Aldrei séð svona mikið úrhelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2017 14:45 Ingi Ragnarsson, bróðir Eiðs, hefur tekið fjölmargar myndir af hamnum í Hamarsá sem sjá má í myndasyrpu neðst í fréttinni. Ingi Ragnarsson Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði segir hvorki sig né föður sinn hafa séð aðra eins úrkomu eins og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring. „Það er allt á floti alls staðar eins og segir í laginu,“ segir Eiður sem er fæddur og uppalinn á Bragðavöllum um 11 kílómetra vestan af Djúpavogi. Þar hefur faðir hans, Guðmundur Ragnar Eiðsson, búið frá 1970 og aldrei hafi rignt eins og nú. „Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi,“ segir Eiður. Rignt hafi í gær en svo hafi úrhellið byrjað eftir miðnætti.„Það rigndi alveg svakalega mikið í nótt,“ segir Eiður. Hann hafi merkt það að vatnið í Hamarsá hafi þegar verið búið að hækka töluvert í morgun klukkan sjö. Hún hafi hækkað enn meira í framhaldinu en nú sé aðeins farið að sjatna aftur.„En það er enn að bæta í rigninguna svo maður veit ekki hvernig þetta verður.“Að neðan má sjá myndband sem Eiður tók í hádeginu í dag.Eiður leyfði blaðamanni að hlusta á rigninguna dynja á þakinu á bænum í gegnum símann. Ekki fer milli mála að úrhellið er gríðarlegt.Þá segir Eiður að vegurinn inn að Hamarsseli sé á kafi. Bóndinn þar sem því lokaður inni en vegurinn sinni einnig hlutverki varnargarðs. Vegagerðin standi vaktina og reyni að halda honum eins og hægt sé.Frá björgunaraðgerðum í Lóni í A-Skaftafellssýslu. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir tún í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga.LandsbjörgVíða á Austurlandi er sauðfé í hættu vegna vatnavaxtanna. Óttast er að lömb hafi drukknað í Fljótsdal af þeim sökum eins og lesa má um hér.Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að vegir á Suðaustur- og Austurlandi hafi skemmst allvíða vegna vatnavaxta s.s. þar sem runnið hefur úr vegköntum. Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 við Hómsá á Mýrum, vegurinn er fær en þar er rétt að fara um með varúð. Vegur 966 í Breiðdal er í sundur vegna vatnsskemmda, alveg innst í dalnum - og eins er vegurinn upp í Laka ófær vegna vatnsskemmda.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, bróðir Eiðs, tók af Hamarsánni í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma. Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði segir hvorki sig né föður sinn hafa séð aðra eins úrkomu eins og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring. „Það er allt á floti alls staðar eins og segir í laginu,“ segir Eiður sem er fæddur og uppalinn á Bragðavöllum um 11 kílómetra vestan af Djúpavogi. Þar hefur faðir hans, Guðmundur Ragnar Eiðsson, búið frá 1970 og aldrei hafi rignt eins og nú. „Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi,“ segir Eiður. Rignt hafi í gær en svo hafi úrhellið byrjað eftir miðnætti.„Það rigndi alveg svakalega mikið í nótt,“ segir Eiður. Hann hafi merkt það að vatnið í Hamarsá hafi þegar verið búið að hækka töluvert í morgun klukkan sjö. Hún hafi hækkað enn meira í framhaldinu en nú sé aðeins farið að sjatna aftur.„En það er enn að bæta í rigninguna svo maður veit ekki hvernig þetta verður.“Að neðan má sjá myndband sem Eiður tók í hádeginu í dag.Eiður leyfði blaðamanni að hlusta á rigninguna dynja á þakinu á bænum í gegnum símann. Ekki fer milli mála að úrhellið er gríðarlegt.Þá segir Eiður að vegurinn inn að Hamarsseli sé á kafi. Bóndinn þar sem því lokaður inni en vegurinn sinni einnig hlutverki varnargarðs. Vegagerðin standi vaktina og reyni að halda honum eins og hægt sé.Frá björgunaraðgerðum í Lóni í A-Skaftafellssýslu. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir tún í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga.LandsbjörgVíða á Austurlandi er sauðfé í hættu vegna vatnavaxtanna. Óttast er að lömb hafi drukknað í Fljótsdal af þeim sökum eins og lesa má um hér.Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að vegir á Suðaustur- og Austurlandi hafi skemmst allvíða vegna vatnavaxta s.s. þar sem runnið hefur úr vegköntum. Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 við Hómsá á Mýrum, vegurinn er fær en þar er rétt að fara um með varúð. Vegur 966 í Breiðdal er í sundur vegna vatnsskemmda, alveg innst í dalnum - og eins er vegurinn upp í Laka ófær vegna vatnsskemmda.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, bróðir Eiðs, tók af Hamarsánni í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma.
Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30