökla. Hiti 4 til 10 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Vestlæg átt með rigningu á norðanverðu landinu en og skúrir með suðurströndinni. Þurrt að kalla á Austfjörðum og suðaustanlands. Kólnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00
Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57
Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23