Fótbolti

Óvíst hvort Aron Einar verður með í leikjunum gegn Tyrklandi og Kósovó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar í leiknum gegn Úkraínu.
Aron Einar í leiknum gegn Úkraínu. vísir/anton
Óvíst er hvort Aron Einar Gunnarsson verði með íslenska landsliðinu í síðustu tveimur leikjum þess í undankeppni HM.

Aron Einar lék ekki með Cardiff City í síðasta leik liðsins vegna meiðsla.

Á blaðamannafundinum þar sem landsliðshópurinn var tilkynntur sagði Heimir Hallgrímsson að Aron Einar væri tæpur og ekki væri 100% visst að hann gæti spilað leikina gegn Tyrklandi og Kósovó.

Að sögn Heimis er Aron Einar tognaður í „einhvers konar rassvöðva“ og það kemur í ljós þegar nær dregur hvort hann geti verið með í leikjunum mikilvægu.

Hópinn má sjá hér að neðan.

Landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Tyrklandi og Kósóvó.KSÍ

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×