Menning

Margir tónleikagestir felldu tár

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Guðrún hreyfði við Katalónunum með söng sínum.
Guðrún hreyfði við Katalónunum með söng sínum. Vísir/Anton Brink
Sópraninn Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söng með Sinfóníuhljómsveit Barcelona í Katalóníu um síðustu helgi. Lögin sem hún flutti voru Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns, í útsetningu fyrir sópran og hljómsveit eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, og Söng Sólveigar úr Pétri Gaut eftir Edvard Grieg.

„Þetta var líklega í fyrsta skipti sem Ave María Kaldalóns hefur verið flutt erlendis með sinfóníuhljómsveit,“ segir Guðrún Jóhanna. „Margir tónleikagestir felldu tár við að hlusta á þetta gullfallega lag, sem er eitt af  vinsælustu íslensku sönglögunum.“

Sinfóníuhljómsveit Barcelona þykir ein af bestu hljómsveitum Evrópu. Það var aðalhljómsveitarstjóri hennar, Kazushi Ono, sem stjórnaði henni á tónleikunum síðasta laugardag, þeir voru liður í La Mercè, árlegri hausthátíð í borginni. Reykjavík er gestaborg hátíðarinnar í ár og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.