Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Haraldur Guðmundsson skrifar 29. september 2017 06:00 Fósturvísarnir úr Aberdeen Angus holdanautgripum frá Noregi voru teknir í maí. Nordicphotos/Getty Eigendur þriggja jarða í Skaftárhreppi, sem ætla að koma upp stærsta nautgripabúi landsins, segja að slátrun á skoska holdanautinu Aberdeen Angus, ræktuðu úr nýjum fósturvísum, geti hafist þar eftir fjögur ár. Telja þeir að kjötið muni uppfylla strangar kröfur Costco. Fósturvísar úr holdakúnum, sem eru skoskar að uppruna en ræktaðar víða um heim, eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði frá Noregi. Þeir verða í kjölfarið settir upp í íslenskar kýr í nýrri einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands á Stóra-Ármóti í Flóahreppi sem verður opnuð á næstu vikum. Stjórnvöld heimiluðu innflutning á fósturvísunum um mitt ár 2015 en holdanautastofninn hér er innræktaður og gamall. „Það eru til Angus-gripir í landinu sem eru af gömlu sæði, úr tveimur gripum sem voru teknir til landsins og eru bræður, og það hefur ekki tekist að rækta almennilega úr því. Að mestu leyti hefur nautakjötsframleiðsla á Íslandi verið hliðargrein og aukaafurð. Menn eru kannski að nota ýmsa kima í fjósum og gert þetta margir með vinstri hendinni með mjólkurframleiðslu,“ segir Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Skaftárhreppi sem er nú á lokametrunum í uppbyggingu nautgripabúsins ásamt eigendum bæjanna Efri-Eyjar og Grundar í sömu sveit. „Eggin eru ekta Aberdeen Angus, bæði faðir og móðir eru af því kyni, og það er búið að velja þessa gripi til undaneldis og þetta er úrvalsefni. Allir ræktendur hér á landi hlakka til að þess að fá þetta efni. Þetta er það kyn sem hefur tekist að skapa hvað besta nafnið með og fer í fínar búðir í Bandaríkjunum,“ segir Örn. Bændurnir í Skaftárhreppi eru nú með hátt í 300 gripi úr því erfðaefni sem þegar er til í landinu. Vilja þeira skipta þeim út og geta hýst yfir 700 gripi af skoska kynstofninum á komandi árum. Þar verður eingöngu stunduð kjötræktun en slátrun hófst þar fyrr á þessu ári. „Við stefnum að því að vera með þetta í sterku eldi, slátra á réttum tíma áður en það myndast sinar, og ég gæti trúað því að það sem Costco-menn eru að segja sé að gæðin hér séu mismunandi og of mikill óstöðugleiki,“ segir Örn og vísar í ummæli Steve Pappas, varaforseta Costco í Evrópu, á opnum fundi Íslandsbanka á þriðjudag. Pappas greindi þar frá þeirri skoðun Costco að íslenskt nautakjöt væri ekki af sömu gæðum og innlent svínakjöt, kjúklingur og fiskur. Í skriflegu svari hans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Pappas að fyrirtækið stefni ekki að framleiðslu á nautakjöti hér á landi í nánustu framtíð. Það sé ágætt í gæðum en ekki sambærilegt því sem neytendum í Norður-Ameríku og Bretlandi býðst. Birtist í Fréttablaðinu Costco Flóahreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Eigendur þriggja jarða í Skaftárhreppi, sem ætla að koma upp stærsta nautgripabúi landsins, segja að slátrun á skoska holdanautinu Aberdeen Angus, ræktuðu úr nýjum fósturvísum, geti hafist þar eftir fjögur ár. Telja þeir að kjötið muni uppfylla strangar kröfur Costco. Fósturvísar úr holdakúnum, sem eru skoskar að uppruna en ræktaðar víða um heim, eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði frá Noregi. Þeir verða í kjölfarið settir upp í íslenskar kýr í nýrri einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands á Stóra-Ármóti í Flóahreppi sem verður opnuð á næstu vikum. Stjórnvöld heimiluðu innflutning á fósturvísunum um mitt ár 2015 en holdanautastofninn hér er innræktaður og gamall. „Það eru til Angus-gripir í landinu sem eru af gömlu sæði, úr tveimur gripum sem voru teknir til landsins og eru bræður, og það hefur ekki tekist að rækta almennilega úr því. Að mestu leyti hefur nautakjötsframleiðsla á Íslandi verið hliðargrein og aukaafurð. Menn eru kannski að nota ýmsa kima í fjósum og gert þetta margir með vinstri hendinni með mjólkurframleiðslu,“ segir Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Skaftárhreppi sem er nú á lokametrunum í uppbyggingu nautgripabúsins ásamt eigendum bæjanna Efri-Eyjar og Grundar í sömu sveit. „Eggin eru ekta Aberdeen Angus, bæði faðir og móðir eru af því kyni, og það er búið að velja þessa gripi til undaneldis og þetta er úrvalsefni. Allir ræktendur hér á landi hlakka til að þess að fá þetta efni. Þetta er það kyn sem hefur tekist að skapa hvað besta nafnið með og fer í fínar búðir í Bandaríkjunum,“ segir Örn. Bændurnir í Skaftárhreppi eru nú með hátt í 300 gripi úr því erfðaefni sem þegar er til í landinu. Vilja þeira skipta þeim út og geta hýst yfir 700 gripi af skoska kynstofninum á komandi árum. Þar verður eingöngu stunduð kjötræktun en slátrun hófst þar fyrr á þessu ári. „Við stefnum að því að vera með þetta í sterku eldi, slátra á réttum tíma áður en það myndast sinar, og ég gæti trúað því að það sem Costco-menn eru að segja sé að gæðin hér séu mismunandi og of mikill óstöðugleiki,“ segir Örn og vísar í ummæli Steve Pappas, varaforseta Costco í Evrópu, á opnum fundi Íslandsbanka á þriðjudag. Pappas greindi þar frá þeirri skoðun Costco að íslenskt nautakjöt væri ekki af sömu gæðum og innlent svínakjöt, kjúklingur og fiskur. Í skriflegu svari hans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Pappas að fyrirtækið stefni ekki að framleiðslu á nautakjöti hér á landi í nánustu framtíð. Það sé ágætt í gæðum en ekki sambærilegt því sem neytendum í Norður-Ameríku og Bretlandi býðst.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Flóahreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira