Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2017 21:20 Bergur Elías Ágústsson, verkefnisstjóri PCC Seaview Residences ehf. Nýja hverfið sést fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík á skömmum tíma. Nýtt íbúðahverfi sprettur nú upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Berg Elías Ágústsson, verkefnisstjóra PCC Seaview Residences ehf., og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Nýbyggingarsvæðið er syðst á Húsavík í hverfi sem kallast Holtahverfi. Þar ganga hlutirnir hratt fyrir sig. Fyrstu grunnar voru teknir í júlímánuði og stefnt að því að flutt verði inn í fyrstu húsin í nóvember. Dótturfélag PCC, sem Húsvíkingar nefna Sjávarsýn upp á íslensku, er að byggja ellefu parhús með 22 íbúðum í fyrsta áfanga. Þær verða í tveimur stærðum, þær minni 77 fermetrar en þær stærri 90 fermetrar.Nýju parhúsin spretta nú upp hvert af öðru á Húsavík.Stöð 2/Arnar HalldórssonBergur Elías segir hverfið frábært, með útsýni yfir Skjálfandaflóa og stutt frá golfvellinum. Hann segir hörgul á húsnæði hafa valdið því að PCC hóf þetta stóra verkefni, að aðstoða við uppbyggingu íbúða. Því hefur verið spáð að íbúum á Húsavík fjölgi um tvö til fjögurhundruð manns vegna kísilversins. „Fasteignamat hækkaði um 40 prósent hérna á Húsavík þannig að eignamyndunin er auðvitað mjög mikil. En fasteignaverðið var mjög lágt og erfitt að sannfæra menn um að byggja. Það er því betur að breytast,” segir sveitarstjórinn Kristján Þór.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og það eru fleiri aðilar en dótturfélag PCC farnir af stað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá einkaaðila vera að byggja, ungt fólk, sem er að reisa sér hús. Ég vona að það verði bara fleiri sem munu gera það,” segir Bergur Elías. Sjávarútsýnisfélag PCC hefur lóðir undir tvöfalt fleiri íbúðir. Ákvörðun um hvort eða hvenær hafist verði handa við síðari áfanga verður þó ekki tekin fyrr en þeim fyrsta er lokið. Meirihluti nýju parhúsanna hefur þegar verið leigður til væntanlegra starfsmanna PCC. Bergur Elías segir það ekki endilega markmið félagsins að eiga húsin. „Þegar fram líða stundir er það allavega mín von að þessar eignir verði seldar og fólk festi rætur hér og þetta verði góð búbót við húsnæðismálin hér á Húsavík.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík á skömmum tíma. Nýtt íbúðahverfi sprettur nú upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Berg Elías Ágústsson, verkefnisstjóra PCC Seaview Residences ehf., og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Nýbyggingarsvæðið er syðst á Húsavík í hverfi sem kallast Holtahverfi. Þar ganga hlutirnir hratt fyrir sig. Fyrstu grunnar voru teknir í júlímánuði og stefnt að því að flutt verði inn í fyrstu húsin í nóvember. Dótturfélag PCC, sem Húsvíkingar nefna Sjávarsýn upp á íslensku, er að byggja ellefu parhús með 22 íbúðum í fyrsta áfanga. Þær verða í tveimur stærðum, þær minni 77 fermetrar en þær stærri 90 fermetrar.Nýju parhúsin spretta nú upp hvert af öðru á Húsavík.Stöð 2/Arnar HalldórssonBergur Elías segir hverfið frábært, með útsýni yfir Skjálfandaflóa og stutt frá golfvellinum. Hann segir hörgul á húsnæði hafa valdið því að PCC hóf þetta stóra verkefni, að aðstoða við uppbyggingu íbúða. Því hefur verið spáð að íbúum á Húsavík fjölgi um tvö til fjögurhundruð manns vegna kísilversins. „Fasteignamat hækkaði um 40 prósent hérna á Húsavík þannig að eignamyndunin er auðvitað mjög mikil. En fasteignaverðið var mjög lágt og erfitt að sannfæra menn um að byggja. Það er því betur að breytast,” segir sveitarstjórinn Kristján Þór.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og það eru fleiri aðilar en dótturfélag PCC farnir af stað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá einkaaðila vera að byggja, ungt fólk, sem er að reisa sér hús. Ég vona að það verði bara fleiri sem munu gera það,” segir Bergur Elías. Sjávarútsýnisfélag PCC hefur lóðir undir tvöfalt fleiri íbúðir. Ákvörðun um hvort eða hvenær hafist verði handa við síðari áfanga verður þó ekki tekin fyrr en þeim fyrsta er lokið. Meirihluti nýju parhúsanna hefur þegar verið leigður til væntanlegra starfsmanna PCC. Bergur Elías segir það ekki endilega markmið félagsins að eiga húsin. „Þegar fram líða stundir er það allavega mín von að þessar eignir verði seldar og fólk festi rætur hér og þetta verði góð búbót við húsnæðismálin hér á Húsavík.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12